| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Úrslitaleikur FA bikarsins verður leikinn laugardaginn 14. maí og hefst klukkan 15:45. Líkt og í úrslitum Deildarbikarsins eru Chelsea mótherjar okkar manna.
Maímánuður er mánuður úrslitaleikja og við sem höldum með Liverpool erum svo heppin að fá að horfa á liðið í tveimur slíkum. Ef við tökum svo inní jöfnuna þessa hörðu keppni um að vinna ensku deildina má segja að úrslitaleikirnir hafi verið fleiri. En það er nú auðvitað þannig að enginn bikar er veittur fyrir sigur í einum deildarleik, en í dag verður klárlega bikar í boði og hann hefur félagið ekki unnið síðan árið 2006. Einhvernveginn er það þannig að undanfarið hafa verið spilaðir svo margir mikilvægir leikir að manni finnst úrslitaleikur FA bikars ekki vera meira spennandi en aðrir. En þegar líður að leik held ég að spennan muni magnast upp hægt og rólega.
Jürgen Klopp fór yfir stöðu mála á blaðamannafundi og kom þar með góðar fréttir af Fabinho. Miðjumaðurinn verður auðvitað ekki með um helgina eins og við vissum en hann verður alveg ábyggilega tilbúinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar. Hann er sá eini sem á við meiðsli að stríða í leikmannahópnum sem er mjög gott mál en vissulega vont að vera án okkar helsta varnartengiliðs. Hjá Chelsea eru fjórir leikmenn skráðir meiddir og á þeim lista er N'Golo Kanté sem er þó líklega búinn að ná sér góðum. Það er alveg magnað hvað þeim ágæta miðjumanni tekst alltaf að ná sér fyrir leiki gegn Liverpool og spila svo eins og herforingi á miðjunni. Aðrir á meiðslalistanum eru Kovacic, Hudson-Odoi og Chilwell, sá fyrstnefndi er talinn eiga helmingslíkur á því að geta spilað en hinir tveir verða ekki með. Þó maður vonist ekki til þess að menn séu meiddir lengi eða illa þá væri alveg ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kovacic í þessum leik. Hann, líkt og Kanté, virðast alltaf eiga flotta leiki þegar Liverpool er mótherjinn. En hvort sem Kovacic verður með eða ekki er deginum ljósara að Chelsea munu stilla upp mjög sterku liði og maður kemur í manns stað.
Byrjunarlið Liverpool ætti að segja sig nokkuð sjálft þannig séð. Alisson verður í markinu, Alexander-Arnold og Robertson bakverðir og Matip og van Dijk miðverðir. Auðvitað getur Konaté komið inní vörnina en það er líklegra að Kamerúninn byrji. Á miðjunni tekur Henderson stöðu Fabinho og með honum verða Thiago og Keita. Kristalskúlan er aðeins skýjuð hvað fremstu þrjá varðar en þar tippum við á Salah, Mané og Díaz. Þó gæti auðvitað verið að Klopp treysti á að Díaz komi inná með sinni alkunnu sprengju í seinni hálfleik og að Jota fái tækifæri frá byrjun. Þetta kemur jú allt í ljós.
Það hefur lítið skilið á milli liðanna í viðureignum tímabilsins. Fyrsti leikur liðanna var á Anfield í lok ágúst þar sem leikar enduðu 1-1 í hörkuleik. Chelsea skoruðu fyrst og í lok fyrri hálfleiks jafnaði Salah úr víti þar sem þeir bláu misstu mann útaf með rautt spjald fyrir handleika boltann á marklínu. Í janúar var seinni deildarleikur liðanna og þá enduðu leikar 2-2. Nú sáu Liverpool menn um að skora fyrstu tvö mörk leiksins en Chelsea jafnaði metin strax í fyrri hálfleik. Þriðji leikur liðanna var svo á Wembley, enn og aftur jafnt eftir 90 mínútur en nú markalaust. Engin mörk voru skoruð í framlengingu og við tók ansi löng vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn beggja liða kepptust við að sýna snilli sína í að skora úr víti undir mikilli pressu. En það endaði svo með því að markverðirnir þurftu að taka spyrnu. Kelleher skoraði af öryggi en Kepa lúðraði boltanum hátt yfir og Liverpool fagnaði sigri. Ætli við megum ekki búast við jöfnum leik í þetta skiptið, Chelsea hafa kannski aðeins misst flugið undanfarið og stigasöfnun í deildinni ekki verið uppá tíu en þeir mæta auðvitað 100% klárir í þetta verkefni.
Saga liðanna í FA bikarnum er þannig að 11 sinnum hafa liðin mæst. Fyrst árið 1937 á Anfield þar sem Chelsea vann 0-2. Ef við færum okkur nær í tíma hafa liðin mæst þrisvar sinnum frá aldamótum. Árið 2006 í undanúrslitum á Old Trafford. Þar komust okkar menn í úrslit með 2-1 sigri og bikarinn vannst svo á eftirminnilegan hátt gegn West Ham í ótrúlegum leik. Fyrir tíu árum síðan mættust liðin í úrslitum á Wembley og þá sigruðu Chelsea 1-2. Þar hleypti Andy Carroll smá spennu í leikinn á 64. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 1-2 en lengra komust þeir rauðu ekki. Árið 2020 mættust liðin svo í þriðju umferð keppninnar á Stamford Bridge þar sem heimamenn sigruðu 2-0, leikurinn var í 5. umferð. Chelsea fóru alla leið í úrslitaleikinn og töpuðu þar fyrir Arsenal 2-1. Í rauninni er það svo að Chelsea hafa tapað síðustu tveim úrslitaleikjum í keppninni en í fyrra mættu þeir Leicester og töpuðu 1-0.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur 2-1 sigur. Líkt og í deildarleikjunum koma öll mörkin í fyrri hálfleik. Eftir harða taktíska baráttu stjóranna og leikmanna inná vellinum tekst engum að skora í seinni hálfleik og okkar menn fagna sigri. Er þetta ekki eitthvað sem við getum öll sæst á ?
Fróðleikur:
- Takumi Minamino er markahæstur Liverpool manna í keppninni til þessa með þrjú mörk.
- Romelu Lukaku er markahæstur hjá Chelsea með jafn mörg mörk.
- Liverpool hafa unnið FA bikarinn sjö sinnum.
- Chelsea eru með 8 bikarsigra.
- Liverpool eru í úrslitum keppninnar í 15. skipti.
- Úrslitaleikurinn er sá 141. sögu keppninnar.
Maímánuður er mánuður úrslitaleikja og við sem höldum með Liverpool erum svo heppin að fá að horfa á liðið í tveimur slíkum. Ef við tökum svo inní jöfnuna þessa hörðu keppni um að vinna ensku deildina má segja að úrslitaleikirnir hafi verið fleiri. En það er nú auðvitað þannig að enginn bikar er veittur fyrir sigur í einum deildarleik, en í dag verður klárlega bikar í boði og hann hefur félagið ekki unnið síðan árið 2006. Einhvernveginn er það þannig að undanfarið hafa verið spilaðir svo margir mikilvægir leikir að manni finnst úrslitaleikur FA bikars ekki vera meira spennandi en aðrir. En þegar líður að leik held ég að spennan muni magnast upp hægt og rólega.
Jürgen Klopp fór yfir stöðu mála á blaðamannafundi og kom þar með góðar fréttir af Fabinho. Miðjumaðurinn verður auðvitað ekki með um helgina eins og við vissum en hann verður alveg ábyggilega tilbúinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar. Hann er sá eini sem á við meiðsli að stríða í leikmannahópnum sem er mjög gott mál en vissulega vont að vera án okkar helsta varnartengiliðs. Hjá Chelsea eru fjórir leikmenn skráðir meiddir og á þeim lista er N'Golo Kanté sem er þó líklega búinn að ná sér góðum. Það er alveg magnað hvað þeim ágæta miðjumanni tekst alltaf að ná sér fyrir leiki gegn Liverpool og spila svo eins og herforingi á miðjunni. Aðrir á meiðslalistanum eru Kovacic, Hudson-Odoi og Chilwell, sá fyrstnefndi er talinn eiga helmingslíkur á því að geta spilað en hinir tveir verða ekki með. Þó maður vonist ekki til þess að menn séu meiddir lengi eða illa þá væri alveg ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kovacic í þessum leik. Hann, líkt og Kanté, virðast alltaf eiga flotta leiki þegar Liverpool er mótherjinn. En hvort sem Kovacic verður með eða ekki er deginum ljósara að Chelsea munu stilla upp mjög sterku liði og maður kemur í manns stað.
Byrjunarlið Liverpool ætti að segja sig nokkuð sjálft þannig séð. Alisson verður í markinu, Alexander-Arnold og Robertson bakverðir og Matip og van Dijk miðverðir. Auðvitað getur Konaté komið inní vörnina en það er líklegra að Kamerúninn byrji. Á miðjunni tekur Henderson stöðu Fabinho og með honum verða Thiago og Keita. Kristalskúlan er aðeins skýjuð hvað fremstu þrjá varðar en þar tippum við á Salah, Mané og Díaz. Þó gæti auðvitað verið að Klopp treysti á að Díaz komi inná með sinni alkunnu sprengju í seinni hálfleik og að Jota fái tækifæri frá byrjun. Þetta kemur jú allt í ljós.
Það hefur lítið skilið á milli liðanna í viðureignum tímabilsins. Fyrsti leikur liðanna var á Anfield í lok ágúst þar sem leikar enduðu 1-1 í hörkuleik. Chelsea skoruðu fyrst og í lok fyrri hálfleiks jafnaði Salah úr víti þar sem þeir bláu misstu mann útaf með rautt spjald fyrir handleika boltann á marklínu. Í janúar var seinni deildarleikur liðanna og þá enduðu leikar 2-2. Nú sáu Liverpool menn um að skora fyrstu tvö mörk leiksins en Chelsea jafnaði metin strax í fyrri hálfleik. Þriðji leikur liðanna var svo á Wembley, enn og aftur jafnt eftir 90 mínútur en nú markalaust. Engin mörk voru skoruð í framlengingu og við tók ansi löng vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn beggja liða kepptust við að sýna snilli sína í að skora úr víti undir mikilli pressu. En það endaði svo með því að markverðirnir þurftu að taka spyrnu. Kelleher skoraði af öryggi en Kepa lúðraði boltanum hátt yfir og Liverpool fagnaði sigri. Ætli við megum ekki búast við jöfnum leik í þetta skiptið, Chelsea hafa kannski aðeins misst flugið undanfarið og stigasöfnun í deildinni ekki verið uppá tíu en þeir mæta auðvitað 100% klárir í þetta verkefni.
Saga liðanna í FA bikarnum er þannig að 11 sinnum hafa liðin mæst. Fyrst árið 1937 á Anfield þar sem Chelsea vann 0-2. Ef við færum okkur nær í tíma hafa liðin mæst þrisvar sinnum frá aldamótum. Árið 2006 í undanúrslitum á Old Trafford. Þar komust okkar menn í úrslit með 2-1 sigri og bikarinn vannst svo á eftirminnilegan hátt gegn West Ham í ótrúlegum leik. Fyrir tíu árum síðan mættust liðin í úrslitum á Wembley og þá sigruðu Chelsea 1-2. Þar hleypti Andy Carroll smá spennu í leikinn á 64. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 1-2 en lengra komust þeir rauðu ekki. Árið 2020 mættust liðin svo í þriðju umferð keppninnar á Stamford Bridge þar sem heimamenn sigruðu 2-0, leikurinn var í 5. umferð. Chelsea fóru alla leið í úrslitaleikinn og töpuðu þar fyrir Arsenal 2-1. Í rauninni er það svo að Chelsea hafa tapað síðustu tveim úrslitaleikjum í keppninni en í fyrra mættu þeir Leicester og töpuðu 1-0.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur 2-1 sigur. Líkt og í deildarleikjunum koma öll mörkin í fyrri hálfleik. Eftir harða taktíska baráttu stjóranna og leikmanna inná vellinum tekst engum að skora í seinni hálfleik og okkar menn fagna sigri. Er þetta ekki eitthvað sem við getum öll sæst á ?
Fróðleikur:
- Takumi Minamino er markahæstur Liverpool manna í keppninni til þessa með þrjú mörk.
- Romelu Lukaku er markahæstur hjá Chelsea með jafn mörg mörk.
- Liverpool hafa unnið FA bikarinn sjö sinnum.
- Chelsea eru með 8 bikarsigra.
- Liverpool eru í úrslitum keppninnar í 15. skipti.
- Úrslitaleikurinn er sá 141. sögu keppninnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan