| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Bikarmeistarar!
Liverpool eru FA bikarmeistarar árið 2022! Auðvitað þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit eins og í síðasta úrslitaleik gegn Chelsea, lokatölur 5-6 eftir vítaspyrnukeppni.
Fátt kom á óvart í byrjunarliðsvali Jürgen Klopp sem gerði fimm breytingar frá síðasta leik. Ibrahima Konaté og Andy Robertson komu inní vörnina, Jordan Henderson og Thiago inná miðjuna og Mohamed Salah í framlínuna. Þeir Joel Matip, Kostas Tsimikas, Curtis Jones og Diogo Jota settust á bekkinn og Fabinho var fjarverandi vegna meiðsla.
Ólíkt síðasta úrslitaleik liðanna byrjuðu Liverpool menn mun betur og virtust heldur betur klárir í slaginn. Luis Díaz var líflegur úti vinstra megin og hann skapaði þrisvar sinnum hættu áður en tíu mínútur voru liðnar. Fyrst átti hann sendingu fyrir markið sem Thiago rétt missti af á markteig, næst komst hann upp að endamörkum og sendi út í teiginn þar sem boltinn rúllaði framhjá Mané og Salah. Díaz komst svo einn í gegn eftir frábæra utanfótar sendingu frá Alexander-Arnold en Mendy í markinu varði, Chalobah hreinsaði frá fyrir Chelsea. Boltinn barst til Keita sem var í góðri skotstöðu en hann skaut framhjá. Færin litu líka dagsins ljós hinumegin og Pulisic komst í fína stöðu í teignum en skaut rétt framhjá og Alisson þurfti svo að koma vel út á móti þegar Alonso fékk sendingu innfyrir vinstra megin en fyrsta snerting hans var slök og Alisson bjargaði. Við Liverpool men urðum svo fyrir léttu áfalli þegar Salah gat ekki haldið leik áfram og inn í hans stað kom Diogo Jota. Portúgalinn var ekki lengi að koma sér í færi þegar hann fékk sendingu frá Robertson inn á teiginn en því miður lyfti hann boltanum yfir markið. Staðan markalaus í hálfleik og bæði lið hefðu svo sannarlega getað verið búin að skora.
Seinni hálfleikur byrjaði með stórsókn Chelsea manna. Alonso skaut rétt framhjá í fínni stöðu og átti svo aukaspyrnu frá hægri sem fór í þverslána. Á milli þessara færa þurfti Alisson svo að vera vel staðsettur til að verja skot frá Pulisic. Færin héldu áfram að koma með reglulegu millibili hjá báðum liðum en boltinn vildi bara alls ekki innfyrir línuna. Besta færi okkar manna kom seint í leiknum þegar Milner, sem hafði komið inná fyrir Keita, sendi fyrir frá hægri. Robertson var mættur á fjærstöngina og þrumaði því miður í stöngina. Skömmu áður hafði Díaz einnig skotið í stöng eftir að hafa skeiðað inn í teig og skotið að marki. Staðan eftir 90 mínútur markalaus, eins ótrúlegt og það var og því gripið til framlengingar.
Virgil van Dijk fór útaf og í hans stað kom Matip í vörnina. Að öðru leyti var framlengingin tíðindalítil, miðað við það sem hafði gengið á í leiknum fram að því. Leikmenn voru greinilega þreyttir og Klopp sendi þá Tsimikas og Firmino inná í framlengingunni, í stað Robertson og Díaz. Liðin virtust hafa sætt sig við að nú þyrfti vítaspyrnukeppni til að klára dæmið.
Chelsea unnu hlutkestið um hvoru megin vallarins ætti að hafa keppnina og völdu auðvitað markið með sína stuðningsmenn fyrir aftan. Þeir byrjuðu líka og Alonso skoraði fyrsta markið. James Milner gerði slíkt hið sama og César Azpilicueta var næstur á punktinn. Hann skaut í stöngina og Liverpool komið með yfirhöndina. Leikmenn nýttu sínar spyrnur og Sadio Mané tók fimmtu spyrnuna sem hefði getað tryggt bikarinn. Hann lét hinsvegar verja frá sér og spennan í algleymi. Hakim Ziyech skoraði fyrir Chelsea, pressan var öll á Jota sem var næstur en hann skoraði örugglega. Mason Mount var næstur í röðinni en Alisson varði frábærlega frá honum. Kostas Tsimikas gat nú tryggt sigur og það gerði hann með öruggri spyrnu í vinstra hornið en Mendy fór í hina áttina. Fagnaðarlætin brutust út og fyrsta bikarsigri félagsins í 16 ár var svo sannarlega vel fagnað.
Chelsea: Mendy, Chalobah (Azpilicueta, 105. mín.), Thiago Silva, Rüdiger, James, Jorginho, Kovacic (Kanté, 66. mín.), Alonso, Mount, Pulisic (Loftus-Cheek, 105. mín. (Barkley, 120. mín.)), Lukaku (Ziyech, 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Arrizabalaga, Werner, Saúl, Sarr.
Gult spjald: James.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk (Matip, 90. mín.), Robertson (Tsimikas, 111. mín.), Keita (Milner, 74. mín.), Henderson, Thiago, Salah (Jota, 33. mín.), Mané, Díaz (Firmino, 98. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Jones, Origi.
Maður leiksins: Luis Díaz var frábær í leiknum. Ógnaði sífellt með beinskeittum hlaupum upp kantinn en því miður varð ekki mark úr þeirri hættu sem hann skapaði. Að öðru leyti framúrskarandi leikur hjá honum.
Jürgen Klopp: ,,Ég veit að leikmenn vita hvað mér finnst um þá og það er mikilvægast. Þetta er bikar fyrir félagið allt - en auðvitað líka fyrir liðið. Við sáum fyrir leik hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í borginni, hótelið okkar var miðsvæðis og við sáum alla skemmta sér vel frá því snemma í morgun. Þegar við mættum á völlinn og sáum andlit allra í stúkunni vissum við hvað þetta var mikilvæg stund. Á vellinum sjálfum sáum við svo hvaða þýðingu þetta hefur fyrir leikmennina. Vítið sem Sadio tók var svona 50% mér að kenna því maður verður að láta leikmennina taka ákvörðun sjálfir hvar þeir skjóta. En ég sagði við Mané að hann þekkti markvörðinn vel og ætti því að gera ákkúrat öfugt við það sem hann ætlaði að gera. Þetta kenndi mér að það er yfirleitt betra að ég haldi bara kjafti!"
Fróðleikur:
- Liverpool vann FA bikarinn í 8. sinn.
- 16 ára bið eftir þessum bikar er lokið en ekki síðan félagið vann bikarinn fyrst árið 1965 hefur þurft að bíða svona lengi á milli bikarsigra. Árið 1965 lauk 73 ára bið!
- Jürgen Klopp er sjötti stjórinn í sögu félagsins til að vinna þennan bikar og fyrsti Þjóðverjinn.
- Þetta var 50. stóri titill félagsins og hafa sex af þeim unnist undir stjórn Klopp og allt á síðustu þrem árum.
- Jordan Henderson er fyrsti fyrirliðinn í sögu félagsins til að lyfta sex mismunandi bikurum.
- Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 2000-2001 sem Liverpool vinnur bæði Deildarbikar og FA bikarinn.
Fátt kom á óvart í byrjunarliðsvali Jürgen Klopp sem gerði fimm breytingar frá síðasta leik. Ibrahima Konaté og Andy Robertson komu inní vörnina, Jordan Henderson og Thiago inná miðjuna og Mohamed Salah í framlínuna. Þeir Joel Matip, Kostas Tsimikas, Curtis Jones og Diogo Jota settust á bekkinn og Fabinho var fjarverandi vegna meiðsla.
Ólíkt síðasta úrslitaleik liðanna byrjuðu Liverpool menn mun betur og virtust heldur betur klárir í slaginn. Luis Díaz var líflegur úti vinstra megin og hann skapaði þrisvar sinnum hættu áður en tíu mínútur voru liðnar. Fyrst átti hann sendingu fyrir markið sem Thiago rétt missti af á markteig, næst komst hann upp að endamörkum og sendi út í teiginn þar sem boltinn rúllaði framhjá Mané og Salah. Díaz komst svo einn í gegn eftir frábæra utanfótar sendingu frá Alexander-Arnold en Mendy í markinu varði, Chalobah hreinsaði frá fyrir Chelsea. Boltinn barst til Keita sem var í góðri skotstöðu en hann skaut framhjá. Færin litu líka dagsins ljós hinumegin og Pulisic komst í fína stöðu í teignum en skaut rétt framhjá og Alisson þurfti svo að koma vel út á móti þegar Alonso fékk sendingu innfyrir vinstra megin en fyrsta snerting hans var slök og Alisson bjargaði. Við Liverpool men urðum svo fyrir léttu áfalli þegar Salah gat ekki haldið leik áfram og inn í hans stað kom Diogo Jota. Portúgalinn var ekki lengi að koma sér í færi þegar hann fékk sendingu frá Robertson inn á teiginn en því miður lyfti hann boltanum yfir markið. Staðan markalaus í hálfleik og bæði lið hefðu svo sannarlega getað verið búin að skora.
Seinni hálfleikur byrjaði með stórsókn Chelsea manna. Alonso skaut rétt framhjá í fínni stöðu og átti svo aukaspyrnu frá hægri sem fór í þverslána. Á milli þessara færa þurfti Alisson svo að vera vel staðsettur til að verja skot frá Pulisic. Færin héldu áfram að koma með reglulegu millibili hjá báðum liðum en boltinn vildi bara alls ekki innfyrir línuna. Besta færi okkar manna kom seint í leiknum þegar Milner, sem hafði komið inná fyrir Keita, sendi fyrir frá hægri. Robertson var mættur á fjærstöngina og þrumaði því miður í stöngina. Skömmu áður hafði Díaz einnig skotið í stöng eftir að hafa skeiðað inn í teig og skotið að marki. Staðan eftir 90 mínútur markalaus, eins ótrúlegt og það var og því gripið til framlengingar.
Virgil van Dijk fór útaf og í hans stað kom Matip í vörnina. Að öðru leyti var framlengingin tíðindalítil, miðað við það sem hafði gengið á í leiknum fram að því. Leikmenn voru greinilega þreyttir og Klopp sendi þá Tsimikas og Firmino inná í framlengingunni, í stað Robertson og Díaz. Liðin virtust hafa sætt sig við að nú þyrfti vítaspyrnukeppni til að klára dæmið.
Chelsea unnu hlutkestið um hvoru megin vallarins ætti að hafa keppnina og völdu auðvitað markið með sína stuðningsmenn fyrir aftan. Þeir byrjuðu líka og Alonso skoraði fyrsta markið. James Milner gerði slíkt hið sama og César Azpilicueta var næstur á punktinn. Hann skaut í stöngina og Liverpool komið með yfirhöndina. Leikmenn nýttu sínar spyrnur og Sadio Mané tók fimmtu spyrnuna sem hefði getað tryggt bikarinn. Hann lét hinsvegar verja frá sér og spennan í algleymi. Hakim Ziyech skoraði fyrir Chelsea, pressan var öll á Jota sem var næstur en hann skoraði örugglega. Mason Mount var næstur í röðinni en Alisson varði frábærlega frá honum. Kostas Tsimikas gat nú tryggt sigur og það gerði hann með öruggri spyrnu í vinstra hornið en Mendy fór í hina áttina. Fagnaðarlætin brutust út og fyrsta bikarsigri félagsins í 16 ár var svo sannarlega vel fagnað.
Chelsea: Mendy, Chalobah (Azpilicueta, 105. mín.), Thiago Silva, Rüdiger, James, Jorginho, Kovacic (Kanté, 66. mín.), Alonso, Mount, Pulisic (Loftus-Cheek, 105. mín. (Barkley, 120. mín.)), Lukaku (Ziyech, 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Arrizabalaga, Werner, Saúl, Sarr.
Gult spjald: James.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk (Matip, 90. mín.), Robertson (Tsimikas, 111. mín.), Keita (Milner, 74. mín.), Henderson, Thiago, Salah (Jota, 33. mín.), Mané, Díaz (Firmino, 98. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Jones, Origi.
Maður leiksins: Luis Díaz var frábær í leiknum. Ógnaði sífellt með beinskeittum hlaupum upp kantinn en því miður varð ekki mark úr þeirri hættu sem hann skapaði. Að öðru leyti framúrskarandi leikur hjá honum.
Jürgen Klopp: ,,Ég veit að leikmenn vita hvað mér finnst um þá og það er mikilvægast. Þetta er bikar fyrir félagið allt - en auðvitað líka fyrir liðið. Við sáum fyrir leik hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í borginni, hótelið okkar var miðsvæðis og við sáum alla skemmta sér vel frá því snemma í morgun. Þegar við mættum á völlinn og sáum andlit allra í stúkunni vissum við hvað þetta var mikilvæg stund. Á vellinum sjálfum sáum við svo hvaða þýðingu þetta hefur fyrir leikmennina. Vítið sem Sadio tók var svona 50% mér að kenna því maður verður að láta leikmennina taka ákvörðun sjálfir hvar þeir skjóta. En ég sagði við Mané að hann þekkti markvörðinn vel og ætti því að gera ákkúrat öfugt við það sem hann ætlaði að gera. Þetta kenndi mér að það er yfirleitt betra að ég haldi bara kjafti!"
Fróðleikur:
- Liverpool vann FA bikarinn í 8. sinn.
- 16 ára bið eftir þessum bikar er lokið en ekki síðan félagið vann bikarinn fyrst árið 1965 hefur þurft að bíða svona lengi á milli bikarsigra. Árið 1965 lauk 73 ára bið!
- Jürgen Klopp er sjötti stjórinn í sögu félagsins til að vinna þennan bikar og fyrsti Þjóðverjinn.
- Þetta var 50. stóri titill félagsins og hafa sex af þeim unnist undir stjórn Klopp og allt á síðustu þrem árum.
- Jordan Henderson er fyrsti fyrirliðinn í sögu félagsins til að lyfta sex mismunandi bikurum.
- Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 2000-2001 sem Liverpool vinnur bæði Deildarbikar og FA bikarinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan