| Sf. Gutt
Jürgen Klopp sagði eftir FA bikarúrslitaleikinn að hann gæti ekki verið stoltari af strákunum sínum. Hann sagði að bikarinn væri fyrir leikmennina og allt félagið.
,,Ég gæti ekki verið stoltari af strákunum. Hversu hart þeir lögðu að sér. Hversu vel þeir börðust. Þetta var ótrúlegur leikur. Taugaspennan í vítaspyrnukeppninni var rosaleg. Neglurnar mínar eru búnar. Þetta var baráttu. Chelsea hefði alveg verðskuldað að vinna eins og við. Sama á við um úrslitaleikinn í Carabao bikarnum. Það skildi lítið á milli. Chelsea spilaði frábærlega en þegar upp er staðið verður bara einn sigurvegari og í dag vorum það við. Það er ekkert áhlaupaverk að vinna Fernuna og það er alveg bilað að hún sé ennþá til umræðu."
,,Liðið mitt veit nákvæmlega hvað mér finnst um það og það skiptir öllu. Aftur og enn er þetta bikar fyrir alla sem tengjast félaginu. Auðvitað fyrir allt liðið en líka fyrir allt félagið. Þegar við komum inn á leikvanginn sáum við öll þessi andlit. Líka þegar við komum á rútunni. Við sáum hvað þetta allt hafði mikla þýðingu fyrir fólkið. Inni á vellinum sáum við hvað þetta allt hafði mikla þýðingu fyrir leikmennina.
,,Það er alveg stórfenglegt að okkur skyldi takst þetta. Ótúlegt og stórfenglegt. Þetta var leikur númer 60 eða eitthvað á keppnistímabili sem er búið að vera mjög stíft. Að spila svona vel er alveg magnað. Mikilvægast er þó að nefna að Chelsea á mikla virðingu skilda. Lið þeirra er magnað og það spilaði stórvel. Allir vita að vítaspyrnukeppni er bara happdrætti. En okkur tókst þetta aftur!"
Liverpool tókst að vinna FA bikarinn í fyrsta skipti frá því 2006. Deildarbikarinn er líka kominn í hús í fyrsta skipti frá árinu 2012. Magnaður árangur!
TIL BAKA
Gæti ekki verið stoltari af strákunum!
Jürgen Klopp sagði eftir FA bikarúrslitaleikinn að hann gæti ekki verið stoltari af strákunum sínum. Hann sagði að bikarinn væri fyrir leikmennina og allt félagið.
,,Ég gæti ekki verið stoltari af strákunum. Hversu hart þeir lögðu að sér. Hversu vel þeir börðust. Þetta var ótrúlegur leikur. Taugaspennan í vítaspyrnukeppninni var rosaleg. Neglurnar mínar eru búnar. Þetta var baráttu. Chelsea hefði alveg verðskuldað að vinna eins og við. Sama á við um úrslitaleikinn í Carabao bikarnum. Það skildi lítið á milli. Chelsea spilaði frábærlega en þegar upp er staðið verður bara einn sigurvegari og í dag vorum það við. Það er ekkert áhlaupaverk að vinna Fernuna og það er alveg bilað að hún sé ennþá til umræðu."
,,Liðið mitt veit nákvæmlega hvað mér finnst um það og það skiptir öllu. Aftur og enn er þetta bikar fyrir alla sem tengjast félaginu. Auðvitað fyrir allt liðið en líka fyrir allt félagið. Þegar við komum inn á leikvanginn sáum við öll þessi andlit. Líka þegar við komum á rútunni. Við sáum hvað þetta allt hafði mikla þýðingu fyrir fólkið. Inni á vellinum sáum við hvað þetta allt hafði mikla þýðingu fyrir leikmennina.
,,Það er alveg stórfenglegt að okkur skyldi takst þetta. Ótúlegt og stórfenglegt. Þetta var leikur númer 60 eða eitthvað á keppnistímabili sem er búið að vera mjög stíft. Að spila svona vel er alveg magnað. Mikilvægast er þó að nefna að Chelsea á mikla virðingu skilda. Lið þeirra er magnað og það spilaði stórvel. Allir vita að vítaspyrnukeppni er bara happdrætti. En okkur tókst þetta aftur!"
Liverpool tókst að vinna FA bikarinn í fyrsta skipti frá því 2006. Deildarbikarinn er líka kominn í hús í fyrsta skipti frá árinu 2012. Magnaður árangur!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan