| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Óþægilegur mótherji
Jürgen Klopp vill að lið sitt verði virkilega óþægilegur mótherji fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar. Stuttu eftir að liðið lenti í París sat stjórinn fyrir svörum á blaðamannafundi og við rennum yfir það helsta hér.
Klopp var spurður að því hvort sigur í þessum leik væri sætari núna en árið 2019 vegna þess að mótherjinn núna er Real Madrid.
,,Ég hef ekki hugmynd um hvernig það verður ef við vinnum, ef ég á að vera hreinskilinn. Þið verðið að spyrja mig að þessu eftir leikinn. Eins og staðan er núna erum við rétt stilltir á undirbúninginn og að við getum gefið þeim alvöru leik, alvöru baráttu. Það er rétt að Real eru sigursælasta liðið í þessari keppni. Það eru nokkrir leikmenn í liði þeirra sem geta unnið í fimmta sinn og stjórinn gæti náð sínum fjórða bikar. Það segir ansi mikið augljóslega. Við getum ekki keypt þessa reynslu eða öðlast hana á einni nóttu. Við erum kannski ekki með sömu reynslu en við erum samt reynslumiklir einnig, erum hér í þriðja sinn á fimm árum og það er sérstakt líka. Það eina sem við hugsum um núna er hvernig við undirbúum okkur fyrir leikinn og hvernig við spilum hann. Ég hef ekki leitt hugann í eina sekúndu að því hvernig tilfinningin verður ef við vinnum því ég er nógu þolinmóður að bíða eftir stundinni, ef hún kemur og segja ykkur frá því þá."
Mun aukinn vilji Mohamed Salah til að bæta upp fyrir síðasta úrslitaleik liðanna eitthvað sem hópurinn mun nýta sér?
,,Enginn þarf að hafa áhyggjur af Mo og að hann sé að hugsa of mikið um það. Þetta er alltsaman eðlilegt. Fyrir hann var staðan mjög sérstök (árið 2018). Við töpuðum allir þann dag en hann meiddist snemma leiks og núna er hann í mjög góðu formi, hann var það svo sannarlega líka þá en tilfinningin er öðruvísi. Ef þú spyrð hann þá er það eðlilegt. Við erum allir drifnir áfram af mismunandi hlutum, hér eru 26 eða 27 leikmenn sem allir hafa sinn hátt á því að mótivera sig. Það finnst mér í góðu lagi og engin vandamál þar. Ef þetta væri eina ástæða hans til að undirbúa sig vel fyrir leikinn væri það kannski ekki rétt en raunin er ekki sú. Það er hinsvegar eðlilegt að hann vilji bæta upp fyrir hlutina. Við viljum það líka. Við höfum ekki gleymt því sem gerðist síðast, það er hinsvegar svolítið langt síðan og við getum ekki komið hingað og horft aftur á leikinn frá 2018 og hugsað að það sé eina leiðin til að vera tilbúnir í leikinn, það væri galið. Við höfum svo margar ástæður fyrir því að gefa allt okkar í leikinn og þetta er kannski ein af ástæðunum en alls ekki sú eina."
Nýtt gras var lagt á Stade de France fyrir leikinn og Klopp var spurður um það.
,,Já venjulega þegar sagt er að völlurinn líti út eins og nýr er það gott mál. Grasið er nýtt síðan í gær (fimmtudag), það eru augljóslega ekki bestu fréttirnar. Fyrir bæði lið. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar við æfum þarna á eftir en við tökum venjulega æfingu. Æfingin verður auðvitað ekki löng eða erfið vegna þess hvar við erum staddir á tímabilinu. Ég sá dómarana úti á vellinum áðan og það eru góðar fréttir að boltinn virðist skoppa eðlilega, það hjálpar. Maður sér línur í grasinu þar sem búið er að setja nýtt gras og það er líklega eitthvað sem við erum ekki vanir. En þetta er ekkert vandamál, góðu fréttirnar er þær að bæði lið spila á vellinum. Það að einhverjum fannst góð hugmynd að setja nýtt gras rétt fyrir leik er áhugavert ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta hefur ekki drepið niður stemmninguna neitt. Ég er mjög ánægður að vera hér. Við erum mættir og spilum leikinn og þar við situr. Svo lengi sem bæði lið glíma við sömu aðstæður þá er allt gott fyrir mína parta."
Klopp ræddi einnig um Sadio Mané, hans hugarfar fyrir leik og tímabilið sem Naby Keita hefur átt.
,,Sadio er í sínu allra besta formi, alveg klárt. Það er frábært að horfa á hann á æfingum og í leikjum. Við biðjum um mikið frá honum og í raun knattspyrnan í heild allt tímabilið. Það hefur verið langt og strangt fyrir hann, mikið af úrslitaleikjum og svoleiðis. Hingað til hefur hann verið sigursæll og við í raun líka. Varðandi orðrómana um Bayern München þá gæti mér ekki verið meira sama. Við erum með fullan fókus á leikinn. Sadio er fullkomlega einbeittur á leikinn og veit nákvæmlega hversu mikilvægt þetta er fyrir hann og okkur. Ég hef engar áhyggjur, þetta er alltsaman eðlilegt. Ekki í fyrsta sinn á mínum ferli sem orðrómur um Bayern München kemur upp rétt fyrir stórleik. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég hef gert til að þetta gerist en þetta er ekkert vandamál."
,,Varðandi Naby þá er það rétt að allir hafa gott af því, sérstaklega leikmenn auðvitað, að geta æft og spilað reglulega. Það er mögulegt þegar maður er ekki meiddur og það hefur gerst hjá Naby á þessu tímabili. Hann er á fullkomnum aldri, öðlast sífellt meiri reynslu. Leikmenn sem koma til félagsins þurfa aðlögunartíma og það var ekkert öðruvísi hjá Naby. Á miðjunni er sérstaklega nauðsynlegt að læra hvernig við spilum og sem dæmi þurfti Fabinho þennan tíma líka. Vandamálið var að eftir að Naby var búinn að læra inná leik okkar þá meiddist hann og það hjálpaði ekki. Núna er hann aftur kominn á góðan stað og hingað til hefur hann átt gott tímabil, hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður og þannig er það."
Klopp svaraði svo því hvort að ástand vallarins gæti haft áhrif á gæði leiksins og það hvaða þýðingu það hefði fyrir leikmannahópinn ef þeir lyfta bikarnum að leik loknum.
,,Tvær mismunandi spurningar, við skulum byrja á vellinum. Ég held að bæði lið eru mjög tæknileg og ef maður væri staddur í draumalandi þá myndi maður óska þess að völlurinn væri sá best sem maður hefur séð á ævinni. Það er augljóslega ekki staðan. Þið munið heyra það sama frá Carlo Ancelotti eftir að Real hafa tekið sína æfingu. Auðvitað er það þannig að ef maður vinnur þá skiptir völlurinn engu máli, það er auðvelt að segja það. Ég veit ekki hversu góður eða slæmur völlurinn er því ég er bara rétt búinn að berja hann augum. Dómararnir voru þarna áðan og boltinn skoppaði eðlilega, það er gott mál. Núna tökum við æfingu þar og kannski verður þetta fullkomið þó svo það líti ekki út fyrir það, við sjáum til. Ég vona bara að enginn fari að búa til fyrirsagnir um þetta, að ég sé að kvarta og kveina yfir vellinum því ég er ekki að því. Þegar maður horfir á völlinn þá finnst manni að hann gæti litið öðruvísi út en við þurfum að fá tilfinningu fyrir honum. Það er mjög mikilvægt. Yfirleitt eru þessar æfingar daginn fyrir leik meira fyrir ykkur fjölmiðlafólk vegna þess að þið viljið sjá okkur hér, við þurfum að vera hér því UEFA segja okkur að gera það. Í dag er ég mjög ánægður með að vera hér því nú getum við fengið tilfinninguna fyrir grasinu, sent nokkrar sendingar og svo sjáum við til."
,,Það myndi svo vera gríðarlega þýðingarmikið fyrir leikmennina að lyfta bikarnum, að sjálfsögðu. Þetta er heimurinn sem við lifum í, menn eru dæmdir af úrslitaleik. Ég held hinsvegar að ef maður fylgist vel með boltanum þá hafa leikmenn mínir verið ótrúlegir allt tímabilið, en þegar upp er staðið er mælikvarðinn alltaf liturinn á medalíunni sem menn fá um hálsinn eftir leik. Þannig er það og í fínu lagi hvað okkur varðar, sagan mun dæma okkur af því hvað fólk kemur til með að ræða eftir leikinn. Ég er hinsvegar meira en ánægður og stoltur af því sem við höfum gert hingað til. Það er ansi sérstakt. Margir leikir, margir úrslitaleikir, margar stórar ákvarðanir og aðstæður eins og til dæmis vítaspyrnukeppnir. Það eru kannski einhverjir þarna úti sem hugsa, þeir hafa bara unnið eftir vítaspyrnukeppnir. En trúið mér, eftir 120 mínútur af því að spila við Chelsea og að vera svo samt tilbúinn til að taka þátt í vítaspyrnukeppni er eitt það erfiðasta sem hægt er að ímynda sér. Frá mínum bæjardyrum séð er þá mun mér líða betur ef við vinnum leikinn, klárlega mun betur, en ákkúrat núna er það eina sem ég hef áhyggjur af hvernig við getum látið það gerast."
Stjórinn fór einnig yfir það hvað hefur breyst frá úrslitaleiknum árið 2018.
,,Hvað sem maður gerir þarna úti í heiminum þá verður maður að öðlast reynslu. Þannig að fyrsta daginn sem maður er í nýju starfi getur maður ekki sagt vá hvað þetta var besti dagur lífs míns og ég kunni allt sem ég átti að gera. En svo heldur maður áfram og nær sínum fyrsta litla sigri, litlir hlutir smella hér og þar og allt í einu er maður kominn á stóra sviðið og maður þarf að standa sig. Við stóðum okkur vel þetta kvöld (2018) en aðrar kringumstæður hittu illa á okkur, við gátum ekki brugðist við því tímabilið var orðið ansi langt þá líka og við mættum í leikinn eiginlega bara á þremur dekkjum. Ég held að við höfum ekki einu sinni verið með fullmannaðan bekk, ég er ekki 100% viss en kannski gátum við ekki fyllt hann alveg. En leikmenn komu til baka úr meiðslum, lykilmenn komu til baka en svo gerðist það sem gerðist fyrir Mo og við fengum mörk á okkur. Markvörður okkar fékk heilahristing, ég veit að enginn hugsar lengur um það að hann hafi fengið höfuðhögg, en það var sannað eftirá, ekki á meðan leik stóð. Þannig að margir hlutir gerðust vissulega."
,,Þetta var engu að síður mikilvægt og maður þarf að læra að sigra. Maður getur ekki beðið eftir því og allir eru að segja að maður verði að vinna, þú verður að vinna. En ég hef sagt það nokkrum sinnum áður að ég þurfti að læra það á erfiðan hátt. Sem betur fer höfum við unnið nokkra titla undanfarið og við þurftum allir að læra og liðið hefur gert það. Vandamálið núna er að við erum að mæta liði sem hefur aldrei tapað úrslitaleik. Einhver sagði einhverntímann að því oftar sem maður sigrar því styttra hlýtur að vera í það að maður tapi - ég er ekki viss um að Real Madrid hugsi þannig en mig dreymir örlítið um það, staðan er þannig. Strákarnir hafa þróast ótrúlega mikið undanfarin ár. Félagið er á góðum stað, allir eru vel tengdir saman. Við vitum að við erum hluti af stóru félagi, risastóru í rauninni og strákarnir sem eru hér eru ákkúrat réttu mennirnir fyrir stórt félag, fólk horfði öðruvísi á það þegar ég tók við sem stjóri. En við erum á góðum stað og allir eru tilbúnir fyrir þennan leik, 2018 var mikilvægur leikur og 2019 jafnvel enn meira. Við skulum því sjá hvað við getum gert núna."
Er sigur í Meistaradeild eitthvað sem eykur líkur Sadio Mané á því að vinna Gullknöttinn?
,,Þegar maður hugsar um hvernig menn vinna þessi verðlaun, líklega já. Þú ert annaðhvort Ronaldo, Messi eða þú vinnur Meistaradeildina. Ég held að það sé leiðin að þessum verðlaunum og þannig hefur það verið undanfarin ár. Þannig að, já, þetta eykur líkurnar alveg örugglega."
Klopp svaraði því svo hvernig Liverpool munu nálgast leikinn, á sinn venjulega máta eða hvort reynt verður að koma Real Madrid á óvart.
,,Ef ég myndi gera eitthvað sem kæmi leikmönnum mínum á óvart núna, þá myndu þeir ábyggilega halda að ég væri taugaóstyrkur, ef ég færi allt í einu að draga kanínu uppúr hatti þá væri það skrýtið. Ég hef trú á því að ef maður gerir ávallt réttu hlutina þá er rétt að gera það sama fyrir úrslitaleik. En maður þarf auðvitað að gera það allra hæsta stigi. Við höfum augljóslega spilað mjög góða leiki á tímabilinu, við erum ekki hér óvænt eða af því við fengum miða eða eitthvað svoleiðis - við eigum þetta skilið. Ef við höldum okkur á tánum þá er allt í standi og ef við náum góðum leik getum við verið mjög óþægilegur andstæðingur. Það þurfum við að vera. Við getum rætt um hvað Real Madrid hafa áorkað í fortíðinni eða á þessu tímabili, hversu góðir leikmenn þeirra eru, við gætum örugglega skrifað heila bók um þetta lið. En við erum góðir líka og það viljum við sýna."
Að lokum var Klopp spurður að því hvort leikurinn hafi einhver sérstaka þýðingu fyrir utan þetta knattspyrnulega.
,,Þangað til ég fékk þessa spurningu hafði ég bara mínar venjulegu áhyggjur af leiknum ef ég á að vera hreinskilinn. Ég sit hér á blaðamannafundi og er ekki viss um hvort þið búist við einhverjum pólitískum skilaboðum frá mér núna. Ég er ánægður með að leikurinn skuli vera í París og það eru þúsund ástæður fyrir því. Stríðið er ennþá í gangi og það þarf að hugsa um það. Horfum á þetta svona, leikurinn fer fram og ekki í Sankti Pétursborg eru réttu skilaboðin til Rússlands. Lífið heldur áfram jafnvel þótt maður reyni að eyðileggja það. Við spilum þennan úrslitaleik fyrir alla, ekki bara Úkraínu heldur alla. Ég er nokkuð viss um að einhverjir þar geti horft á leikinn og við erum að sjálfsögðu að spila fyrir ykkur líka, 100 prósent."
Klopp var spurður að því hvort sigur í þessum leik væri sætari núna en árið 2019 vegna þess að mótherjinn núna er Real Madrid.
,,Ég hef ekki hugmynd um hvernig það verður ef við vinnum, ef ég á að vera hreinskilinn. Þið verðið að spyrja mig að þessu eftir leikinn. Eins og staðan er núna erum við rétt stilltir á undirbúninginn og að við getum gefið þeim alvöru leik, alvöru baráttu. Það er rétt að Real eru sigursælasta liðið í þessari keppni. Það eru nokkrir leikmenn í liði þeirra sem geta unnið í fimmta sinn og stjórinn gæti náð sínum fjórða bikar. Það segir ansi mikið augljóslega. Við getum ekki keypt þessa reynslu eða öðlast hana á einni nóttu. Við erum kannski ekki með sömu reynslu en við erum samt reynslumiklir einnig, erum hér í þriðja sinn á fimm árum og það er sérstakt líka. Það eina sem við hugsum um núna er hvernig við undirbúum okkur fyrir leikinn og hvernig við spilum hann. Ég hef ekki leitt hugann í eina sekúndu að því hvernig tilfinningin verður ef við vinnum því ég er nógu þolinmóður að bíða eftir stundinni, ef hún kemur og segja ykkur frá því þá."
Mun aukinn vilji Mohamed Salah til að bæta upp fyrir síðasta úrslitaleik liðanna eitthvað sem hópurinn mun nýta sér?
,,Enginn þarf að hafa áhyggjur af Mo og að hann sé að hugsa of mikið um það. Þetta er alltsaman eðlilegt. Fyrir hann var staðan mjög sérstök (árið 2018). Við töpuðum allir þann dag en hann meiddist snemma leiks og núna er hann í mjög góðu formi, hann var það svo sannarlega líka þá en tilfinningin er öðruvísi. Ef þú spyrð hann þá er það eðlilegt. Við erum allir drifnir áfram af mismunandi hlutum, hér eru 26 eða 27 leikmenn sem allir hafa sinn hátt á því að mótivera sig. Það finnst mér í góðu lagi og engin vandamál þar. Ef þetta væri eina ástæða hans til að undirbúa sig vel fyrir leikinn væri það kannski ekki rétt en raunin er ekki sú. Það er hinsvegar eðlilegt að hann vilji bæta upp fyrir hlutina. Við viljum það líka. Við höfum ekki gleymt því sem gerðist síðast, það er hinsvegar svolítið langt síðan og við getum ekki komið hingað og horft aftur á leikinn frá 2018 og hugsað að það sé eina leiðin til að vera tilbúnir í leikinn, það væri galið. Við höfum svo margar ástæður fyrir því að gefa allt okkar í leikinn og þetta er kannski ein af ástæðunum en alls ekki sú eina."
Nýtt gras var lagt á Stade de France fyrir leikinn og Klopp var spurður um það.
,,Já venjulega þegar sagt er að völlurinn líti út eins og nýr er það gott mál. Grasið er nýtt síðan í gær (fimmtudag), það eru augljóslega ekki bestu fréttirnar. Fyrir bæði lið. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar við æfum þarna á eftir en við tökum venjulega æfingu. Æfingin verður auðvitað ekki löng eða erfið vegna þess hvar við erum staddir á tímabilinu. Ég sá dómarana úti á vellinum áðan og það eru góðar fréttir að boltinn virðist skoppa eðlilega, það hjálpar. Maður sér línur í grasinu þar sem búið er að setja nýtt gras og það er líklega eitthvað sem við erum ekki vanir. En þetta er ekkert vandamál, góðu fréttirnar er þær að bæði lið spila á vellinum. Það að einhverjum fannst góð hugmynd að setja nýtt gras rétt fyrir leik er áhugavert ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta hefur ekki drepið niður stemmninguna neitt. Ég er mjög ánægður að vera hér. Við erum mættir og spilum leikinn og þar við situr. Svo lengi sem bæði lið glíma við sömu aðstæður þá er allt gott fyrir mína parta."
Klopp ræddi einnig um Sadio Mané, hans hugarfar fyrir leik og tímabilið sem Naby Keita hefur átt.
,,Sadio er í sínu allra besta formi, alveg klárt. Það er frábært að horfa á hann á æfingum og í leikjum. Við biðjum um mikið frá honum og í raun knattspyrnan í heild allt tímabilið. Það hefur verið langt og strangt fyrir hann, mikið af úrslitaleikjum og svoleiðis. Hingað til hefur hann verið sigursæll og við í raun líka. Varðandi orðrómana um Bayern München þá gæti mér ekki verið meira sama. Við erum með fullan fókus á leikinn. Sadio er fullkomlega einbeittur á leikinn og veit nákvæmlega hversu mikilvægt þetta er fyrir hann og okkur. Ég hef engar áhyggjur, þetta er alltsaman eðlilegt. Ekki í fyrsta sinn á mínum ferli sem orðrómur um Bayern München kemur upp rétt fyrir stórleik. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég hef gert til að þetta gerist en þetta er ekkert vandamál."
,,Varðandi Naby þá er það rétt að allir hafa gott af því, sérstaklega leikmenn auðvitað, að geta æft og spilað reglulega. Það er mögulegt þegar maður er ekki meiddur og það hefur gerst hjá Naby á þessu tímabili. Hann er á fullkomnum aldri, öðlast sífellt meiri reynslu. Leikmenn sem koma til félagsins þurfa aðlögunartíma og það var ekkert öðruvísi hjá Naby. Á miðjunni er sérstaklega nauðsynlegt að læra hvernig við spilum og sem dæmi þurfti Fabinho þennan tíma líka. Vandamálið var að eftir að Naby var búinn að læra inná leik okkar þá meiddist hann og það hjálpaði ekki. Núna er hann aftur kominn á góðan stað og hingað til hefur hann átt gott tímabil, hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður og þannig er það."
Klopp svaraði svo því hvort að ástand vallarins gæti haft áhrif á gæði leiksins og það hvaða þýðingu það hefði fyrir leikmannahópinn ef þeir lyfta bikarnum að leik loknum.
,,Tvær mismunandi spurningar, við skulum byrja á vellinum. Ég held að bæði lið eru mjög tæknileg og ef maður væri staddur í draumalandi þá myndi maður óska þess að völlurinn væri sá best sem maður hefur séð á ævinni. Það er augljóslega ekki staðan. Þið munið heyra það sama frá Carlo Ancelotti eftir að Real hafa tekið sína æfingu. Auðvitað er það þannig að ef maður vinnur þá skiptir völlurinn engu máli, það er auðvelt að segja það. Ég veit ekki hversu góður eða slæmur völlurinn er því ég er bara rétt búinn að berja hann augum. Dómararnir voru þarna áðan og boltinn skoppaði eðlilega, það er gott mál. Núna tökum við æfingu þar og kannski verður þetta fullkomið þó svo það líti ekki út fyrir það, við sjáum til. Ég vona bara að enginn fari að búa til fyrirsagnir um þetta, að ég sé að kvarta og kveina yfir vellinum því ég er ekki að því. Þegar maður horfir á völlinn þá finnst manni að hann gæti litið öðruvísi út en við þurfum að fá tilfinningu fyrir honum. Það er mjög mikilvægt. Yfirleitt eru þessar æfingar daginn fyrir leik meira fyrir ykkur fjölmiðlafólk vegna þess að þið viljið sjá okkur hér, við þurfum að vera hér því UEFA segja okkur að gera það. Í dag er ég mjög ánægður með að vera hér því nú getum við fengið tilfinninguna fyrir grasinu, sent nokkrar sendingar og svo sjáum við til."
,,Það myndi svo vera gríðarlega þýðingarmikið fyrir leikmennina að lyfta bikarnum, að sjálfsögðu. Þetta er heimurinn sem við lifum í, menn eru dæmdir af úrslitaleik. Ég held hinsvegar að ef maður fylgist vel með boltanum þá hafa leikmenn mínir verið ótrúlegir allt tímabilið, en þegar upp er staðið er mælikvarðinn alltaf liturinn á medalíunni sem menn fá um hálsinn eftir leik. Þannig er það og í fínu lagi hvað okkur varðar, sagan mun dæma okkur af því hvað fólk kemur til með að ræða eftir leikinn. Ég er hinsvegar meira en ánægður og stoltur af því sem við höfum gert hingað til. Það er ansi sérstakt. Margir leikir, margir úrslitaleikir, margar stórar ákvarðanir og aðstæður eins og til dæmis vítaspyrnukeppnir. Það eru kannski einhverjir þarna úti sem hugsa, þeir hafa bara unnið eftir vítaspyrnukeppnir. En trúið mér, eftir 120 mínútur af því að spila við Chelsea og að vera svo samt tilbúinn til að taka þátt í vítaspyrnukeppni er eitt það erfiðasta sem hægt er að ímynda sér. Frá mínum bæjardyrum séð er þá mun mér líða betur ef við vinnum leikinn, klárlega mun betur, en ákkúrat núna er það eina sem ég hef áhyggjur af hvernig við getum látið það gerast."
Stjórinn fór einnig yfir það hvað hefur breyst frá úrslitaleiknum árið 2018.
,,Hvað sem maður gerir þarna úti í heiminum þá verður maður að öðlast reynslu. Þannig að fyrsta daginn sem maður er í nýju starfi getur maður ekki sagt vá hvað þetta var besti dagur lífs míns og ég kunni allt sem ég átti að gera. En svo heldur maður áfram og nær sínum fyrsta litla sigri, litlir hlutir smella hér og þar og allt í einu er maður kominn á stóra sviðið og maður þarf að standa sig. Við stóðum okkur vel þetta kvöld (2018) en aðrar kringumstæður hittu illa á okkur, við gátum ekki brugðist við því tímabilið var orðið ansi langt þá líka og við mættum í leikinn eiginlega bara á þremur dekkjum. Ég held að við höfum ekki einu sinni verið með fullmannaðan bekk, ég er ekki 100% viss en kannski gátum við ekki fyllt hann alveg. En leikmenn komu til baka úr meiðslum, lykilmenn komu til baka en svo gerðist það sem gerðist fyrir Mo og við fengum mörk á okkur. Markvörður okkar fékk heilahristing, ég veit að enginn hugsar lengur um það að hann hafi fengið höfuðhögg, en það var sannað eftirá, ekki á meðan leik stóð. Þannig að margir hlutir gerðust vissulega."
,,Þetta var engu að síður mikilvægt og maður þarf að læra að sigra. Maður getur ekki beðið eftir því og allir eru að segja að maður verði að vinna, þú verður að vinna. En ég hef sagt það nokkrum sinnum áður að ég þurfti að læra það á erfiðan hátt. Sem betur fer höfum við unnið nokkra titla undanfarið og við þurftum allir að læra og liðið hefur gert það. Vandamálið núna er að við erum að mæta liði sem hefur aldrei tapað úrslitaleik. Einhver sagði einhverntímann að því oftar sem maður sigrar því styttra hlýtur að vera í það að maður tapi - ég er ekki viss um að Real Madrid hugsi þannig en mig dreymir örlítið um það, staðan er þannig. Strákarnir hafa þróast ótrúlega mikið undanfarin ár. Félagið er á góðum stað, allir eru vel tengdir saman. Við vitum að við erum hluti af stóru félagi, risastóru í rauninni og strákarnir sem eru hér eru ákkúrat réttu mennirnir fyrir stórt félag, fólk horfði öðruvísi á það þegar ég tók við sem stjóri. En við erum á góðum stað og allir eru tilbúnir fyrir þennan leik, 2018 var mikilvægur leikur og 2019 jafnvel enn meira. Við skulum því sjá hvað við getum gert núna."
Er sigur í Meistaradeild eitthvað sem eykur líkur Sadio Mané á því að vinna Gullknöttinn?
,,Þegar maður hugsar um hvernig menn vinna þessi verðlaun, líklega já. Þú ert annaðhvort Ronaldo, Messi eða þú vinnur Meistaradeildina. Ég held að það sé leiðin að þessum verðlaunum og þannig hefur það verið undanfarin ár. Þannig að, já, þetta eykur líkurnar alveg örugglega."
Klopp svaraði því svo hvernig Liverpool munu nálgast leikinn, á sinn venjulega máta eða hvort reynt verður að koma Real Madrid á óvart.
,,Ef ég myndi gera eitthvað sem kæmi leikmönnum mínum á óvart núna, þá myndu þeir ábyggilega halda að ég væri taugaóstyrkur, ef ég færi allt í einu að draga kanínu uppúr hatti þá væri það skrýtið. Ég hef trú á því að ef maður gerir ávallt réttu hlutina þá er rétt að gera það sama fyrir úrslitaleik. En maður þarf auðvitað að gera það allra hæsta stigi. Við höfum augljóslega spilað mjög góða leiki á tímabilinu, við erum ekki hér óvænt eða af því við fengum miða eða eitthvað svoleiðis - við eigum þetta skilið. Ef við höldum okkur á tánum þá er allt í standi og ef við náum góðum leik getum við verið mjög óþægilegur andstæðingur. Það þurfum við að vera. Við getum rætt um hvað Real Madrid hafa áorkað í fortíðinni eða á þessu tímabili, hversu góðir leikmenn þeirra eru, við gætum örugglega skrifað heila bók um þetta lið. En við erum góðir líka og það viljum við sýna."
Að lokum var Klopp spurður að því hvort leikurinn hafi einhver sérstaka þýðingu fyrir utan þetta knattspyrnulega.
,,Þangað til ég fékk þessa spurningu hafði ég bara mínar venjulegu áhyggjur af leiknum ef ég á að vera hreinskilinn. Ég sit hér á blaðamannafundi og er ekki viss um hvort þið búist við einhverjum pólitískum skilaboðum frá mér núna. Ég er ánægður með að leikurinn skuli vera í París og það eru þúsund ástæður fyrir því. Stríðið er ennþá í gangi og það þarf að hugsa um það. Horfum á þetta svona, leikurinn fer fram og ekki í Sankti Pétursborg eru réttu skilaboðin til Rússlands. Lífið heldur áfram jafnvel þótt maður reyni að eyðileggja það. Við spilum þennan úrslitaleik fyrir alla, ekki bara Úkraínu heldur alla. Ég er nokkuð viss um að einhverjir þar geti horft á leikinn og við erum að sjálfsögðu að spila fyrir ykkur líka, 100 prósent."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan