| Sf. Gutt
Evrópubikarinn fór til Madrídar eftir að Real Madrid lagði Liverpool að velli 1:0 í Stade de France leikvanginum í París í kvöld. Mikil vonbrigði en árangur Liverpool á leiktíðinni er samt frábær!
Liverpool gat stillt upp sínu besta liði. Þeir Fabinho Tavarez og Thiago Alcântara voru leikfærir og komu inn í byrjunarliðið. Luiz Díaz var valinn í framlínuna við hlið Sadio Mané og Mohamed Salah. Ibrahima Konaté var svo við hliðina á Virgil van Dijk. Aðrir leikmenn voru sjálfvaldir ef svo mætti segja.
Upphaf leiks frestaðist um rúma hálfa klukkustund eftir að miklar tafir urðu á að hleypa fólki inn á leikvanginn. Í því verða framkvæmdaaðilar leiksins að bera ábyrgð. Fólk með gilda miða mátti bíða óratíma. Troðningur varð og aðstæður óþægilegar hvað mest mátti verða. Gersamlega ólíðandi að ekki sé hægt að hleypa fólki inn á viðburð sem þennan vandræðalaust.
Leikurinn sjálfur var rólegur til að byrja með en svo tók Liverpool frumkvæðið. Eftir um stundarfjórðung sendi Trent Alexander-Arnold fyrir markið á Mohamed Salah. Egyptinn náði ekki fullkomnu skoti en boltinn fór samt á markið og Thibaut Courtois gerði vel í að verja með því að kasta sér niður. Sadio Mané ógnaði svo nokkrum mínútum seinna með skoti sem Thibaut varði meistaralega í stöng. Boltinn fór í innanverða stöngina áður en frekari hættu varð afstýrt.
Liverpool var með undirtökin en Real varðist vel. Rétt fyrir hálfleik má segja að fyrsta hættulega sókn spænsku meistaranna hafi litið dagsins ljós. Eftir hamagang við markteiginn skoraði Karim Benzema af stuttu færi. Hann var þó dæmdur rangstæður eftir langa skoðun í sjónvarpinu. Reyndar dæmdi línuvörðurinn hann rangstæðan strax í upphafi. Ekkert mark skorað í fyrri hálfleik.
Real voru heldur sókndjarfari eftir hlé og komust yfir á 59. mínútu. Federico Valverde gaf fyrir frá hægri. Trent gleymdi sér aðeins og boltinn fór beinustu leið á Vinícius Júnior sem skoraði dauðafrír á fjærstöng af stuttu færi. Trent hefði átt að valda manninn betur og því fór sem fór.
Tíu mínutum seinna gaf Jordan Henderson fyrir markið frá hægri. Varamaðurinn Diogo Jota skallaði boltann til baka yfir á fjærsstöng. Þangað var Mohamed kominn og náði að stýra boltanum að marki alveg við stöngina en Thibaut varði með fæti. Sókn Liverpool þyngdist jafnt og þétt og á 82. mínútu sendi Fabinho Tavarez á Mohamed. Hann lék á varnarmann og náði skoti sem virtist ætla að hafna í markinu en Thibaut náði á ótrúlegan hátt að slæma hendi í boltann og verja. Allar tilraunir Liverpool til að jafna komu fyrir ekki og Real hafði sigur!
Liverpool lék vel í leiknum en náði ekki sínum allra besta leik. Samt stendur eftir að markmaður Real Madrid var besti maður vallarins og segir það sína sögu um gang leiksins. Hann bjargaði Real frá tapi!
Þrátt fyrir að Liverpool hafi ekki náð tveimur stærstu titlunum og Fernu eða Þrennu þá vann liðið Tvennu. Deildarbikrinn og FA bikarinn verða í vörslu Liverpool F.C. næsta árið. Báðir þeir titlar unnust loksins eftir of langt hlé. Stuðningsmenn Liverpool geta því vel við unað eftir frábært keppnistímabil. Það hefði getað verið betra en líka mun verra. Allir mögulegir leikir leiknir og aðeins fjögur töp í fjórum keppnum. Vonbrigði vissulega en samt gleði og ánægja!
Gul spjöld: Fabinho Tavarez.
Mark Real Madrid: Vinícius Júnior (58. mín.).
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var staðráðinn í að bæta upp fyrir vonbrigðin í Kiev. Hann náði því ekki en var ógnandi og markmaður Real Madrid kom í veg fyrir að hann skoraði eitt eða tvö mörk.
Jürgen Klopp: Eftir leikinn sá ég að liðin voru jafn mikið með boltann. Við áttum miklu fleiri skot og eins á rammann. Real var samt yfir í mikilvægasta tölfræðiliðnum. Þeir skoruðu mark en við ekki. Það er einfaldasta útskýringin í knattspyrnuheiminum.
- Liverpool lék til úrslita um Evrópubikarinn í tíunda sinn.
- Liverpool hefur unnið bikarinn sex sinnum
- Real Madrid vann Evrópubikarinn í 14. sinn.
- Liverpool lék 63 leiki á leiktíðinni og tapaði aðeins fjórum.
- Liverpool vann FA bikarinn í áttunda sinn og Deildarbikarinn í níunda skipti.
TIL BAKA
Evrópubikarinn fór til Madrídar
Evrópubikarinn fór til Madrídar eftir að Real Madrid lagði Liverpool að velli 1:0 í Stade de France leikvanginum í París í kvöld. Mikil vonbrigði en árangur Liverpool á leiktíðinni er samt frábær!
Liverpool gat stillt upp sínu besta liði. Þeir Fabinho Tavarez og Thiago Alcântara voru leikfærir og komu inn í byrjunarliðið. Luiz Díaz var valinn í framlínuna við hlið Sadio Mané og Mohamed Salah. Ibrahima Konaté var svo við hliðina á Virgil van Dijk. Aðrir leikmenn voru sjálfvaldir ef svo mætti segja.
Upphaf leiks frestaðist um rúma hálfa klukkustund eftir að miklar tafir urðu á að hleypa fólki inn á leikvanginn. Í því verða framkvæmdaaðilar leiksins að bera ábyrgð. Fólk með gilda miða mátti bíða óratíma. Troðningur varð og aðstæður óþægilegar hvað mest mátti verða. Gersamlega ólíðandi að ekki sé hægt að hleypa fólki inn á viðburð sem þennan vandræðalaust.
Leikurinn sjálfur var rólegur til að byrja með en svo tók Liverpool frumkvæðið. Eftir um stundarfjórðung sendi Trent Alexander-Arnold fyrir markið á Mohamed Salah. Egyptinn náði ekki fullkomnu skoti en boltinn fór samt á markið og Thibaut Courtois gerði vel í að verja með því að kasta sér niður. Sadio Mané ógnaði svo nokkrum mínútum seinna með skoti sem Thibaut varði meistaralega í stöng. Boltinn fór í innanverða stöngina áður en frekari hættu varð afstýrt.
Liverpool var með undirtökin en Real varðist vel. Rétt fyrir hálfleik má segja að fyrsta hættulega sókn spænsku meistaranna hafi litið dagsins ljós. Eftir hamagang við markteiginn skoraði Karim Benzema af stuttu færi. Hann var þó dæmdur rangstæður eftir langa skoðun í sjónvarpinu. Reyndar dæmdi línuvörðurinn hann rangstæðan strax í upphafi. Ekkert mark skorað í fyrri hálfleik.
Real voru heldur sókndjarfari eftir hlé og komust yfir á 59. mínútu. Federico Valverde gaf fyrir frá hægri. Trent gleymdi sér aðeins og boltinn fór beinustu leið á Vinícius Júnior sem skoraði dauðafrír á fjærstöng af stuttu færi. Trent hefði átt að valda manninn betur og því fór sem fór.
Tíu mínutum seinna gaf Jordan Henderson fyrir markið frá hægri. Varamaðurinn Diogo Jota skallaði boltann til baka yfir á fjærsstöng. Þangað var Mohamed kominn og náði að stýra boltanum að marki alveg við stöngina en Thibaut varði með fæti. Sókn Liverpool þyngdist jafnt og þétt og á 82. mínútu sendi Fabinho Tavarez á Mohamed. Hann lék á varnarmann og náði skoti sem virtist ætla að hafna í markinu en Thibaut náði á ótrúlegan hátt að slæma hendi í boltann og verja. Allar tilraunir Liverpool til að jafna komu fyrir ekki og Real hafði sigur!
Liverpool lék vel í leiknum en náði ekki sínum allra besta leik. Samt stendur eftir að markmaður Real Madrid var besti maður vallarins og segir það sína sögu um gang leiksins. Hann bjargaði Real frá tapi!
Þrátt fyrir að Liverpool hafi ekki náð tveimur stærstu titlunum og Fernu eða Þrennu þá vann liðið Tvennu. Deildarbikrinn og FA bikarinn verða í vörslu Liverpool F.C. næsta árið. Báðir þeir titlar unnust loksins eftir of langt hlé. Stuðningsmenn Liverpool geta því vel við unað eftir frábært keppnistímabil. Það hefði getað verið betra en líka mun verra. Allir mögulegir leikir leiknir og aðeins fjögur töp í fjórum keppnum. Vonbrigði vissulega en samt gleði og ánægja!
Gul spjöld: Fabinho Tavarez.
Mark Real Madrid: Vinícius Júnior (58. mín.).
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var staðráðinn í að bæta upp fyrir vonbrigðin í Kiev. Hann náði því ekki en var ógnandi og markmaður Real Madrid kom í veg fyrir að hann skoraði eitt eða tvö mörk.
Jürgen Klopp: Eftir leikinn sá ég að liðin voru jafn mikið með boltann. Við áttum miklu fleiri skot og eins á rammann. Real var samt yfir í mikilvægasta tölfræðiliðnum. Þeir skoruðu mark en við ekki. Það er einfaldasta útskýringin í knattspyrnuheiminum.
Fróðleikur
- Liverpool lék til úrslita um Evrópubikarinn í tíunda sinn.
- Liverpool hefur unnið bikarinn sex sinnum
- Real Madrid vann Evrópubikarinn í 14. sinn.
- Liverpool lék 63 leiki á leiktíðinni og tapaði aðeins fjórum.
- Liverpool vann FA bikarinn í áttunda sinn og Deildarbikarinn í níunda skipti.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan