| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Leikmenn halda á braut
Eins og venja er á sumrin eru samningar við nokkra leikmenn aðalliðsins og Akademíunnar ekki endurnýjaðir. Liverpool hefur gefið út lista af þeim leikmönnum sem halda nú á braut.
Efstur á blaði er goðsögnin Divock Origi en hann kom til félagsins fyrir átta árum síðan frá franska félaginu Lille. Fyrsta tímabilið var hann áfram á láni hjá Lille en árið 2015 hófst ferill hans hjá Liverpool fyrir alvöru og næstu ár þar á eftir skrifaði hann sig svo sannarlega í sögubækurnar.
Origi skoraði sex mörk gegn Everton með Liverpool og eftirminnilegast er auðvitað sigurmarkið á 96. mínútu fyrir framan Kop stúkuna í desember árið 2018. Síðasta mark hans gegn erkifjendunum kom svo auðvitað nú í apríl og tryggði Belginn þar með 2-0 sigur. Framlag hans til sjötta Evrópumeistara titils félagsins er einnig lengi í minnum haft. Origi skoraði tvö mörk í ótrúlegum endurkomusigri gegn Barcelona í undanúrslitum árið 2019 og allir muna eftir snöggri hornspyrnu Trent Alexander-Arnold sem rataði á Origi í teignum, hann kláraði færið snilldarlega og kom þar með Liverpool í 4-3 forystu í einvíginu. Í úrslitaleiknum gegn Tottenham í Madrid kom Origi svo inn af bekknum og tryggði 2-0 sigur seint í leiknum með frábæru marki.
Árið eftir kom Origi við sögu í 28 leikjum þegar fyrsti Englandsmeistara titill félagsins í 30 ár vannst. Að auki hefur hann fagnað sigri með félaginu í Heimsmeistarakeppni félagsliða, Ofurbikar Evrópu, FA bikarnum og Deildarbikarnum.
Alls spilaði hann 175 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skoraði 41 mark. Origi kveður svo sannarlega sem ein af goðsögnum félgsins undanfarin ár.
Þá munu þeir Loris Karius, Sheyi Ojo og Ben Woodburn kveðja Liverpool í sumar. Karius kom sumarið 2016 frá Mainz í Þýskalandi og spilaði 49 leiki á tveimur fyrstu tímabilum sínum hjá liðinu. Hann spilaði alla leiki í Meistaradeildinni tímabilið 2017-18 þegar liðið fór alla leið í úrslit gegn Real Madrid en úrslitaleikurinn endaði í eintómum vonbrigðum, ekki síst fyrir hann persónulega og ferill hans hjá Liverpool varð aldrei samur. Hann fór á láni til Besiktas í Tyrklandi og Union Berlín í Þýskalandi og allt síðasta tímabil var hann hluti af markvarðateyminu en fékk aldrei tækifæri.
Sheyi Ojo kom árið 2011 frá MK Dons og fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu undir stjórn Jürgen Klopp. Hann spilaði alls 13 leiki fyrir Liverpool og skoraði eitt mark í FA bikarleik gegn Exeter City. Síðustu fimm tímabil hefur hann verið á láni hjá Fulham, Stade de Reims, Glasgow Rangers, Cardiff City og Millwall.
Ben Woodburn kom upp úr Akademíunni og er yngsti markaskorari í sögu félagsins en í nóvember 2016 skoraði hann fyrir framan Kop stúkuna í Deildarbikarnum gegn Leeds. Woodburn spilaði alls 11 leiki fyrir félagið og hefur undanfarin ár verið á láni hjá neðri deildarliðum á Englandi.
Hjá Akademíunni fara þeir Elijah Dixon-Bonner og Luis Longstaff frá félaginu en þeir hafa báðir komið við sögu hjá aðalliðinu í bikarleikjum. Þá mun Sean Wilson einnig halda á braut og nýr kafli á ferli þessara þriggja hefst nú.
Við óskum Divock, Loris, Sheyi, Ben, Elijah, Luis og Sean alls hins besta í framtíðinni.
Efstur á blaði er goðsögnin Divock Origi en hann kom til félagsins fyrir átta árum síðan frá franska félaginu Lille. Fyrsta tímabilið var hann áfram á láni hjá Lille en árið 2015 hófst ferill hans hjá Liverpool fyrir alvöru og næstu ár þar á eftir skrifaði hann sig svo sannarlega í sögubækurnar.
Origi skoraði sex mörk gegn Everton með Liverpool og eftirminnilegast er auðvitað sigurmarkið á 96. mínútu fyrir framan Kop stúkuna í desember árið 2018. Síðasta mark hans gegn erkifjendunum kom svo auðvitað nú í apríl og tryggði Belginn þar með 2-0 sigur. Framlag hans til sjötta Evrópumeistara titils félagsins er einnig lengi í minnum haft. Origi skoraði tvö mörk í ótrúlegum endurkomusigri gegn Barcelona í undanúrslitum árið 2019 og allir muna eftir snöggri hornspyrnu Trent Alexander-Arnold sem rataði á Origi í teignum, hann kláraði færið snilldarlega og kom þar með Liverpool í 4-3 forystu í einvíginu. Í úrslitaleiknum gegn Tottenham í Madrid kom Origi svo inn af bekknum og tryggði 2-0 sigur seint í leiknum með frábæru marki.
Árið eftir kom Origi við sögu í 28 leikjum þegar fyrsti Englandsmeistara titill félagsins í 30 ár vannst. Að auki hefur hann fagnað sigri með félaginu í Heimsmeistarakeppni félagsliða, Ofurbikar Evrópu, FA bikarnum og Deildarbikarnum.
Alls spilaði hann 175 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skoraði 41 mark. Origi kveður svo sannarlega sem ein af goðsögnum félgsins undanfarin ár.
Þá munu þeir Loris Karius, Sheyi Ojo og Ben Woodburn kveðja Liverpool í sumar. Karius kom sumarið 2016 frá Mainz í Þýskalandi og spilaði 49 leiki á tveimur fyrstu tímabilum sínum hjá liðinu. Hann spilaði alla leiki í Meistaradeildinni tímabilið 2017-18 þegar liðið fór alla leið í úrslit gegn Real Madrid en úrslitaleikurinn endaði í eintómum vonbrigðum, ekki síst fyrir hann persónulega og ferill hans hjá Liverpool varð aldrei samur. Hann fór á láni til Besiktas í Tyrklandi og Union Berlín í Þýskalandi og allt síðasta tímabil var hann hluti af markvarðateyminu en fékk aldrei tækifæri.
Sheyi Ojo kom árið 2011 frá MK Dons og fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu undir stjórn Jürgen Klopp. Hann spilaði alls 13 leiki fyrir Liverpool og skoraði eitt mark í FA bikarleik gegn Exeter City. Síðustu fimm tímabil hefur hann verið á láni hjá Fulham, Stade de Reims, Glasgow Rangers, Cardiff City og Millwall.
Ben Woodburn kom upp úr Akademíunni og er yngsti markaskorari í sögu félagsins en í nóvember 2016 skoraði hann fyrir framan Kop stúkuna í Deildarbikarnum gegn Leeds. Woodburn spilaði alls 11 leiki fyrir félagið og hefur undanfarin ár verið á láni hjá neðri deildarliðum á Englandi.
Hjá Akademíunni fara þeir Elijah Dixon-Bonner og Luis Longstaff frá félaginu en þeir hafa báðir komið við sögu hjá aðalliðinu í bikarleikjum. Þá mun Sean Wilson einnig halda á braut og nýr kafli á ferli þessara þriggja hefst nú.
Við óskum Divock, Loris, Sheyi, Ben, Elijah, Luis og Sean alls hins besta í framtíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan