| Sf. Gutt

Leikið um Samfélagsskjöldinn í Leicester


Bikarmeistarar Liverpool og Englandsmeistarar Liverpool leika að sjálfsögðu um Samfélagsskjöldinn. Liðin leiða saman hesta sína laugardaginn 30. júlí.

Leikstaður er óvenjulegur því liðin reyna með sér á King Power leikvanginum í Leicester. Skjaldarleikurinn fer venjulega fram á Wembley leikvanginum í London. En hver skyldi ástæðan vera fyrir því að leikið sé í Leicester? 

Ástæðan er sú að Wembley er upptekinn um helgina sem leikurinn um Skjöldinn á að fara fram. Úrslitaleikur Evrópukeppni landsliða kvenna verður leikinn á Wembley sunnudaginn 31. júlí. 



Leicester City hefur leikið á leikvanginum frá því 2002. Hann tekur 32.261 áhorfendur. Kvennalið félagsins leikur á vellinum. Fjórum sinnum hafa landsleikir verið leiknir þar. Meðfylgjandi mynd er úr búningsklefa á leikvanginum.  

Þess má geta að Liverpool hefur áður leikið Skjaldarleik í Leicester. Það var árið 1971 en þá mættust Liverpool og Leicester City á Filbert Street sem var áður heimavöllur Leicester. Þetta var áður en farið var að spila Skjaldarleikina á Wembley. Leicester lék sem sigurvegari í annarri deild en Liverpool tók þátt þar sem Arsenal, sem vann Tvennu á leiktíðinni 1970/71, afþakkaði boð um að spila. Liverpool hafði tapað úrsitaleiknum um FA bikarinn við Arsenal og var því talið eiga leikrétt um Skjöldinn. Leicester vann 1:0. Vonandi nær Liverpool að vinna Skjöldinn í Leicester í þetta skiptið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan