| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mané til Bayern München
Salan á Sadio Mané til Bayern München var staðfest í dag. Við kveðjum Senegalann með söknuði alveg klárlega en þökkum honum fyrir hans framlag til velgengni Liverpool síðustu sex ár.
Ferill Mané hjá Liverpool hefur heldur betur verið farsæll og vann hann alla stærstu bikarana með liðinu: Úrvalsdeildina, Meistaradeildina, Heimsmeistarakeppni félagsliða, Ofurbikar Evrópu, FA bikarinn og Deildarbikarinn.
Alls spilaði Mané 269 leiki, skoraði 120 mörk og lagði upp önnur 38. ,,Hann er vél", sagði Jürgen Klopp um Mané í apríl síðastliðnum. ,,Það sem hann hefur gert fyrir Liverpool og mun gera síðar setur hann svo sannarlega í flokk með öðrum goðsögnum félagsins."
Sumarið 2016 var Mané keyptur frá Southampton og varð hann strax lykilmaður liðsins á fyrsta heila tímabili Klopp sem stjóri. Þetta tímabil endaði liðið í fjórða sæti deildarinnar sem tryggði þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Mané og liðið allt auðvitað hélt áfram að bæta sig og Senegalinn varð hluti af ógnarsterkri sóknarlínu.
Tímabilið 2017-18 braut Mané 20 marka múrinn í öllum keppnum og skoraði 10 mörk í Meistaradeildinni þegar liðið fór í úrslitaleik gegn Real Madrid en mátti þola tap. Tólf mánuðum síðar stóð hann svo uppi sem sigurvegari í keppninni ásamt félögum sínum þegar sigur vannst á Tottenham í úrslitaleik. Mané varð markahæstur í deildinni ásamt Salah og Pierre-Emerick Aubameyang með 22 mörk og alls urðu mörkin 26 í öllum keppnum á því tímabili.
Bikarsöfnunin hélt áfram á því næsta þegar biðin langa eftir sigri í úrvalsdeildinni endaði ásamt sigri í Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Leikmaður ársins í Afríku árið 2019 skoraði 22 mörk í öllum keppnum (18 í deild) og átti 12 stoðsendingar. Tímabilið 2020-21 var svo krefjandi svo ekki sé meira sagt þegar meiðslavandræði varnarmanna ætluðu engan endi að taka en Mané hjálpaði liðinu að enda í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir allt strögglið og skoraði tvö mörk í lokaleiknum sem tryggði keppnisrétt í Meistaradeildinni.
Á nýliðnu tímabili, með alla leikvanga fulla af stuðningsmönnum á ný og stemmninguna í hámarki var Mané auðvitað áfram í stóru hlutverki. Hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í september gegn Crystal Palace og mánuði síðar skoraði hann sitt 100. deildarmark og varð þar með aðeins þriðji Afríkumaðurinn til að brjóta 100 marka múrinn í sögu deildarinnar.
Hann hélt svo á Afríkumótið með Senegal í janúar þar sem gullið varð niðurstaðan í fyrsta sinn í sögu Senegal, þrátt fyrir mikið leikjaálag sló hann ekki slöku við þegar liðið tryggði sér Deildarbikarinn og FA bikarinn með sigri á Chelsea í tveimur úrslitaleikjum. Tímabilið endaði svo ekki eins og við vildum þegar ekki tókst að tryggja sér deildarmeistara titilinn á lokadeginum og úrslitin gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fóru svo eins og þau fóru.
Við þökkum Mané kærlega fyrir allar góðu stundirnar í treyju Liverpool og ekki þarf að velkjast í vafa um að hann er einn af albestu framherjum í sögu félagsins. Um leið óskum við honum góðs gengis í Þýskalandi.
Takk Sadio !
Ferill Mané hjá Liverpool hefur heldur betur verið farsæll og vann hann alla stærstu bikarana með liðinu: Úrvalsdeildina, Meistaradeildina, Heimsmeistarakeppni félagsliða, Ofurbikar Evrópu, FA bikarinn og Deildarbikarinn.
Alls spilaði Mané 269 leiki, skoraði 120 mörk og lagði upp önnur 38. ,,Hann er vél", sagði Jürgen Klopp um Mané í apríl síðastliðnum. ,,Það sem hann hefur gert fyrir Liverpool og mun gera síðar setur hann svo sannarlega í flokk með öðrum goðsögnum félagsins."
Sumarið 2016 var Mané keyptur frá Southampton og varð hann strax lykilmaður liðsins á fyrsta heila tímabili Klopp sem stjóri. Þetta tímabil endaði liðið í fjórða sæti deildarinnar sem tryggði þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Mané og liðið allt auðvitað hélt áfram að bæta sig og Senegalinn varð hluti af ógnarsterkri sóknarlínu.
Tímabilið 2017-18 braut Mané 20 marka múrinn í öllum keppnum og skoraði 10 mörk í Meistaradeildinni þegar liðið fór í úrslitaleik gegn Real Madrid en mátti þola tap. Tólf mánuðum síðar stóð hann svo uppi sem sigurvegari í keppninni ásamt félögum sínum þegar sigur vannst á Tottenham í úrslitaleik. Mané varð markahæstur í deildinni ásamt Salah og Pierre-Emerick Aubameyang með 22 mörk og alls urðu mörkin 26 í öllum keppnum á því tímabili.
Bikarsöfnunin hélt áfram á því næsta þegar biðin langa eftir sigri í úrvalsdeildinni endaði ásamt sigri í Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Leikmaður ársins í Afríku árið 2019 skoraði 22 mörk í öllum keppnum (18 í deild) og átti 12 stoðsendingar. Tímabilið 2020-21 var svo krefjandi svo ekki sé meira sagt þegar meiðslavandræði varnarmanna ætluðu engan endi að taka en Mané hjálpaði liðinu að enda í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir allt strögglið og skoraði tvö mörk í lokaleiknum sem tryggði keppnisrétt í Meistaradeildinni.
Á nýliðnu tímabili, með alla leikvanga fulla af stuðningsmönnum á ný og stemmninguna í hámarki var Mané auðvitað áfram í stóru hlutverki. Hann skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í september gegn Crystal Palace og mánuði síðar skoraði hann sitt 100. deildarmark og varð þar með aðeins þriðji Afríkumaðurinn til að brjóta 100 marka múrinn í sögu deildarinnar.
Hann hélt svo á Afríkumótið með Senegal í janúar þar sem gullið varð niðurstaðan í fyrsta sinn í sögu Senegal, þrátt fyrir mikið leikjaálag sló hann ekki slöku við þegar liðið tryggði sér Deildarbikarinn og FA bikarinn með sigri á Chelsea í tveimur úrslitaleikjum. Tímabilið endaði svo ekki eins og við vildum þegar ekki tókst að tryggja sér deildarmeistara titilinn á lokadeginum og úrslitin gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fóru svo eins og þau fóru.
Við þökkum Mané kærlega fyrir allar góðu stundirnar í treyju Liverpool og ekki þarf að velkjast í vafa um að hann er einn af albestu framherjum í sögu félagsins. Um leið óskum við honum góðs gengis í Þýskalandi.
Takk Sadio !
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan