| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Neco Williams seldur
Bakvörðurinn Neco Williams hefur verið seldur til nýliðanna Nottingham Forest.
Williams hefur verið allan sinn feril hjá Liverpool en hann byrjaði að æfa hjá félaginu níu ára að aldri. Alls spilaði Williams 33 leiki með aðalliðinu og fagnaði sigri í úrvalsdeild, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Deildarbikarnum á þeim tíma. Einnig vann hann FA bikar ungliða með Liverpool tímabilið 2018-19.
Tímabilið þar á eftir fékk hann tækifæri með aðalliðinu. Hann byrjaði inná í Deildarbikar leik gegn Arsenal á Anfield og lagði upp jöfnunarmark Divock Origi seint í leiknum, lokatölur 5-5 eftir venjulegan leiktíma og Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni. Williams kom við sögu í 10 leikjum til viðbótar á tímabilinu, þar af sex í úrvalsdeildinni þegar 19. meistaratitill félagsins var tryggður.
Tímabilið 2020-21 fékk Williams að spila í Meistaradeildinni og lagði hann upp sigurmark Curtis Jones í sigurleik gegn Ajax, tók hann þátt í þrem leikjum til viðbótar í Meistaradeildinni það tímabilið. Alls urðu leikirnir 14 talsins í öllum keppnum. Á síðasta tímabili spilaði hann svo átta leiki áður en hann var lánaður til Fulham í næst efstu deild og þar hjálpaði hann þeim að komast upp í úrvalsdeild nokkuð örugglega, tók þátt í 15 leikjum, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö.
Við óskum Neco góðs gengis með nýju liði!
Williams hefur verið allan sinn feril hjá Liverpool en hann byrjaði að æfa hjá félaginu níu ára að aldri. Alls spilaði Williams 33 leiki með aðalliðinu og fagnaði sigri í úrvalsdeild, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Deildarbikarnum á þeim tíma. Einnig vann hann FA bikar ungliða með Liverpool tímabilið 2018-19.
Tímabilið þar á eftir fékk hann tækifæri með aðalliðinu. Hann byrjaði inná í Deildarbikar leik gegn Arsenal á Anfield og lagði upp jöfnunarmark Divock Origi seint í leiknum, lokatölur 5-5 eftir venjulegan leiktíma og Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni. Williams kom við sögu í 10 leikjum til viðbótar á tímabilinu, þar af sex í úrvalsdeildinni þegar 19. meistaratitill félagsins var tryggður.
Tímabilið 2020-21 fékk Williams að spila í Meistaradeildinni og lagði hann upp sigurmark Curtis Jones í sigurleik gegn Ajax, tók hann þátt í þrem leikjum til viðbótar í Meistaradeildinni það tímabilið. Alls urðu leikirnir 14 talsins í öllum keppnum. Á síðasta tímabili spilaði hann svo átta leiki áður en hann var lánaður til Fulham í næst efstu deild og þar hjálpaði hann þeim að komast upp í úrvalsdeild nokkuð örugglega, tók þátt í 15 leikjum, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö.
Við óskum Neco góðs gengis með nýju liði!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan