| Sf. Gutt
Sadio Mané er Knattspyrnumaður ársins í Afríku fyrir árið 2022. Sadio hefur því hlotið þessa nafnbót tvívegis í röð en hann fékk hana líka árið 2019. Kjörið féll niður 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins.

Liverpool átti líka leikmann í öðru sæti í kjörinu en það var Mohamed Salah. Hann var kjörinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku árin 2017 og 2018. Leikmenn Liverpool hafa því orðið hlutskarpastir síðustu fjögur síðustu ár sem kosið hefur verið. Þriðji í kjörinu í ár var Edouard Mendy markmaður Senegal og Chelsea.

Sadio Mané átti frábært ár með Senegal. Hann leiddi þjóð sína til sigurs í Afríkukeppninni eftir vítaspyrnusigur á Egyptalandi í úrslitaleik. Senegal hafði líka betur á móti Egyptalandi í umspili um sæti í Heimsmeistarakeppninni. Sado varð svo á árinu markahæstur allra leikmanna Senegal. Hann sló met Henri Camara og er nú búinn að skora 33 mörk í 91 landsleik.
Sadio var líka frábær með Liverpool og bætti Deildarbikarnum og FA bikarnum í verðlaunasafn sitt hjá félaginu. Sadio skoraði 21 mark sem er það næst mesta sem hann hefur skorað á ferli sínum hjá Liverpool á einni leiktíð.
TIL BAKA
Sadio Mané kjörinn Knattspyrnumaður Afríku!

Sadio Mané er Knattspyrnumaður ársins í Afríku fyrir árið 2022. Sadio hefur því hlotið þessa nafnbót tvívegis í röð en hann fékk hana líka árið 2019. Kjörið féll niður 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins.

Liverpool átti líka leikmann í öðru sæti í kjörinu en það var Mohamed Salah. Hann var kjörinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku árin 2017 og 2018. Leikmenn Liverpool hafa því orðið hlutskarpastir síðustu fjögur síðustu ár sem kosið hefur verið. Þriðji í kjörinu í ár var Edouard Mendy markmaður Senegal og Chelsea.

Sadio Mané átti frábært ár með Senegal. Hann leiddi þjóð sína til sigurs í Afríkukeppninni eftir vítaspyrnusigur á Egyptalandi í úrslitaleik. Senegal hafði líka betur á móti Egyptalandi í umspili um sæti í Heimsmeistarakeppninni. Sado varð svo á árinu markahæstur allra leikmanna Senegal. Hann sló met Henri Camara og er nú búinn að skora 33 mörk í 91 landsleik.

Sadio var líka frábær með Liverpool og bætti Deildarbikarnum og FA bikarnum í verðlaunasafn sitt hjá félaginu. Sadio skoraði 21 mark sem er það næst mesta sem hann hefur skorað á ferli sínum hjá Liverpool á einni leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan