| Sf. Gutt

Alisson Becker er meiddur og getur ekki staðið í marki Liverpool í Skjaldarleiknum á laugardaginn. Jürgen Klopp staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. Sama má segja um Caoimhin Kelleher.

Alisson hefur ekki spilað frá því í fyrsta æfingaleiknum á móti Manchester United. Brasilíumaðurinn ætti að vera orðinn leikfær um aðra helgi þegar Liverpool leikur sinn fyrsta deildarleik. Caoimhin hefur ekkert leikið á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.

Adrián San Miguel hefur spilað tvo síðustu æfingaleiki. Hann verður því örugglega á milli stanganna í Skjaldarleiknum á móti Manchester City. Spánverjinn var hetja Liverpool þegar liðið vann Stórbikar Evrópu 2019 eftir sigur í vítakeppni á móti Chelsea. Vonandi verður hann aftur hetja Liverpool í Leicester á laugardaginn!
Ungliðarnir Liam Hughes, Harvey Davies og Fabian Mrozek hafa verið varamarkverðir Adrian í síðustu æfingaleikjum. Liam er á myndinni að ofan. Harvey og Fabian komu við sögu á móti Crystal Palace um daginn.
TIL BAKA
Tveir markmenn meiddir!

Alisson Becker er meiddur og getur ekki staðið í marki Liverpool í Skjaldarleiknum á laugardaginn. Jürgen Klopp staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. Sama má segja um Caoimhin Kelleher.

Alisson hefur ekki spilað frá því í fyrsta æfingaleiknum á móti Manchester United. Brasilíumaðurinn ætti að vera orðinn leikfær um aðra helgi þegar Liverpool leikur sinn fyrsta deildarleik. Caoimhin hefur ekkert leikið á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.

Adrián San Miguel hefur spilað tvo síðustu æfingaleiki. Hann verður því örugglega á milli stanganna í Skjaldarleiknum á móti Manchester City. Spánverjinn var hetja Liverpool þegar liðið vann Stórbikar Evrópu 2019 eftir sigur í vítakeppni á móti Chelsea. Vonandi verður hann aftur hetja Liverpool í Leicester á laugardaginn!

Ungliðarnir Liam Hughes, Harvey Davies og Fabian Mrozek hafa verið varamarkverðir Adrian í síðustu æfingaleikjum. Liam er á myndinni að ofan. Harvey og Fabian komu við sögu á móti Crystal Palace um daginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan