| Sf. Gutt
Alex Oxlade-Chamberlain verður frá á næstunni vegna meiðsla. Hann tognaði illa aftan í læri á undirbúningstímabilinu. Hann verður frá í nokkrar vikur í viðbót sem er auðvitað slæmt.

Það á ekki af Alex að ganga en hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli. Verst voru krossbandameiðsli sem hann varð fyrir vorið 2018. Hann tók þátt í 29 leikjum á síðustu leiktíð en aðeins 17 á þeirri á undan. Alls er Alex búinn að spila 133 leiki með Liverpool frá því hann kom til félagsins frá Arsenal sumarið 2017. Hann er búinn að skora 17 mörk og leggja upp 13.
Samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar. Sumir töldu að hann yrði seldur núna í sumar en hvernig sem það stóð þá lítur flest út fyrir að þessi leiktíð verði sú síðasta sem hann spilar með Liverpool. Alex varð Deildarbikarmeistari með Liverpool á síðustu leiktíð en missti af úrslitaleiknum um FA bikarinn.
TIL BAKA
Alex Oxlade-Chamberlain frá á næstunni

Alex Oxlade-Chamberlain verður frá á næstunni vegna meiðsla. Hann tognaði illa aftan í læri á undirbúningstímabilinu. Hann verður frá í nokkrar vikur í viðbót sem er auðvitað slæmt.

Það á ekki af Alex að ganga en hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli. Verst voru krossbandameiðsli sem hann varð fyrir vorið 2018. Hann tók þátt í 29 leikjum á síðustu leiktíð en aðeins 17 á þeirri á undan. Alls er Alex búinn að spila 133 leiki með Liverpool frá því hann kom til félagsins frá Arsenal sumarið 2017. Hann er búinn að skora 17 mörk og leggja upp 13.

Samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar. Sumir töldu að hann yrði seldur núna í sumar en hvernig sem það stóð þá lítur flest út fyrir að þessi leiktíð verði sú síðasta sem hann spilar með Liverpool. Alex varð Deildarbikarmeistari með Liverpool á síðustu leiktíð en missti af úrslitaleiknum um FA bikarinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan