| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Nýr samningur
Harvey Elliott hefur skrifað undir nýjan samnning við Liverpool sem gildir til ársins 2027.
Aðeins er rúmt ár síðan blekið þornaði á síðasta samning Elliott við félagið en nýr samningur undirstrikar það að hann er orðinn mikilvægur leikmaður í liðinu. Hann byrjaði síðasta tímabil vel og var í byrjunarliðinu í þrem af fyrstu fjórum leikjum liðsins en svo dundi ógæfan yfir gegn Leeds í september þegar hann ökklabrotnaði.
Hann sneri aftur á völlinn á nýju ári, í febrúar skoraði hann í FA bikarleik gegn Cardiff á Anfield og svo kom hann inná sem varamaður í úrslitaleik Deildarbikarsins þar sem hann skoraði í vítaspyrnukeppninni. Í mars spilaði hann svo í fyrsta sinn með U-21 árs landsliði Englands.
Heilt yfir spilaði Elliott ekki marga leiki eftir áramótin enda tekur alltaf tíma að koma 100% til baka eftir erfið meiðsli. Nú er nýtt tímabil hafið og þessi 19 ára gamli leikmaður er vonandi kominn aftur í sitt besta form. Ekki er ólíklegt að hann fagni nýjum samning með sæti í byrjunarliðinu gegn Crystal Palace í næsta leik liðsins á mánudaginn kemur. Til þessa hefur hann komið við sögu í 22 leikjum með aðalliðinu.
Elliott hafði þetta að segja í tilefni af undirskriftinni: ,,Það er alltaf gott að vita að ég verð hér í mörg ár í viðbót, þetta er jú liðið sem ég hef stutt alla mína ævi og það er ekkert í heiminum sem gerir mig spenntari og glaðari en þetta."
,,Síðan ég kom hingað hefur þetta verið rússíbanareið fyrir mig og fjölskylduna, jafnvel félagið líka. Margt hefur gerst á þeim árum sem ég hef verið hér. Við höfum nú þegar unnið svo margt og vonandi lyftum við fleiri bikurum. Ég vonast eftir því að minningarnar verði mun fleiri en ákkúrat núna er ég svo glaður yfir því að vera búinn að staðfesta veru mína hér í mörg ár til viðbótar."
Aðeins er rúmt ár síðan blekið þornaði á síðasta samning Elliott við félagið en nýr samningur undirstrikar það að hann er orðinn mikilvægur leikmaður í liðinu. Hann byrjaði síðasta tímabil vel og var í byrjunarliðinu í þrem af fyrstu fjórum leikjum liðsins en svo dundi ógæfan yfir gegn Leeds í september þegar hann ökklabrotnaði.
Hann sneri aftur á völlinn á nýju ári, í febrúar skoraði hann í FA bikarleik gegn Cardiff á Anfield og svo kom hann inná sem varamaður í úrslitaleik Deildarbikarsins þar sem hann skoraði í vítaspyrnukeppninni. Í mars spilaði hann svo í fyrsta sinn með U-21 árs landsliði Englands.
Heilt yfir spilaði Elliott ekki marga leiki eftir áramótin enda tekur alltaf tíma að koma 100% til baka eftir erfið meiðsli. Nú er nýtt tímabil hafið og þessi 19 ára gamli leikmaður er vonandi kominn aftur í sitt besta form. Ekki er ólíklegt að hann fagni nýjum samning með sæti í byrjunarliðinu gegn Crystal Palace í næsta leik liðsins á mánudaginn kemur. Til þessa hefur hann komið við sögu í 22 leikjum með aðalliðinu.
Elliott hafði þetta að segja í tilefni af undirskriftinni: ,,Það er alltaf gott að vita að ég verð hér í mörg ár í viðbót, þetta er jú liðið sem ég hef stutt alla mína ævi og það er ekkert í heiminum sem gerir mig spenntari og glaðari en þetta."
,,Síðan ég kom hingað hefur þetta verið rússíbanareið fyrir mig og fjölskylduna, jafnvel félagið líka. Margt hefur gerst á þeim árum sem ég hef verið hér. Við höfum nú þegar unnið svo margt og vonandi lyftum við fleiri bikurum. Ég vonast eftir því að minningarnar verði mun fleiri en ákkúrat núna er ég svo glaður yfir því að vera búinn að staðfesta veru mína hér í mörg ár til viðbótar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan