| Sf. Gutt
Liverpool tapaði sínum fyrsta deildarleik á árinu þegar liðið laut í gras 2:1 fyrir Manchester United á Old Tafford. Liverpool hefur enn ekki unnið í deildinni það sem af er leiktíðar.
Reiknað var með að Naby Keita myndi koma inn í byrjunarliðið en hann reyndist meiddur eftir allt saman. Nokkuð kom á óvart að Fabinho Tavarez skyldi ekki byrja. Jordan Henderson, James Milner og Harvey Elliott voru á miðjunni. Miðjan var því ekki nógu vel skipuð.
Líkt og á móti Fulham byrjaði Liverpool illa. Miðjuspilið gekk illa og vörnin var mjög óörugg. Heimamenn færðu sér þetta vel í nyt og á 10. mínútu komst Anthony Elanga í upplagt færi við vítateiginn einn á móti Alisson Becker en skot hans fór í stöng. Leikmenn Liverpool vöknuðu ekkert við þetta og sex mínútum seinna skoruðu heimamenn. Anthony sendi á Jadon Sancho sem lék á James Milner með góðri gabbhreyfingu. Alisson fór líka úr jafnvægi við gabbhreyfinguna og Jadon átti auðvelt með að senda boltann í markið úr miðjum vítateig. Sjöundi deildarleikurinn í röð sem Liverpool lendir undir í.
Leikur Liverpool var í molum og Alisson varði vel uppi í horninu frá Christian Eriksen á 25. mínútu. Eftir hálftíma eða svo fór Liverpool loksins að spila eitthvað betur en leikmönnum gekk illa að nýta sér góðar stöður og marktilraunir hittu ekki markið. Reyndar átti United bestu marktilraun Liverpool þegar leikmaður þeirra þrumaði í félaga sinn á marklínunni þegar hann reyndi að hreinsa.
Manchester United bætti í forystu sína á 53. mínútu. Marcus Rashford slapp í gegn eftir stungusendingu og skoraði frá vítateig framhjá Alisson sem kom á móti honum. Mörgum fannst Marcus rangstæður og sjónvarpsdómgæslan var ótrúlega snögg að úrskurða miðað við að þetta sýndist allt tæpt.
Rétt á eftir náði Luis Díaz loksins að koma skoti á mark United en það var beint á markmanninn. Fabinho kom inn fyrir Jordan Henderson og leikur Liverpool styrktist við það. Liverpool náði loks að laga stöðuna þegar átta mínútur voru eftir. Varamaðurinn Fabio Carvalho, sem kom sterkur til leiks, átti þá skot sem var varið en Mohamed Salah var vel vakandi, hirti frákastið og skallaði í mark. Nær komst Lverpool ekki og fyrsta deildartapið á árinu 2022 varð staðreynd!
Líkt og í fyrstu tveimur deildarleikjunum var Liverpool óravegu frá sínu besta. Leikmenn voru hikandi og óöruggir. Heimamenn gengu á lagið og því fór sem fór. Segja má að þessi leikur Liverpool hafi verið áframhald af fyrstu tveimur leikjunum. Þeir enduðu með jafntefli en nú kom að tapi. Menn þurfa að rífa sig í gang. Vissulega vantar lykilmenn en þeir sem eru til staðar eiga að geta gert miklu betur!
Mörk Manchester United: Jadon Sancho (16. mín.) og Marcus Rashford (53. mín.).
Gul spjöld: Raphael Varane og Bruno Fernandes.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (82. mín.).
Gul spjöld: Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á Old Trafford: Ekki vitað.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann gerði sitt besta og gerði á köflum góða hluti.
Jürgen Klopp: ,,Enginn er glaður eftir tapleik og það er eðlilegt. Vissulega getum við spilað betur og við vitum það. Ég hef áhyggjur af stöðu okkar. Þetta er ekki auðvelt núna en svona er staðan. Við munum takast á við stöðuna og förum að undirbúa leikinn við Bournemouth og svo leikinn við Newcastle og svo leikinn við Everton."
- Þetta var fyrsta deildartap Liverpool á árinu 2022.
- Mohamed Salah skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var tíunda mark hans á móti Manchester United. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað jafn oft gegn liðinu.
TIL BAKA
Fyrsta deildartapið á árinu
Liverpool tapaði sínum fyrsta deildarleik á árinu þegar liðið laut í gras 2:1 fyrir Manchester United á Old Tafford. Liverpool hefur enn ekki unnið í deildinni það sem af er leiktíðar.
Reiknað var með að Naby Keita myndi koma inn í byrjunarliðið en hann reyndist meiddur eftir allt saman. Nokkuð kom á óvart að Fabinho Tavarez skyldi ekki byrja. Jordan Henderson, James Milner og Harvey Elliott voru á miðjunni. Miðjan var því ekki nógu vel skipuð.
Líkt og á móti Fulham byrjaði Liverpool illa. Miðjuspilið gekk illa og vörnin var mjög óörugg. Heimamenn færðu sér þetta vel í nyt og á 10. mínútu komst Anthony Elanga í upplagt færi við vítateiginn einn á móti Alisson Becker en skot hans fór í stöng. Leikmenn Liverpool vöknuðu ekkert við þetta og sex mínútum seinna skoruðu heimamenn. Anthony sendi á Jadon Sancho sem lék á James Milner með góðri gabbhreyfingu. Alisson fór líka úr jafnvægi við gabbhreyfinguna og Jadon átti auðvelt með að senda boltann í markið úr miðjum vítateig. Sjöundi deildarleikurinn í röð sem Liverpool lendir undir í.
Leikur Liverpool var í molum og Alisson varði vel uppi í horninu frá Christian Eriksen á 25. mínútu. Eftir hálftíma eða svo fór Liverpool loksins að spila eitthvað betur en leikmönnum gekk illa að nýta sér góðar stöður og marktilraunir hittu ekki markið. Reyndar átti United bestu marktilraun Liverpool þegar leikmaður þeirra þrumaði í félaga sinn á marklínunni þegar hann reyndi að hreinsa.
Manchester United bætti í forystu sína á 53. mínútu. Marcus Rashford slapp í gegn eftir stungusendingu og skoraði frá vítateig framhjá Alisson sem kom á móti honum. Mörgum fannst Marcus rangstæður og sjónvarpsdómgæslan var ótrúlega snögg að úrskurða miðað við að þetta sýndist allt tæpt.
Rétt á eftir náði Luis Díaz loksins að koma skoti á mark United en það var beint á markmanninn. Fabinho kom inn fyrir Jordan Henderson og leikur Liverpool styrktist við það. Liverpool náði loks að laga stöðuna þegar átta mínútur voru eftir. Varamaðurinn Fabio Carvalho, sem kom sterkur til leiks, átti þá skot sem var varið en Mohamed Salah var vel vakandi, hirti frákastið og skallaði í mark. Nær komst Lverpool ekki og fyrsta deildartapið á árinu 2022 varð staðreynd!
Líkt og í fyrstu tveimur deildarleikjunum var Liverpool óravegu frá sínu besta. Leikmenn voru hikandi og óöruggir. Heimamenn gengu á lagið og því fór sem fór. Segja má að þessi leikur Liverpool hafi verið áframhald af fyrstu tveimur leikjunum. Þeir enduðu með jafntefli en nú kom að tapi. Menn þurfa að rífa sig í gang. Vissulega vantar lykilmenn en þeir sem eru til staðar eiga að geta gert miklu betur!
Mörk Manchester United: Jadon Sancho (16. mín.) og Marcus Rashford (53. mín.).
Gul spjöld: Raphael Varane og Bruno Fernandes.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (82. mín.).
Gul spjöld: Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á Old Trafford: Ekki vitað.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann gerði sitt besta og gerði á köflum góða hluti.
Jürgen Klopp: ,,Enginn er glaður eftir tapleik og það er eðlilegt. Vissulega getum við spilað betur og við vitum það. Ég hef áhyggjur af stöðu okkar. Þetta er ekki auðvelt núna en svona er staðan. Við munum takast á við stöðuna og förum að undirbúa leikinn við Bournemouth og svo leikinn við Newcastle og svo leikinn við Everton."
Fróðleikur
- Þetta var fyrsta deildartap Liverpool á árinu 2022.
- Mohamed Salah skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var tíunda mark hans á móti Manchester United. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað jafn oft gegn liðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan