| Sf. Gutt

Mark númer 100 hjá Roberto Firmino!


Þegar Roberto Firmino skoraði seinna mark sitt í risasigrinum 9:0 á móti Bournemouth í fyrradag var hann kominn með 100. mörk fyrir Liverpool. Hann er 19. leikmaður Liverpool til að komast í 100 mörk. Sannarlega merkur áfangi!


Af þessum 100 mörkum hafa 98 komið í opnum leik. Hann hefur aðeins skorað úr tveimur vítaspyrnum í búningi Liverpool.

 
Af mörkunum 100 hefur Roberto skorað 57 með hægri fæti og 21 með þeim vinstri. Brasilíumaðurinn hefur skorað 22 mörk með skalla. Roberto skorar sjaldan utan vítateigs og 93 af mörkunum hafa verið skoruð innan teigs. 


Langflest af mörkum Roberto Firmino eru deildarmörk. Alls hafa 73% af mörkum Roberto verið skoruð í deildinni. 


Með þessum 100 mörkum hefur Roberto lagt upp hvorki fleiri né færri en 70 mörk. Af þessum 70 stoðsendingum hafa 21 verið á Mohamed Salah og 17 á Sadio Mané. Hann hefur því átt þátt í 170 mörkum, 100 mörk og 70 stoðsendingar, í 331 leikjum með Liverpool. Magnaður árangur og segir sitt um mikilvægi Roberto.  

Roberto Firmino á vonandi eftir að bæta við sem flestum mörkum til loka leiktíðarinnar. Hvað sem verður þá er það sannarlega merkur áfangi að komast í 100 mörk fyrir Liverpool!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan