| Sf. Gutt

Liverpool á erfiðan leik framundan á sunnudaginn. Rauði herinn tekur hús á toppliði deildarinnar. Arsenal leiðir deildina sem stendur og miðað við óstöðugleika Liverpool verður ekkert áhlaupaverk að ná sigri í höfuðborginni.
Arsenal hefur komið mörgum á óvart á leiktíðinni. Liðið hefur spilað mjög vel og unnið góða sigra sem hafa skilað liðinu á topp deildarinnar. Liðið var sveiflukennt á síðustu leiktíð en nú er öldin önnur. Leikmenn liðsins hafa sýnt samheldni sem fáir áttu von á. Nú talar enginn um að Mikel Arteta ráði ekki við að vera framkvmdastjóri Arsenal. Flestir eiga ekki von á að liðið verði Englandsmeistari en hver veit ef liðið heldur áfram á sömu braut.

Liverpool og Arsenal mættust fjórum sinnum á síðasta keppnistímabili. Liverpool vann báða deildarleikina. Liðin skildu jöfn án marka í fyrri undanúrslitaleiknum í Deildarbikarnum en Liverpool vann þann seinni í London 0:2. Liverpool fékk ekki á sig mörk í þessum fjórum leikjum og hafi sannarlega yfirhöndina.
En nú þarf Liverpool á öllu sínu að halda. Liðið hefur, öfugt við Arsenal, ekki náð neinum stöðugleika í leik sinn það sem af er leiktíðar. Liðið henti frá sér sigri á móti Brighton um síðustu helgi en vann svo sannfærandi sigur á móti Rangers í Meistaradeildinni. Vert er að hafa í huga að Rangers er ekki í sama gæðaflokki og Arsenal. En þó svo Liverpool hafi fyrirfram átt að vinna Rangers þá voru ákveðin batamerki á leik Liverpool. Ég spái því að bati Liverpool haldi áfram. Liverpool vinnur 1:2 í London.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Arsenal v Liverpool
Liverpool á erfiðan leik framundan á sunnudaginn. Rauði herinn tekur hús á toppliði deildarinnar. Arsenal leiðir deildina sem stendur og miðað við óstöðugleika Liverpool verður ekkert áhlaupaverk að ná sigri í höfuðborginni.
Arsenal hefur komið mörgum á óvart á leiktíðinni. Liðið hefur spilað mjög vel og unnið góða sigra sem hafa skilað liðinu á topp deildarinnar. Liðið var sveiflukennt á síðustu leiktíð en nú er öldin önnur. Leikmenn liðsins hafa sýnt samheldni sem fáir áttu von á. Nú talar enginn um að Mikel Arteta ráði ekki við að vera framkvmdastjóri Arsenal. Flestir eiga ekki von á að liðið verði Englandsmeistari en hver veit ef liðið heldur áfram á sömu braut.

Liverpool og Arsenal mættust fjórum sinnum á síðasta keppnistímabili. Liverpool vann báða deildarleikina. Liðin skildu jöfn án marka í fyrri undanúrslitaleiknum í Deildarbikarnum en Liverpool vann þann seinni í London 0:2. Liverpool fékk ekki á sig mörk í þessum fjórum leikjum og hafi sannarlega yfirhöndina.

En nú þarf Liverpool á öllu sínu að halda. Liðið hefur, öfugt við Arsenal, ekki náð neinum stöðugleika í leik sinn það sem af er leiktíðar. Liðið henti frá sér sigri á móti Brighton um síðustu helgi en vann svo sannfærandi sigur á móti Rangers í Meistaradeildinni. Vert er að hafa í huga að Rangers er ekki í sama gæðaflokki og Arsenal. En þó svo Liverpool hafi fyrirfram átt að vinna Rangers þá voru ákveðin batamerki á leik Liverpool. Ég spái því að bati Liverpool haldi áfram. Liverpool vinnur 1:2 í London.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan