| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur er í Meistaradeild en okkar menn halda norður til Glasgow í Skotlandi og mæta þar Rangers í fjórðu umferð riðlakeppninnar.
Síðasti leikur fór ekki vel hvað úrslit varðar og til að bæta gráu ofaná svart meiddust þrír byrjunarliðsmenn. Joel Matip og Trent Alexander-Arnold verða frá í nokkrar vikur og Luis Díaz eitthvað lengur. Meiðslalistinn alræmdi heldur áfram að hrella okkur en góðu fréttirnar þaðan eru þó þær að Andy Robertson hefur náð sér að fullu og verður í leikmannahópnum. Skotinn verður væntanlega ekki í byrjunarliði í sínu heimalandi en það er gott að fá hann til baka. Hjá Rangers eru þeir Tom Lawrence, Ianis Hagi, John Souttar, Filip Helander og Nnamdi Ofoborh meiddir en staðan verður tekin á Glen Kamara rétt fyrir leik þar sem hann er eitthvað tæpur með að geta spilað.
Það vakna margar spurningar þegar rætt er um byrjunarlið Liverool í þessum leik. Ein þeirra snýr að leikkerfinu sem Klopp hefur notað í síðustu tveim leikjum. Fjögur mörk skoruð og þrjú á móti (öll í sama leiknum) er ekki neitt skipbrot þannig séð en nýjustu meiðslin setja þetta kerfi kannski í uppnám. Joe Gomez kemur væntanlega inn í hægri bakvarðastöðuna og allir sjá hver munurinn er á honum og Trent sóknarlega, já og kannski varnarlega líka. Jota fer sennilega út á vinstri kant í stað Díaz og þá er svæðið í holunni fyrir aftan Núnez laust. Það væri kannski ráð að nota Carvalho eða Elliott þar en miðjan er þá kannski alltaf svolítið opin fyrir því að gefa færi á sér, sem er reyndar saga tímabilsins. En fyrst og fremst þarf að stöðva þennan barnalega varnarleik sem liðið gerir trekk í trekk. Við spáum því að Klopp breyti aðeins til núna enda er hann nánast nauðbeygður til þess. Alisson verður í markinu. Gomez, Konaté, van Dijk og Tsimikas í vörninni. Miðjan verður skipuð þeim Fabinho, Milner og Henderson og frammi verða þeir Jota, Núnez og Salah. Semsagt gamla góða 4-3-3 kerfið á ný og nú vonum við að allir verði á tánum í varnarleiknum. Já og svo má Mohamed Salah alveg fara að láta sjá sig inná vellinum.
Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Liverpool spilar á Ibrox, heimavelli Rangers í alvöru keppnisleik. Liðin hafa oft mæst þar í vináttu- og æfingaleikjum í gegnum tíðina og nær það alveg aftur til ársins 1892 þar sem Rangers sigruðu 6-1. Það er þó ákveðin tenging á milli liðanna sem hefur skapast í gegnum árin. Í liði Rangers í dag eru þeir Ryan Kent og Ben Davies lykilmenn, eitthvað sem þeir áttu aldrei tilkall til þegar þeir voru hjá Liverpool. Frægasti leikmaður beggja liða er svo væntanlega Graeme Souness en eftir farsælan feril hjá Liverpool og viðkomu á Ítalíu með Sampdoria gerðist hann spilandi þjálfari hjá Rangers árið 1986. Hann tók svo við sem stjóri hjá Liverpool en við þurfum ekkert að rifja upp þá sögu hér. Nú svo var auðvitað Steven Gerrard farsæll stjóri hjá Rangers fyrir ekki svo löngu síðan. Aðrir leikmenn sem hafa spilað fyrir bæði lið eru sem dæmi Charlie Adam, Ovie Ejaria, Jon Flanagan, Mark Walters og Danny Wilson en þetta eru nú ekki leikmenn sem rista djúpt í sögunni, að minnsta kosti ekki hjá Liverpool.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool tekst að yfirstíga gríðarlega góða stemmningu á Ibrox með fínum sigri. En það væri galið að spá því að okkar menn haldi hreinu. Lokatölur verða 1-3 og ekki fylgir sögunni á hvaða tímapunkti í leiknum mörkin verða skoruð. Við tökum bara sigrinum og höldum aftur suður á bóginn til Liverpool með stigin þrjú.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur skorað tvö mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og er markahæstur okkar manna þar.
- Rangers hafa ekki enn skorað í riðlakeppninni, en eins og spáin segir til um mun það breytast í kvöld.
- Liverpool hafa sex stig eftir þrjá leiki í A-riðli og Rangers eru án stiga.
- Skori Mohamed Salah í leiknum jafnar hann met Didier Drogba og Sergio Aguero yfir þá leikmenn sem skorað hafa mest fyrir eitt lið í Meistaradeildinni.
- Drogba og Aguero skoruðu 36 mörk hvor fyrir Chelsea og Manchester City.
- Liverpool hafa sjö sinnum spilað á útivelli í Skotlandi í Evrópukeppni. Þrír leikir hafa unnist, tveir endað jafnir og tveir tapast.
Síðasti leikur fór ekki vel hvað úrslit varðar og til að bæta gráu ofaná svart meiddust þrír byrjunarliðsmenn. Joel Matip og Trent Alexander-Arnold verða frá í nokkrar vikur og Luis Díaz eitthvað lengur. Meiðslalistinn alræmdi heldur áfram að hrella okkur en góðu fréttirnar þaðan eru þó þær að Andy Robertson hefur náð sér að fullu og verður í leikmannahópnum. Skotinn verður væntanlega ekki í byrjunarliði í sínu heimalandi en það er gott að fá hann til baka. Hjá Rangers eru þeir Tom Lawrence, Ianis Hagi, John Souttar, Filip Helander og Nnamdi Ofoborh meiddir en staðan verður tekin á Glen Kamara rétt fyrir leik þar sem hann er eitthvað tæpur með að geta spilað.
Það vakna margar spurningar þegar rætt er um byrjunarlið Liverool í þessum leik. Ein þeirra snýr að leikkerfinu sem Klopp hefur notað í síðustu tveim leikjum. Fjögur mörk skoruð og þrjú á móti (öll í sama leiknum) er ekki neitt skipbrot þannig séð en nýjustu meiðslin setja þetta kerfi kannski í uppnám. Joe Gomez kemur væntanlega inn í hægri bakvarðastöðuna og allir sjá hver munurinn er á honum og Trent sóknarlega, já og kannski varnarlega líka. Jota fer sennilega út á vinstri kant í stað Díaz og þá er svæðið í holunni fyrir aftan Núnez laust. Það væri kannski ráð að nota Carvalho eða Elliott þar en miðjan er þá kannski alltaf svolítið opin fyrir því að gefa færi á sér, sem er reyndar saga tímabilsins. En fyrst og fremst þarf að stöðva þennan barnalega varnarleik sem liðið gerir trekk í trekk. Við spáum því að Klopp breyti aðeins til núna enda er hann nánast nauðbeygður til þess. Alisson verður í markinu. Gomez, Konaté, van Dijk og Tsimikas í vörninni. Miðjan verður skipuð þeim Fabinho, Milner og Henderson og frammi verða þeir Jota, Núnez og Salah. Semsagt gamla góða 4-3-3 kerfið á ný og nú vonum við að allir verði á tánum í varnarleiknum. Já og svo má Mohamed Salah alveg fara að láta sjá sig inná vellinum.
Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Liverpool spilar á Ibrox, heimavelli Rangers í alvöru keppnisleik. Liðin hafa oft mæst þar í vináttu- og æfingaleikjum í gegnum tíðina og nær það alveg aftur til ársins 1892 þar sem Rangers sigruðu 6-1. Það er þó ákveðin tenging á milli liðanna sem hefur skapast í gegnum árin. Í liði Rangers í dag eru þeir Ryan Kent og Ben Davies lykilmenn, eitthvað sem þeir áttu aldrei tilkall til þegar þeir voru hjá Liverpool. Frægasti leikmaður beggja liða er svo væntanlega Graeme Souness en eftir farsælan feril hjá Liverpool og viðkomu á Ítalíu með Sampdoria gerðist hann spilandi þjálfari hjá Rangers árið 1986. Hann tók svo við sem stjóri hjá Liverpool en við þurfum ekkert að rifja upp þá sögu hér. Nú svo var auðvitað Steven Gerrard farsæll stjóri hjá Rangers fyrir ekki svo löngu síðan. Aðrir leikmenn sem hafa spilað fyrir bæði lið eru sem dæmi Charlie Adam, Ovie Ejaria, Jon Flanagan, Mark Walters og Danny Wilson en þetta eru nú ekki leikmenn sem rista djúpt í sögunni, að minnsta kosti ekki hjá Liverpool.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool tekst að yfirstíga gríðarlega góða stemmningu á Ibrox með fínum sigri. En það væri galið að spá því að okkar menn haldi hreinu. Lokatölur verða 1-3 og ekki fylgir sögunni á hvaða tímapunkti í leiknum mörkin verða skoruð. Við tökum bara sigrinum og höldum aftur suður á bóginn til Liverpool með stigin þrjú.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur skorað tvö mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og er markahæstur okkar manna þar.
- Rangers hafa ekki enn skorað í riðlakeppninni, en eins og spáin segir til um mun það breytast í kvöld.
- Liverpool hafa sex stig eftir þrjá leiki í A-riðli og Rangers eru án stiga.
- Skori Mohamed Salah í leiknum jafnar hann met Didier Drogba og Sergio Aguero yfir þá leikmenn sem skorað hafa mest fyrir eitt lið í Meistaradeildinni.
- Drogba og Aguero skoruðu 36 mörk hvor fyrir Chelsea og Manchester City.
- Liverpool hafa sjö sinnum spilað á útivelli í Skotlandi í Evrópukeppni. Þrír leikir hafa unnist, tveir endað jafnir og tveir tapast.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan