| Grétar Magnússon
TIL BAKA
1-7 sigur á Ibrox!
Liverpool komu sér í gamla góða gírinn gegn Rangers á útivelli með stórsigri. Eins og við eigum að venjast lenti liðið undir en eftir það var ekki aftur snúið og flóðgáttirnar opnuðust seint í leiknum.
Jürgen Klopp gerði sex breytingar á liðinu frá síðasta leik en eins og við var að búast komu þeir Konaté og Gomez inn í vörnina. Það vakti svo athygli að Salah byrjaði á bekknum en aðrir sem komu inn í liðið voru Fabinho, Carvalho, Elliott og Firmino. Stemmningin var frábær á Ibrox í byrjun leiks og heimamenn nýttu sér stuðninginn vel í byrjun. Þeir börðust um alla bolta og voru ívið hættulegri en gestirnir. Þeir uppskáru svo með marki á 17. mínútu þegar Arfield komst innfyrir á milli miðvarða Liverpool og skoraði með hnitmiðuðu skoti framhjá Alisson. Ekki slaknaði á stemmningunni við þetta og við sem stuðningsmenn Liverpool vorum auðvitað ekkert hissa á því að lenda undir og nú var spurningin einfaldlega sú, hvernig myndu þeir rauðu bregðast við?
Það tók ekki nema sjö mínútur að jafna leikinn og það gerði Firmino með skalla eftir hornspyrnu frá Tsimikas. Brasilíumaðurinn var einfaldlega sterkari en varnarmaðurinn sem var að gæta hans, hélt honum frá boltanum og skallaði í netið af stuttu færi. Rangers létu jöfnunarmark ekki mikið á sig fá og barátta þeirra hélt áfram. Þeir voru nærri því að bæta við marki seinna í hálfleiknum þegar Konaté gerði einstaklega vel að komast fyrir skot frá Arfield í teignum af stuttu færi. Mikilvægt blokk frá Konaté svo ekki sé meira sagt og þrátt fyrir tilraunir beggja liða tókst ekki að skora fleiri mörk, staðan 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri hafði spilast en þegar tíu mínútur voru liðnar skoraði Firmino aftur. Joe Gomez tók á rás upp hægri kantinn og sending hans var hreint út sagt frábær. Tók út varnarmann sem hljóp með Firmino inná teig og eftirleikurinn var auðveldur. Firmino var þarna að skora sitt áttunda mark á tímabilinu og ekki getum við kvartað undan framlagi hans til þessa. Á 66. mínútu lagði Firmino svo upp mark fyrir Núnez sem skoraði með hnitmiðuðu skoti út við fjærstöng frá vítateigslínu eða þar um bil. Allur vindur og barátta virtist leka úr Rangers við þetta og strax eftir markið gerði Klopp þrefalda skiptingu þegar Thiago, Robertson og Salah komu inná fyrir Henderson, Tsimikas og Núnez. Við þurftum svo að bíða fram á 75. mínútu eftir næsta marki og það var ánægjulegt að sjá Salah loksins mæta ferskan til leiks. Egyptinn skoraði úr þröngu færi hægra megin í teignum eftir að heimamönnum tókst ekki að hreinsa almennilega frá marki. Salah var ekki hættur og skoraði önnur tvö mörk á 80. og 81. mínútu og setti þar með met yfir fljótustu þrennu í sögu Meistaradeildar, sex mínútur og tólf sekúndur tók hann sér í að skora þrennuna. Jafnframt setti hann met í Meistaradeildinni sem sá leikmaður sem flest mörk hefur skorað fyrir eitt enskt félag. Harvey Elliott bætti svo við marki á 87. mínútu og kórónaði frábæran seinni hálfleik liðsins. Lokatölur 1-7!
Rangers: McGregor, Tavernier, Goldson (King, 45. mín.), Davies, Barisic, Jack (Davis, 60. mín.), Lundstram, Sakala (Matondo, 76. mín.), Arfield, Kent (Wright, 76. mín.), Colak (Morelos, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Yilmaz, Sands, McCrorie, McLaughlin, Devine, Tillman.
Mark Rangers: Arfield (17. mín.).
Liverpool: Alisson, Gomez, Konaté (Milner, 79. mín.), van Dijk, Tsimikas (Robertson, 67. mín.), Elliott, Henderson (Thiago, 67. mín.), Fabinho, Carvalho, Firmino (Jota, 73. mín.), Núnez (Salah, 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Phillips, Bajcetic.
Mörk Liverpool: Firmino (24. og 55. mín.), Núñez (66. mín.), Salah (75., 80., 81. mín.), Elliott (87. mín.).
Gult spjald: Gomez.
Maður leiksins: Eins og áður sagði var ánægjulegt að sjá Mo Salah mæta ákveðinn til leiks en hann hefur ekki verið uppá sitt besta undanfarið. Fljótasta þrenna í sögu Meistaradeildar dugar til að vera maður leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Ég átti í raun mjög jákvæða hálfleiksræðu. Við fengum á okkur mark, jöfnuðum svo og áttum nokkuð góðan leik eftir það. Við vildum meira í seinni hállfeik og sýndum strákunum þau svæði sem þeir gætu nýtt ef þeir héldu áfram að vera hreyfanlegir og ekki síður ef við myndum láta Rangers hreyfa sig líka. Við lögðum áherslu á að vera skarpari á síðasta þriðjungi vallarins. Augljóslega gekk það eftir, öll mörkin voru frábær, hvernig við settum þau upp og kláruðum færin."
Fróðleikur:
- Roberto Firmino hefur nú skorað átta mörk á tímabilinu en mörkin gegn Rangers voru hans fyrstu í Meistaradeildinni á tímabilinu.
- Mohamed Salah hefur einnig skorað átta mörk, þar af fimm í Meistaradeild.
- Darwin Núnez skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir félagið.
- Harvey Elliott gerði slíkt hið sama.
- Mohamed Salah á nú fljótustu þrennu í sögu Meistaradeildar en það gerði hann á aðeins sex mínútum og 12 sekúndum.
- Salah er jafnframt orðinn markahæsti leikmaður keppninnar fyrir enskt lið en mörkin eru orðin 38 talsins fyrir Liverpool.
- Liverpool hafa nú níu stig í öðru sæti A-riðils og þurfa eitt stig í viðbót til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit.
Jürgen Klopp gerði sex breytingar á liðinu frá síðasta leik en eins og við var að búast komu þeir Konaté og Gomez inn í vörnina. Það vakti svo athygli að Salah byrjaði á bekknum en aðrir sem komu inn í liðið voru Fabinho, Carvalho, Elliott og Firmino. Stemmningin var frábær á Ibrox í byrjun leiks og heimamenn nýttu sér stuðninginn vel í byrjun. Þeir börðust um alla bolta og voru ívið hættulegri en gestirnir. Þeir uppskáru svo með marki á 17. mínútu þegar Arfield komst innfyrir á milli miðvarða Liverpool og skoraði með hnitmiðuðu skoti framhjá Alisson. Ekki slaknaði á stemmningunni við þetta og við sem stuðningsmenn Liverpool vorum auðvitað ekkert hissa á því að lenda undir og nú var spurningin einfaldlega sú, hvernig myndu þeir rauðu bregðast við?
Það tók ekki nema sjö mínútur að jafna leikinn og það gerði Firmino með skalla eftir hornspyrnu frá Tsimikas. Brasilíumaðurinn var einfaldlega sterkari en varnarmaðurinn sem var að gæta hans, hélt honum frá boltanum og skallaði í netið af stuttu færi. Rangers létu jöfnunarmark ekki mikið á sig fá og barátta þeirra hélt áfram. Þeir voru nærri því að bæta við marki seinna í hálfleiknum þegar Konaté gerði einstaklega vel að komast fyrir skot frá Arfield í teignum af stuttu færi. Mikilvægt blokk frá Konaté svo ekki sé meira sagt og þrátt fyrir tilraunir beggja liða tókst ekki að skora fleiri mörk, staðan 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri hafði spilast en þegar tíu mínútur voru liðnar skoraði Firmino aftur. Joe Gomez tók á rás upp hægri kantinn og sending hans var hreint út sagt frábær. Tók út varnarmann sem hljóp með Firmino inná teig og eftirleikurinn var auðveldur. Firmino var þarna að skora sitt áttunda mark á tímabilinu og ekki getum við kvartað undan framlagi hans til þessa. Á 66. mínútu lagði Firmino svo upp mark fyrir Núnez sem skoraði með hnitmiðuðu skoti út við fjærstöng frá vítateigslínu eða þar um bil. Allur vindur og barátta virtist leka úr Rangers við þetta og strax eftir markið gerði Klopp þrefalda skiptingu þegar Thiago, Robertson og Salah komu inná fyrir Henderson, Tsimikas og Núnez. Við þurftum svo að bíða fram á 75. mínútu eftir næsta marki og það var ánægjulegt að sjá Salah loksins mæta ferskan til leiks. Egyptinn skoraði úr þröngu færi hægra megin í teignum eftir að heimamönnum tókst ekki að hreinsa almennilega frá marki. Salah var ekki hættur og skoraði önnur tvö mörk á 80. og 81. mínútu og setti þar með met yfir fljótustu þrennu í sögu Meistaradeildar, sex mínútur og tólf sekúndur tók hann sér í að skora þrennuna. Jafnframt setti hann met í Meistaradeildinni sem sá leikmaður sem flest mörk hefur skorað fyrir eitt enskt félag. Harvey Elliott bætti svo við marki á 87. mínútu og kórónaði frábæran seinni hálfleik liðsins. Lokatölur 1-7!
Rangers: McGregor, Tavernier, Goldson (King, 45. mín.), Davies, Barisic, Jack (Davis, 60. mín.), Lundstram, Sakala (Matondo, 76. mín.), Arfield, Kent (Wright, 76. mín.), Colak (Morelos, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Yilmaz, Sands, McCrorie, McLaughlin, Devine, Tillman.
Mark Rangers: Arfield (17. mín.).
Liverpool: Alisson, Gomez, Konaté (Milner, 79. mín.), van Dijk, Tsimikas (Robertson, 67. mín.), Elliott, Henderson (Thiago, 67. mín.), Fabinho, Carvalho, Firmino (Jota, 73. mín.), Núnez (Salah, 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Phillips, Bajcetic.
Mörk Liverpool: Firmino (24. og 55. mín.), Núñez (66. mín.), Salah (75., 80., 81. mín.), Elliott (87. mín.).
Gult spjald: Gomez.
Maður leiksins: Eins og áður sagði var ánægjulegt að sjá Mo Salah mæta ákveðinn til leiks en hann hefur ekki verið uppá sitt besta undanfarið. Fljótasta þrenna í sögu Meistaradeildar dugar til að vera maður leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Ég átti í raun mjög jákvæða hálfleiksræðu. Við fengum á okkur mark, jöfnuðum svo og áttum nokkuð góðan leik eftir það. Við vildum meira í seinni hállfeik og sýndum strákunum þau svæði sem þeir gætu nýtt ef þeir héldu áfram að vera hreyfanlegir og ekki síður ef við myndum láta Rangers hreyfa sig líka. Við lögðum áherslu á að vera skarpari á síðasta þriðjungi vallarins. Augljóslega gekk það eftir, öll mörkin voru frábær, hvernig við settum þau upp og kláruðum færin."
Fróðleikur:
- Roberto Firmino hefur nú skorað átta mörk á tímabilinu en mörkin gegn Rangers voru hans fyrstu í Meistaradeildinni á tímabilinu.
- Mohamed Salah hefur einnig skorað átta mörk, þar af fimm í Meistaradeild.
- Darwin Núnez skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir félagið.
- Harvey Elliott gerði slíkt hið sama.
- Mohamed Salah á nú fljótustu þrennu í sögu Meistaradeildar en það gerði hann á aðeins sex mínútum og 12 sekúndum.
- Salah er jafnframt orðinn markahæsti leikmaður keppninnar fyrir enskt lið en mörkin eru orðin 38 talsins fyrir Liverpool.
- Liverpool hafa nú níu stig í öðru sæti A-riðils og þurfa eitt stig í viðbót til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan