| Sf. Gutt
Liverpool gerði góða ferð til höfuðborgarinnar og vann þar 1:2 sigur á Tottenham Hotspur. Tvöföldu bikarmeistararnir þurftu nauðsynlega á þessum sigri að halda eftir töpin fyrir Nottingham Forest og Leeds United.
Liverpool byrjaði vel og strax í upphafi varð Hugo Lloris að taka á við að verja fast skot frá Darwin Núñez. Liverpool lék mjög vel í byrjun og komast yfir á 11. mínútu. Darwin sendi á Mohamed Salah í vítateignum. Egyptinn lagði boltann fyrir sig og smellti honum svo framhjá Hugi sem hreyfði hvorki legg né lið.
Liverpool slapp með skrekkinn þegar Allisson Becker kom út úr markinu í fyrirgjöf. Hann varði frá Ivan Perisic, sem stökk upp með honum, en boltinn fór af höfði Brasilíumannsins og í stöngina á eigin marki. Ótrúlegt atvik. Liverpool bætti við þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Varnarmaður Tottenham ætlaði að skalla aftur á markmann sinn. Skallinn var alltof laus og Mohamed komst í milli. Hann lék inn í vítateginn og afgreiddi boltann svo snilldarlega yfir Hugo, sem kom út á móti honum, og í markið. Markið gjöf en afgreiðslan í hæsta gæðaflokki. Góð staða í hálfleik.
Liverpool hafði verið betra liðið í fyrri hálfleik en heimamenn komu mjög grimmir til leiks eftir hlé. Á 49. mínútu átti Ivan þrumuskot í slá úr vítateignum. Á 55. mínútu var Alisson full rólegur í tíðinni með boltann rétt utan við vítateiginn. Harry Kane sótti að honum og var næstum búinn að ná boltanum en Alisson slapp með skrekkinn.
Leikmenn Liverpool áttu sannarlega í vök að verjast á köflum. Á 68. mínútu átti Harry skalla rétt framhjá. Tveimur mínútum seinna minnkaði Tottenham svo muninn. Varamaðurinn Dejan Kulusevski, sem var nýkominn til leiks, sendi góða sendingu inn fyrir á Harry Kane og landsliðsfyrirliðinn skaut boltanum út í hornið fjær óverjandi fyrir Alisson.
Lokakafli leiksins var mjög spennandi. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en leikmenn Liverpool vörðu sinn feng með kjafti og klóm. Stuttu fyrir leikslok kom fyrirgjöf frá vinstri og engu munaði að leikmaður Spurs næði að stýra boltanum í markið en það slapp til. Sigurinn var sætur og nauðsynlegur eftir skellina gegn Nottingham Forest og Leeds United í síðustu deildarleikjum.
Liverpool spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og lagði þá grunn að sigrinum. Í síðari hálfleik reyndi mikið á vörn Liverpool og það náðist að halda forystunni. Vel að verki staðið!
Tottenham Hotspur: Lloris, Emerson Royal (Doherty 68. mín.), Dier, Lenglet, Davies, R. Sessegnon (Kulusevski 68. mín.), Bentancur, Bissouma (Lucas Moura 88. mín.), Højbjerg, Kane og Perisic. Ónotaðir varamenn: Forster, Skipp, D. Sánchez, Gil, Tanganga og Sarr.
Mark Tottenham Hotspur: Harry Kane (70. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Fabinho, Elliott (Henderson 74. mín.), Thiago, Firmino (Jones 74. mín.), Núñez (Gomez 87. mín.) og Salah (Oxlade-Chamberlain 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Tsimikas, Ramsay, Carvalho og Bajcetic.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (11. og 40. mín.).
Áhorfendur á Tottenham Hotspur leikvagninum: 62.008.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Enn einu sinni sýndi Egyptinn hversu snjall hann er. Bæði mörkin voru sérlega falleg.
Jürgen Klopp: ,,Sigurinn í dag var mjög þýðingarmikill. Ég andaði sannarlega léttara því þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur. Við vorum virkilega góðir í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var erfiður."
- Þetta var fyrsti útisigur Liverpool í deildinni á leiktíðinni.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 14 mörk á keppnsitímabilinu.
- Alls hefur hann skorað 170 mörk fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu 11 leikjum á móti Tottenham.
TIL BAKA
Góður sigur í höfuðborginni
Liverpool gerði góða ferð til höfuðborgarinnar og vann þar 1:2 sigur á Tottenham Hotspur. Tvöföldu bikarmeistararnir þurftu nauðsynlega á þessum sigri að halda eftir töpin fyrir Nottingham Forest og Leeds United.
Liverpool byrjaði vel og strax í upphafi varð Hugo Lloris að taka á við að verja fast skot frá Darwin Núñez. Liverpool lék mjög vel í byrjun og komast yfir á 11. mínútu. Darwin sendi á Mohamed Salah í vítateignum. Egyptinn lagði boltann fyrir sig og smellti honum svo framhjá Hugi sem hreyfði hvorki legg né lið.
Liverpool slapp með skrekkinn þegar Allisson Becker kom út úr markinu í fyrirgjöf. Hann varði frá Ivan Perisic, sem stökk upp með honum, en boltinn fór af höfði Brasilíumannsins og í stöngina á eigin marki. Ótrúlegt atvik. Liverpool bætti við þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Varnarmaður Tottenham ætlaði að skalla aftur á markmann sinn. Skallinn var alltof laus og Mohamed komst í milli. Hann lék inn í vítateginn og afgreiddi boltann svo snilldarlega yfir Hugo, sem kom út á móti honum, og í markið. Markið gjöf en afgreiðslan í hæsta gæðaflokki. Góð staða í hálfleik.
Liverpool hafði verið betra liðið í fyrri hálfleik en heimamenn komu mjög grimmir til leiks eftir hlé. Á 49. mínútu átti Ivan þrumuskot í slá úr vítateignum. Á 55. mínútu var Alisson full rólegur í tíðinni með boltann rétt utan við vítateiginn. Harry Kane sótti að honum og var næstum búinn að ná boltanum en Alisson slapp með skrekkinn.
Leikmenn Liverpool áttu sannarlega í vök að verjast á köflum. Á 68. mínútu átti Harry skalla rétt framhjá. Tveimur mínútum seinna minnkaði Tottenham svo muninn. Varamaðurinn Dejan Kulusevski, sem var nýkominn til leiks, sendi góða sendingu inn fyrir á Harry Kane og landsliðsfyrirliðinn skaut boltanum út í hornið fjær óverjandi fyrir Alisson.
Lokakafli leiksins var mjög spennandi. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en leikmenn Liverpool vörðu sinn feng með kjafti og klóm. Stuttu fyrir leikslok kom fyrirgjöf frá vinstri og engu munaði að leikmaður Spurs næði að stýra boltanum í markið en það slapp til. Sigurinn var sætur og nauðsynlegur eftir skellina gegn Nottingham Forest og Leeds United í síðustu deildarleikjum.
Liverpool spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og lagði þá grunn að sigrinum. Í síðari hálfleik reyndi mikið á vörn Liverpool og það náðist að halda forystunni. Vel að verki staðið!
Tottenham Hotspur: Lloris, Emerson Royal (Doherty 68. mín.), Dier, Lenglet, Davies, R. Sessegnon (Kulusevski 68. mín.), Bentancur, Bissouma (Lucas Moura 88. mín.), Højbjerg, Kane og Perisic. Ónotaðir varamenn: Forster, Skipp, D. Sánchez, Gil, Tanganga og Sarr.
Mark Tottenham Hotspur: Harry Kane (70. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Fabinho, Elliott (Henderson 74. mín.), Thiago, Firmino (Jones 74. mín.), Núñez (Gomez 87. mín.) og Salah (Oxlade-Chamberlain 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Tsimikas, Ramsay, Carvalho og Bajcetic.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (11. og 40. mín.).
Áhorfendur á Tottenham Hotspur leikvagninum: 62.008.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Enn einu sinni sýndi Egyptinn hversu snjall hann er. Bæði mörkin voru sérlega falleg.
Jürgen Klopp: ,,Sigurinn í dag var mjög þýðingarmikill. Ég andaði sannarlega léttara því þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur. Við vorum virkilega góðir í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var erfiður."
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti útisigur Liverpool í deildinni á leiktíðinni.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 14 mörk á keppnsitímabilinu.
- Alls hefur hann skorað 170 mörk fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu 11 leikjum á móti Tottenham.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan