| Sf. Gutt
Liverpool vann í dag góðan sigur í síðasta leik fyrir leikhlé sem nú tekur við fyrir Heimsmeistarakeppnina í Katar. Liverpool vann Southampton 3:1 á Anfield Road. Í fyrsta sinn á leiktíðinni gátu stuðningsmenn Liverpool fagnað fjórða sigrinum í röð.
Fyrir Deildarbikarleikinn við Derby County voru gerðar 11 breytingar á byrjunarliði Liverpool. Aðeins einn leikmaður var í byrjunarliðinu á móti Southampton sem hóf leikinn við Derby. Joe Gomez hélt stóðu sinni í hjarta varnarinnar. Jordan Henderson, Curtis Jones og Ibrahima Konaté voru frá af þeim sem reiknað var með að yrðu í leikmannahópnum.
Jürgen Klopp sat uppi í stúku vegna leikbanns sem hann fékk. Hann var rekinn út af á móti Manchester City fyrir nokkrum vikum og fékk fyrst sekt og svo leikbann.
Eins og hefð er fyrir í byrjun nóvember var minning fallinna hermanna heiðruð fyrir leikinn. Þann 11. nóvember 1918 var samið um vopnahlé í fyrri heimsstyrjöldinni og um allt Bretland er minning þeirra heiðruð á hverjum og einum heimavelli.
Liverpool fékk óskabyrjun og eftir sex mínútur lá boltinn í marki Southampton. Liverpool fékk aukaspyrnu hægra megin. Andrew Robertson sendi inn í vítateiginn á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn var rétt innan við vítateiginn og skallaði boltann aftur fyrir sig. Þetta tókst fulkomlega því boltinn sveif út í vinstra hornið án þess að markmaður gestanna kæmi nokkrum vörnum við. Sérlega vel gert hjá Brasilíumanninum sem ekki er dauður úr öllum æðum því svo hann hafi ekki verið valinn í HM hóp Brasilíumanna.
Gestirnir voru vel stemmdir enda að leika í fyrsta sinn undir stjórn Nathan Jones sem tók við liðinu fyrir nokkrum dögum. Þremur mínútum seinna fékk Southampton aukaspyrnu hægra megin. James Ward-Prowse tók spyrnuna og sendi vel fyrir markið. Vörn Liverpool svaf á verðinum og skoski landsliðsmaðurinn Che Adams skallaði í markið óverjandi fyrir Alisson Becker.
Staðan jöfn en leikmenn Liverpool létu ekki setja sig út af laginu. Á 16. mínútu náði Liverpool hraðri sókn fram vinstri kantinn. Darwin Núñez gaf fyrir markið á Mohamed Salah en markmaður Southampton varði stórvel með úthlaupi. Liverpool náði aftur forystu fimm mínútum seinna. Eftir harða sókn Liverpool fékk Harvey Elliott boltann utan vítateigs. Hann leit upp og sendi til vinstri þangað sem Darwin var kominn og hann stýrði boltanum viðstöðulaust á lofti í markið rétt við markteiginn. Góð afgreiðsla hjá Úrúgvæjanum.
Liverpool lék prýðilega og hver sóknin rak aðra. Á 42. mínútu bar ein þeirra árangur. Aftur var Andrew á ferðinni á vinstri kantinum. Snögg sókn endaði með því að hann gaf fyrir markið á Darwin sem renndi sér á boltann og smellti honum í markið af stuttu færi. Frábær sending hjá Skotanum sem var mjög góður. Afgreiðslan hjá Darwin góð og hann er sannarlega búinn að sýna að hann getur skorað mörk. Staðan í hálfleik mjög fín svo og leikur Liveprool.
Adam Armstrong fékk gott skallafæri strax í byrjun síðari hálfleiks en Alisson varði. Gestirnir voru nefnilega ekki búnir að gefast upp. Á 62. mínútu komst Mohamed Elyounoussi í færi vinstra megin en Alisson varði stórvel með hendinni. Liverpool rauk í sókn. Mohamed komst inn í vítateiginn. Varnarmaður sótti að honum og stöðvaði hann. Mohamed vildi fá víti en ekkert var dæmt. Nokkrum andartökum seinna ógnaði varamaðurinn Samuel Edozie. Hann spilaði þríhyrning rétt utan við vítateiginn, komst í gegn en Allisson varði aftur nú með fæti.
Á 68. mínútu risu allir á Anfield á fætur þegar James Milner skipti við Harvey. Um leið og James steig inn á völlinn var hann búinn að taka þátt í sínum 600. deildarleik í efstu deild. Mikið og merkt afrek hjá þessum magnaða leikmanni.
Liverpool var svo sem aldrei í vandræðum en óhætt er að segja að Alisson hafi séð svo um að forysta Liverpool héldist. Á 77. mínútu varði hann enn einu sinni vel þegar hann henti sér til hliðar til að verja skalla frá Che. Sigri Liverpool varð ekki ógnað meira.
Liverpool spilaði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög mikilvægt að vinna síðasta leikinn fyrir leikhlé. Það tókst og var fyrir mestu! Heimsmeistarakeppnin hefst eftir viku. Liverpool á sjö leikmenn þar en hinir fá frí um stund þar til liðið fer til æfinga í Dúbæ.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (6. mín.) og Darwin Núñez (21. og 42. mín.).
Mark Southampton: Che Adams (9. mín.).
Gul spjöld: Duje Caleta-Car og Mohammed Salisu.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.331.
Maður leiksins: Alisson Becker. Hann sá svo um í síðari hálfleik að Southampton komst ekki nær Liverpool. Brasilíumaðurinn er búinn að vera frábær á leiktíðinni og þó svo hann hafi ekki haldið hreinu þá var hann magnaður.
Jürgen Klopp: Við nýttum okkar veikleika þeirra mjög vel í fyrri hálfleik. En í þeim seinni gerðum við það ekki lengur. Þá vorum við of varnarsinnaðir.
- James Milner lék sinn 600. deildarleik í efstu deild.
- Aðeins fjórir leikmenn hafa afrekað það eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð.
- Alisson Becker spilaði 150. deildarleik sinn fyrir Liverpool. Hann hefur spilað 204 leiki í heildina.
- Roberto Firmino og Darwin Núñez eru báðir komnir með níu mörk á keppnistímabilinu.
- Markið hans Roberto var númer 150 sem Liverpool hefur skorað á móti Southampton í deildarleikjum.
- Liverpool vann fjórða sigur sinn í röð í öllum keppnum. Það hafði ekki áður gerst á leiktíðinni.
TIL BAKA
Góður sigur fyrir leikhlé!
Liverpool vann í dag góðan sigur í síðasta leik fyrir leikhlé sem nú tekur við fyrir Heimsmeistarakeppnina í Katar. Liverpool vann Southampton 3:1 á Anfield Road. Í fyrsta sinn á leiktíðinni gátu stuðningsmenn Liverpool fagnað fjórða sigrinum í röð.
Fyrir Deildarbikarleikinn við Derby County voru gerðar 11 breytingar á byrjunarliði Liverpool. Aðeins einn leikmaður var í byrjunarliðinu á móti Southampton sem hóf leikinn við Derby. Joe Gomez hélt stóðu sinni í hjarta varnarinnar. Jordan Henderson, Curtis Jones og Ibrahima Konaté voru frá af þeim sem reiknað var með að yrðu í leikmannahópnum.
Jürgen Klopp sat uppi í stúku vegna leikbanns sem hann fékk. Hann var rekinn út af á móti Manchester City fyrir nokkrum vikum og fékk fyrst sekt og svo leikbann.
Eins og hefð er fyrir í byrjun nóvember var minning fallinna hermanna heiðruð fyrir leikinn. Þann 11. nóvember 1918 var samið um vopnahlé í fyrri heimsstyrjöldinni og um allt Bretland er minning þeirra heiðruð á hverjum og einum heimavelli.
Liverpool fékk óskabyrjun og eftir sex mínútur lá boltinn í marki Southampton. Liverpool fékk aukaspyrnu hægra megin. Andrew Robertson sendi inn í vítateiginn á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn var rétt innan við vítateiginn og skallaði boltann aftur fyrir sig. Þetta tókst fulkomlega því boltinn sveif út í vinstra hornið án þess að markmaður gestanna kæmi nokkrum vörnum við. Sérlega vel gert hjá Brasilíumanninum sem ekki er dauður úr öllum æðum því svo hann hafi ekki verið valinn í HM hóp Brasilíumanna.
Gestirnir voru vel stemmdir enda að leika í fyrsta sinn undir stjórn Nathan Jones sem tók við liðinu fyrir nokkrum dögum. Þremur mínútum seinna fékk Southampton aukaspyrnu hægra megin. James Ward-Prowse tók spyrnuna og sendi vel fyrir markið. Vörn Liverpool svaf á verðinum og skoski landsliðsmaðurinn Che Adams skallaði í markið óverjandi fyrir Alisson Becker.
Staðan jöfn en leikmenn Liverpool létu ekki setja sig út af laginu. Á 16. mínútu náði Liverpool hraðri sókn fram vinstri kantinn. Darwin Núñez gaf fyrir markið á Mohamed Salah en markmaður Southampton varði stórvel með úthlaupi. Liverpool náði aftur forystu fimm mínútum seinna. Eftir harða sókn Liverpool fékk Harvey Elliott boltann utan vítateigs. Hann leit upp og sendi til vinstri þangað sem Darwin var kominn og hann stýrði boltanum viðstöðulaust á lofti í markið rétt við markteiginn. Góð afgreiðsla hjá Úrúgvæjanum.
Liverpool lék prýðilega og hver sóknin rak aðra. Á 42. mínútu bar ein þeirra árangur. Aftur var Andrew á ferðinni á vinstri kantinum. Snögg sókn endaði með því að hann gaf fyrir markið á Darwin sem renndi sér á boltann og smellti honum í markið af stuttu færi. Frábær sending hjá Skotanum sem var mjög góður. Afgreiðslan hjá Darwin góð og hann er sannarlega búinn að sýna að hann getur skorað mörk. Staðan í hálfleik mjög fín svo og leikur Liveprool.
Adam Armstrong fékk gott skallafæri strax í byrjun síðari hálfleiks en Alisson varði. Gestirnir voru nefnilega ekki búnir að gefast upp. Á 62. mínútu komst Mohamed Elyounoussi í færi vinstra megin en Alisson varði stórvel með hendinni. Liverpool rauk í sókn. Mohamed komst inn í vítateiginn. Varnarmaður sótti að honum og stöðvaði hann. Mohamed vildi fá víti en ekkert var dæmt. Nokkrum andartökum seinna ógnaði varamaðurinn Samuel Edozie. Hann spilaði þríhyrning rétt utan við vítateiginn, komst í gegn en Allisson varði aftur nú með fæti.
Á 68. mínútu risu allir á Anfield á fætur þegar James Milner skipti við Harvey. Um leið og James steig inn á völlinn var hann búinn að taka þátt í sínum 600. deildarleik í efstu deild. Mikið og merkt afrek hjá þessum magnaða leikmanni.
Liverpool var svo sem aldrei í vandræðum en óhætt er að segja að Alisson hafi séð svo um að forysta Liverpool héldist. Á 77. mínútu varði hann enn einu sinni vel þegar hann henti sér til hliðar til að verja skalla frá Che. Sigri Liverpool varð ekki ógnað meira.
Liverpool spilaði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög mikilvægt að vinna síðasta leikinn fyrir leikhlé. Það tókst og var fyrir mestu! Heimsmeistarakeppnin hefst eftir viku. Liverpool á sjö leikmenn þar en hinir fá frí um stund þar til liðið fer til æfinga í Dúbæ.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (6. mín.) og Darwin Núñez (21. og 42. mín.).
Mark Southampton: Che Adams (9. mín.).
Gul spjöld: Duje Caleta-Car og Mohammed Salisu.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.331.
Maður leiksins: Alisson Becker. Hann sá svo um í síðari hálfleik að Southampton komst ekki nær Liverpool. Brasilíumaðurinn er búinn að vera frábær á leiktíðinni og þó svo hann hafi ekki haldið hreinu þá var hann magnaður.
Jürgen Klopp: Við nýttum okkar veikleika þeirra mjög vel í fyrri hálfleik. En í þeim seinni gerðum við það ekki lengur. Þá vorum við of varnarsinnaðir.
Fróðleikur
- James Milner lék sinn 600. deildarleik í efstu deild.
- Aðeins fjórir leikmenn hafa afrekað það eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð.
- Alisson Becker spilaði 150. deildarleik sinn fyrir Liverpool. Hann hefur spilað 204 leiki í heildina.
- Roberto Firmino og Darwin Núñez eru báðir komnir með níu mörk á keppnistímabilinu.
- Markið hans Roberto var númer 150 sem Liverpool hefur skorað á móti Southampton í deildarleikjum.
- Liverpool vann fjórða sigur sinn í röð í öllum keppnum. Það hafði ekki áður gerst á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan