| Sf. Gutt
Þegar James Milner kom inn á sem varamaður gegn Southampton lék hann um leið sinn 600. deildarleik á ferli sínum. Frækilegt afrek!
James Milner lék sinn fyrsta deildarleik 10. nóvember 2002 þegar hann kom inn sem varmaður hjá Leeds United gegn West Ham United. Hann var þá 16 ára og 306 daga gamall. James skoraði fyrsta mark sitt fyrir Leeds á öðrum degi jóla það ár. Lees hafði sigur 2:1 á móti Sunderland í leiknum. Hann var þá yngstur allra, 16 ára og 365 daga gamall, til að skora í Úrvalsdeildinni.
James var um tíma í láni hjá Swindon Town á leiktíðinni 2003/04. Árið 2004 yfirgaf James uppeldisfélag sitt og gekk til liðs við Newcastle United. Á keppnistímabilinu 2005/06 var James í láni hjá Aston Villa. Hann fór svo til þess félags árið 2008. James söðlaði um 2010 og gekk í raðir Manchster City. Þar lék hann til 2015 en þá kom hann á frjálsri sölu til Liverpool.
James er sem sagt 20 árum eftir sinn fyrsta leik kominn með 600 deildarleiki í efstu deild og alls 606 í öllum deildum. Ef leikir í öllum keppnum eru taldir hefur James leikið 833 leiki og skorað í þeim 84 mörk. Hann á að auki 61 landsleik með Englandi á ferilskránni og eitt landsliðsmark.
Hér að neðan er listi yfir þá fimm leikmenn sem hafa leikið flesta deildarleiki eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. James er nú fjórði.
Deildarleikirnir 600 skiptast svona á milli þeirra fimm félaga sem James hefur spilað með í efstu deild. Leikirnir með Swindon eru ekki taldir með því þeir voru utan efstu deildar.
Ekki er gott að segja hversu James Milner spilar lengi enn með Liverpool. Kannski ekki nema út þetta keppnistímabil. En er á meðan er!
TIL BAKA
James Milner kominn með 600. deildarleiki!
Þegar James Milner kom inn á sem varamaður gegn Southampton lék hann um leið sinn 600. deildarleik á ferli sínum. Frækilegt afrek!
James Milner lék sinn fyrsta deildarleik 10. nóvember 2002 þegar hann kom inn sem varmaður hjá Leeds United gegn West Ham United. Hann var þá 16 ára og 306 daga gamall. James skoraði fyrsta mark sitt fyrir Leeds á öðrum degi jóla það ár. Lees hafði sigur 2:1 á móti Sunderland í leiknum. Hann var þá yngstur allra, 16 ára og 365 daga gamall, til að skora í Úrvalsdeildinni.
James var um tíma í láni hjá Swindon Town á leiktíðinni 2003/04. Árið 2004 yfirgaf James uppeldisfélag sitt og gekk til liðs við Newcastle United. Á keppnistímabilinu 2005/06 var James í láni hjá Aston Villa. Hann fór svo til þess félags árið 2008. James söðlaði um 2010 og gekk í raðir Manchster City. Þar lék hann til 2015 en þá kom hann á frjálsri sölu til Liverpool.
James er sem sagt 20 árum eftir sinn fyrsta leik kominn með 600 deildarleiki í efstu deild og alls 606 í öllum deildum. Ef leikir í öllum keppnum eru taldir hefur James leikið 833 leiki og skorað í þeim 84 mörk. Hann á að auki 61 landsleik með Englandi á ferilskránni og eitt landsliðsmark.
Hér að neðan er listi yfir þá fimm leikmenn sem hafa leikið flesta deildarleiki eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. James er nú fjórði.
1. Gareth Barry 653.
2. Ryan Giggs 632.
3. Frank Lampard 609.
4. James Milner 600.
5. David James 572.
Deildarleikirnir 600 skiptast svona á milli þeirra fimm félaga sem James hefur spilað með í efstu deild. Leikirnir með Swindon eru ekki taldir með því þeir voru utan efstu deildar.
Leeds United 48 leikir.
Newcastle United 94 leikir.
Aston Villa 100 leikir.
Manchester City 147 leikir.
Liverpool 211 leikir.
Ekki er gott að segja hversu James Milner spilar lengi enn með Liverpool. Kannski ekki nema út þetta keppnistímabil. En er á meðan er!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan