| Sf. Gutt
Þær leiðu fréttir hafa borist að Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool, getur ekki tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í Katar. Hann meiddist á hné í næst síðasta leik Bayern Munchen áður en hlé var gert á keppni í þýsku deildinni.
Þetta eru sannarlega dapurlegar fréttir því Sadio og liðsfélagar hans í Selegal ætluðu sér stóa hluti á HM. Senegal varð Afríkumeistari í byrjun ársins og lið þeirra er mjög sterkt. En ljóst er að liðið verður talsvert veikara þegar Sadio nýtur ekki við.
Dvöl Sadio hjá Bayern Munchen hefur víst ekki verið jafn góð og hann taldi. Hann á að hafa sagt vinum og vandamönnum að hann sakni Liverpool og ensku knattspyrnunnar. Hann er í það minnsta búinn að vinna einn titil með Bayern en liðið vann þýska Stórbikarinn í sumar.
TIL BAKA
Sadio Mané úr leik

Þær leiðu fréttir hafa borist að Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool, getur ekki tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í Katar. Hann meiddist á hné í næst síðasta leik Bayern Munchen áður en hlé var gert á keppni í þýsku deildinni.

Þetta eru sannarlega dapurlegar fréttir því Sadio og liðsfélagar hans í Selegal ætluðu sér stóa hluti á HM. Senegal varð Afríkumeistari í byrjun ársins og lið þeirra er mjög sterkt. En ljóst er að liðið verður talsvert veikara þegar Sadio nýtur ekki við.

Dvöl Sadio hjá Bayern Munchen hefur víst ekki verið jafn góð og hann taldi. Hann á að hafa sagt vinum og vandamönnum að hann sakni Liverpool og ensku knattspyrnunnar. Hann er í það minnsta búinn að vinna einn titil með Bayern en liðið vann þýska Stórbikarinn í sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan