| Sf. Gutt
Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Katar heldur áfram. Komið er að fjórða fulltrúanum. Sá er óreyndastur allra leikmanna Liverpool á mótinu. Ibrahima Konaté er í liðshópi heimsmeistara Frakka.
Nafn: Ibrahima Konaté.
Fæðingardagur: 25. maí 1999.
Fæðingarstaður: París í Frakklandi.
Staða: Miðvörður.
Félög á ferli: Sochaux, Red Bull Leipzig og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 10. júní 2022 gegn Argentínu.
Landsleikjafjöldi: 2.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 33.
Mörk fyrir Liverpool: 3.
Stoðsetningar: 1.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Ibrahima var nýliði í liði Liverpool. Hann sýndi fljótlega styrk sinn og spilaði 29 leiki sem telst gott hjá ungum leikmanni á sinni fyrstu leiktíð hjá nýju liði.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Frakkinn er stór, sterkur og fljótur. Hann er talinn með efnilegri miðvörðum í Evrópu.
Hver er staða Ibrahima í landsliðinu? Hann er nýliði í liðinu og hefur aðeins leikið tvo leiki. Það kom nokkuð á óvart að hann skyldi vera valinn í hóp heimsmeistaranna.
Hvað um Frakkland? Frakkland varð heimsmeistari í Rússlandi fyrir fjórum árum. Liðið hefur því titil að verja. Franska liðið er eitt af allra sigurstranlegasta liðið á mótinu.
Alþjóðlegir titlar Frakklands: Heimsmeistarar 1998 og 2018. Evrópumeistarar landsliða 1984 og 2000. Álfukeppnin 2001 og 2003. Þjóðadeildin 2021.
Besti Frakki allra tíma? Það er úr mörgum að velja en Michel Platini var einn besti miðjumaður sögunnar. Hann var besti maður Frakka þegar liðið vann Evrópukeppni landsliða 1984 og skoraði níu mörk. Sjaldan hefur einn leikmaður átt stærri þátt í sigri þjóðar sinnar á stórmóti. Michel vann Gullboltann 1983, 1984 og 1985.
Vissir þú? Foreldrar Ibrahima eru frá Malí. Hann er næstyngstur af átta systkinum
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net
TIL BAKA
Fulltrúar Liverpool í Katar
Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Katar heldur áfram. Komið er að fjórða fulltrúanum. Sá er óreyndastur allra leikmanna Liverpool á mótinu. Ibrahima Konaté er í liðshópi heimsmeistara Frakka.
Nafn: Ibrahima Konaté.
Fæðingardagur: 25. maí 1999.
Fæðingarstaður: París í Frakklandi.
Staða: Miðvörður.
Félög á ferli: Sochaux, Red Bull Leipzig og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 10. júní 2022 gegn Argentínu.
Landsleikjafjöldi: 2.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 33.
Mörk fyrir Liverpool: 3.
Stoðsetningar: 1.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Ibrahima var nýliði í liði Liverpool. Hann sýndi fljótlega styrk sinn og spilaði 29 leiki sem telst gott hjá ungum leikmanni á sinni fyrstu leiktíð hjá nýju liði.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Frakkinn er stór, sterkur og fljótur. Hann er talinn með efnilegri miðvörðum í Evrópu.
Hver er staða Ibrahima í landsliðinu? Hann er nýliði í liðinu og hefur aðeins leikið tvo leiki. Það kom nokkuð á óvart að hann skyldi vera valinn í hóp heimsmeistaranna.
Hvað um Frakkland? Frakkland varð heimsmeistari í Rússlandi fyrir fjórum árum. Liðið hefur því titil að verja. Franska liðið er eitt af allra sigurstranlegasta liðið á mótinu.
Alþjóðlegir titlar Frakklands: Heimsmeistarar 1998 og 2018. Evrópumeistarar landsliða 1984 og 2000. Álfukeppnin 2001 og 2003. Þjóðadeildin 2021.
Besti Frakki allra tíma? Það er úr mörgum að velja en Michel Platini var einn besti miðjumaður sögunnar. Hann var besti maður Frakka þegar liðið vann Evrópukeppni landsliða 1984 og skoraði níu mörk. Sjaldan hefur einn leikmaður átt stærri þátt í sigri þjóðar sinnar á stórmóti. Michel vann Gullboltann 1983, 1984 og 1985.
Vissir þú? Foreldrar Ibrahima eru frá Malí. Hann er næstyngstur af átta systkinum
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan