| Sf. Gutt
Liverpool nær ekki að verja Deildarbikarinn eftir 3:2 tap í Manchester fyrir City. Það er verulega leiðinlegt að Liverpool nái ekki að verja bikarinn góða sem vannst eftir eftirminnilega vegferð á síðustu leiktíð.
Liverpool lenti undir á 10. mínútu á Ethihad þegar Erling Haaland stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Liverpool svaraði tíu mínútum seinna þegar Fabio Carvalho skoraði viðstöðulaust úr vítateignum eftir að James Milner hafði sent á hann. Liverpool stóð sannarlega uppi í hárinu á City sem tefldi fram heldur reyndara liði. Jafnt var í hálfleik.
Liverpool svaf á verðinum í byrjun síðari hálfleik. Riyad Mahrez fékk boltann í vítateignum og náði að skora neðst í vinstra hornið eftir tveggja mínútna leik. Liverpool beið ekki boðanna og jafnaði á næstu mínútu. Eftir hraða sókn lagði Darwin Núñez boltann fyrir markið á Mohamed Salah sem skoraði auðveldlega. Aftur jafnt.
Tíu mínútur liðu og City komst yfir í þriðja sinn. Eftir fyrirgjöf til vinstri skallaði Nathan Ake óverjandi í mark. Vörn Liverpool var ekki nógu vel á verði. Liverpool lék mjög vel á köflum í leiknum og hefði átt að jafna þegar tæpar 20 mínútur voru eftir. Darwin Núñez komst einn fram í vítateiginn en hann skaut framhjá. City hafði sigur og heldur áfram í keppninni en meistararnir eru úr leik!
Maður leiksins: Thiago Alcântara. Hann þurfti ekki að þreyta sig í Katar og því úthvíldur. Hann lék vel á miðjunni.
- Fabio Carvalho skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði í 15. sinn á keppnistímabilinu.
TIL BAKA
Úr leik!
Liverpool nær ekki að verja Deildarbikarinn eftir 3:2 tap í Manchester fyrir City. Það er verulega leiðinlegt að Liverpool nái ekki að verja bikarinn góða sem vannst eftir eftirminnilega vegferð á síðustu leiktíð.
Liverpool lenti undir á 10. mínútu á Ethihad þegar Erling Haaland stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Liverpool svaraði tíu mínútum seinna þegar Fabio Carvalho skoraði viðstöðulaust úr vítateignum eftir að James Milner hafði sent á hann. Liverpool stóð sannarlega uppi í hárinu á City sem tefldi fram heldur reyndara liði. Jafnt var í hálfleik.
Liverpool svaf á verðinum í byrjun síðari hálfleik. Riyad Mahrez fékk boltann í vítateignum og náði að skora neðst í vinstra hornið eftir tveggja mínútna leik. Liverpool beið ekki boðanna og jafnaði á næstu mínútu. Eftir hraða sókn lagði Darwin Núñez boltann fyrir markið á Mohamed Salah sem skoraði auðveldlega. Aftur jafnt.
Tíu mínútur liðu og City komst yfir í þriðja sinn. Eftir fyrirgjöf til vinstri skallaði Nathan Ake óverjandi í mark. Vörn Liverpool var ekki nógu vel á verði. Liverpool lék mjög vel á köflum í leiknum og hefði átt að jafna þegar tæpar 20 mínútur voru eftir. Darwin Núñez komst einn fram í vítateiginn en hann skaut framhjá. City hafði sigur og heldur áfram í keppninni en meistararnir eru úr leik!
Maður leiksins: Thiago Alcântara. Hann þurfti ekki að þreyta sig í Katar og því úthvíldur. Hann lék vel á miðjunni.
Fróðleikur
- Fabio Carvalho skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði í 15. sinn á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan