| Sf. Gutt
Harkið byrjar aftur á morgun. Brauð okkar og viðbit kallaði Bill Shankly þetta. Um er að ræða deildarkeppnina á Englandi. Allar aðrar keppnir eru merkilegar, eiga sína sögu og hafa sinn ljóma en þegar upp er staðið skiptir deildin mestu. Harkið byrjar sem sagt eftir heimsmeistaramótshléið. Heimsmeistararkeppnin sem aldrei hefði átt að vera eins og allt í kringum hana var til komið setti auðvitað knattspyrnudagatöl heimsins algjörlega úr skorðum. En það þýðir ekki að fást um það. Staðan er sú að eftir vetrarhlé vegna mótsins er þráðurinn nú aftur tekinn upp á jólum.
Það eru jól og því í mörg horn að líta hjá knattspyrnumönnum á Englandi. Löng hefð segir til um þetta sem er hið besta mál. Liverpool byrjaði auðvitað eftir hlé í Deildarbikarnum en féll úr leik á móti Manchester City eftir 3:2 tap. Liverpool spilaði samt lengst af prýðilega í þeim leik.
Rauði herinn heldur til Birmingham og tekur hús á Aston Villa. Fyrir nokkrum vikum hefðu stuðningsmenn Liverpool hlakkað til að sjá Steven Gerrard á hliðarlínunni gegn gamla liðinu sínu en hann er núna atvinnulaus. Reyndar er sá sem tók við honum hjá Rangers, Giovannivan Bronckhorst, líka atvinnulaus. Báðir fengu minna en eitt ár til að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Af hverju fá menn ekki tíma? Þetta geta varla talist góðir starfshættir. Svona geta kaupin á eyrinni gengið.
Aston Villa hefur eitthvað braggast eftir að Steven var látinn fara. Sem fyrr segir spilaði Liverpool prýðilega á móti Manchester City í Deildarbikarnum þrátt fyrir tap. Alveg nógu vel til að vinna flest lið. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 sigur á Aston Villa.
Gleðileg jól!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Aston Villa vs Liverpool
Harkið byrjar aftur á morgun. Brauð okkar og viðbit kallaði Bill Shankly þetta. Um er að ræða deildarkeppnina á Englandi. Allar aðrar keppnir eru merkilegar, eiga sína sögu og hafa sinn ljóma en þegar upp er staðið skiptir deildin mestu. Harkið byrjar sem sagt eftir heimsmeistaramótshléið. Heimsmeistararkeppnin sem aldrei hefði átt að vera eins og allt í kringum hana var til komið setti auðvitað knattspyrnudagatöl heimsins algjörlega úr skorðum. En það þýðir ekki að fást um það. Staðan er sú að eftir vetrarhlé vegna mótsins er þráðurinn nú aftur tekinn upp á jólum.
Það eru jól og því í mörg horn að líta hjá knattspyrnumönnum á Englandi. Löng hefð segir til um þetta sem er hið besta mál. Liverpool byrjaði auðvitað eftir hlé í Deildarbikarnum en féll úr leik á móti Manchester City eftir 3:2 tap. Liverpool spilaði samt lengst af prýðilega í þeim leik.
Rauði herinn heldur til Birmingham og tekur hús á Aston Villa. Fyrir nokkrum vikum hefðu stuðningsmenn Liverpool hlakkað til að sjá Steven Gerrard á hliðarlínunni gegn gamla liðinu sínu en hann er núna atvinnulaus. Reyndar er sá sem tók við honum hjá Rangers, Giovannivan Bronckhorst, líka atvinnulaus. Báðir fengu minna en eitt ár til að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Af hverju fá menn ekki tíma? Þetta geta varla talist góðir starfshættir. Svona geta kaupin á eyrinni gengið.
Aston Villa hefur eitthvað braggast eftir að Steven var látinn fara. Sem fyrr segir spilaði Liverpool prýðilega á móti Manchester City í Deildarbikarnum þrátt fyrir tap. Alveg nógu vel til að vinna flest lið. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 sigur á Aston Villa.
Gleðileg jól!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan