| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sjálfsmarkasigur
Liverpool vann Leicester í lokaleik ársins og geta þakkað varnarmanninum Wout Faes að mestu fyrir það. Varnarmaðurinn skoraði tvö sjálfsmörk og lokatölur 2-1.
Jürgen Klopp gerði eina breytingu frá leiknum við Aston Villa og setti Harvey Elliott inn fyrir Fabinho á miðjuna. Byrjunarliðið var því þannig skipað: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Thiago, Elliott, Oxlade-Chamberlain, Salah, Núnez. Á bekknum voru þeir Kelleher, Gomez, Konaté, Tsimikas, Bajcetic, Keita, Carvalho, Clark og Doak.
Áður en leikurinn hófst var mínútu þögn til minningar um David Johnson, fyrrum leikmann Liverpool og brasilísku goðsögnina Pelé. Leikurinn hófst og eftir aðeins fjórar mínútur voru Leicester komnir yfir. Þeir áttu markspyrnu og boltanum var spyrnt langt fram. Eitthvað voru þeir rauðu ekki með staðsetningarnar á hreinu, tveir Leicester menn náðu að koma boltanum áfram upp völlinn sem endaði með því að Kiernan Dewsbury-Hall var kominn einn í gegn og hann sendi boltann í markið framhjá Alisson. Ótrúleg gjöf til gestanna en það þýddi lítið að hengja haus og ekki eins og menn ættu að vera óvanir því að lenda undir. Það voru hinsvegar gestirnir sem voru kannski nær því að bæta vði marki frekar en hitt. Jamie Vardy sem hafði komið inná fyrir Patson Daka, fékk sendingu upp hægra megin og sá hlaup frá Harvey Barnes á fjærstöng. Sending Vardy virtist vera á réttri leið þegar Alexander-Arnold komst fyrir boltann og bjargaði í horn á hárréttum tíma.
En heimamenn hresstust nú eftir því sem leið á hálfleikinn og Salah fékk fínt skotfæri í teignum eftir að Núnez komst upp að endalínu vinstra megin og sendi út í teiginn, því miður hitti Salah ekki markið. Skömmu síðar skoraði Salah mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en einhvernveginn var eins og jöfnunarmarkið lægi í loftinu og það kæmi fyrir hálfleik. Wout Faes sá svo sannarlega til þess að þetta varð ekki bara tilfinning. Trent Alexander-Arnold sendi fyrir frá hægri og engin hætta virtist á ferðum. Faes hugðist hreinsa boltann burt, hitti hann illa og tókst á hreint magnaðan hátt að láta boltann detta í markið rétt undir slánni og alveg út við fjærstöngina. Fyrir aftan Belgann hafði svo Ward markmaður beðið rólegur og ætlað sér að handsama boltann en samskipti þeirra á milli voru greinilega ekki góð. Rétt fyrir hálfleik komst svo Núnez í úrvals færi þegar hann var sendur einn í gegn. Ward kom langt út á móti og Úrúgvæinn skaut boltanum framhjá honum við vítateigslínu. Boltinn skoppaði í fjærstöngina og þar var áðurefndur Faes mættur til að lúðra boltanum í burtu en tókst ekki betur til en svo að boltinn endaði í eigin marki aftur. Það er erfitt að vorkenna ekki Faes kallgreyinu en svona er þetta víst stundum í boltanum.
Það vantaði ekki færin báðu megin í seinni hálfleik en í stuttu máli tókst hvorugu liðinu að skora. Harvey Barnes var sem betur fer ekki á skotskónum og Alisson varði í eitt skipti vel frá honum í teignum. Salah og Núnez gerðu sig líklega en tókst hvorugum að skora. Þegar flautað var til leiksloka fór mikill léttir um Anfield enda mikilvæg þrjú stig í húsi eftir skrýtinn leik.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez, 86. mín.), Matip, van Dijk, Robertson (Tsimikas, 62. mín.), Elliott (Bajcetic, 86. mín.), Henderson, Thiago, Salah, Núnez, Oxlade-Chamberlain (Keita, 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Konaté, Carvalho, Clark, Doak.
Mörk Liverpool: Wout Faes, sjálfsmörk, (38. og 45. mín.).
Leicester City: Ward, Castagne, Amartey, Faes, Thomas, Ndidi (Tielemans, 59. mín.), Soumaré, Pérez (Iheanacho, 71. mín.), Dewsbury-Hall, Barnes, Daka (Vardy, 15. mín.). Ónotaðir varamenn: Söyüncü, Albrighton, Vestergaard, Mendy, Iversen, Brunt.
Mark Leicester: Dewsbury-Hall (4. mín.).
Gult spjald: Soumaré.
Áhorfendur á Anfield: 53.343.
Maður leiksins: Thiago var potturinn og pannan í leik liðsins. Byggði upp sóknir og braut þær niður hinumegin. Virkilega góður leikur hjá Spánverjanum.
Jürgen Klopp: ,,Úrslitin eru auðvitað ánægjuleg en við sáum öll að liðið spilaði ekki sinn besta leik. Byrjunin var slök og við fengum á okkur mark eftir markspyrnu. Ég man ekki eftir mörgum mörkum sem hafa komið eftir markspyrnu ef ég á að vera hreinskilinn. Við vorum hreinlega ekki til staðar ákkúrat þarna, vorum þrisvar sinnum of seinir að bregðast við og allt í einu er Dewsbury-Hall aleinn fyrir framan Alisson sem gat ekki bjargað okkur að þessu sinni. Í ofanálag spiluðum við svo uppí hendurnar á Leicester, töpuðum boltanum á röngum tímapunkti því við vorum of opnir og lengi vel náðum við ekki fótfestu í leiknum. En svo náðum við vopnum okkar og létum þá gera mistök, skoruðum mark sem var dæmt af og svo komu sjálfsmörkin tvö. Í seinni hálfleik vorum við betri og fengum frábær færi sem hefðu átt að klára leikinn. Leicester voru hinsvegar mjög góðir í leiknum og eiga hrós skilið. En að við nýttum ekki færin okkar er saga leiksins, þegar staðan er aðeins 2-1 gegn góðu liði þá verður maður að berjast í gegnum það. Við náðum því og ég er glaður, en augljóslega þurfum við að gera betur."
Fróðleikur:
- Í fyrsta sinn á tímabilinu hafa nú fjórir deildarleikir unnist í röð.
- Liverpool eru í 6. sæti deildarinnar eftir sigurinn með 28 stig eftir 16 leiki.
- Leicester sitja í 13. sæti með 17 stig eftir 17 leiki.
Jürgen Klopp gerði eina breytingu frá leiknum við Aston Villa og setti Harvey Elliott inn fyrir Fabinho á miðjuna. Byrjunarliðið var því þannig skipað: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Thiago, Elliott, Oxlade-Chamberlain, Salah, Núnez. Á bekknum voru þeir Kelleher, Gomez, Konaté, Tsimikas, Bajcetic, Keita, Carvalho, Clark og Doak.
Áður en leikurinn hófst var mínútu þögn til minningar um David Johnson, fyrrum leikmann Liverpool og brasilísku goðsögnina Pelé. Leikurinn hófst og eftir aðeins fjórar mínútur voru Leicester komnir yfir. Þeir áttu markspyrnu og boltanum var spyrnt langt fram. Eitthvað voru þeir rauðu ekki með staðsetningarnar á hreinu, tveir Leicester menn náðu að koma boltanum áfram upp völlinn sem endaði með því að Kiernan Dewsbury-Hall var kominn einn í gegn og hann sendi boltann í markið framhjá Alisson. Ótrúleg gjöf til gestanna en það þýddi lítið að hengja haus og ekki eins og menn ættu að vera óvanir því að lenda undir. Það voru hinsvegar gestirnir sem voru kannski nær því að bæta vði marki frekar en hitt. Jamie Vardy sem hafði komið inná fyrir Patson Daka, fékk sendingu upp hægra megin og sá hlaup frá Harvey Barnes á fjærstöng. Sending Vardy virtist vera á réttri leið þegar Alexander-Arnold komst fyrir boltann og bjargaði í horn á hárréttum tíma.
En heimamenn hresstust nú eftir því sem leið á hálfleikinn og Salah fékk fínt skotfæri í teignum eftir að Núnez komst upp að endalínu vinstra megin og sendi út í teiginn, því miður hitti Salah ekki markið. Skömmu síðar skoraði Salah mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en einhvernveginn var eins og jöfnunarmarkið lægi í loftinu og það kæmi fyrir hálfleik. Wout Faes sá svo sannarlega til þess að þetta varð ekki bara tilfinning. Trent Alexander-Arnold sendi fyrir frá hægri og engin hætta virtist á ferðum. Faes hugðist hreinsa boltann burt, hitti hann illa og tókst á hreint magnaðan hátt að láta boltann detta í markið rétt undir slánni og alveg út við fjærstöngina. Fyrir aftan Belgann hafði svo Ward markmaður beðið rólegur og ætlað sér að handsama boltann en samskipti þeirra á milli voru greinilega ekki góð. Rétt fyrir hálfleik komst svo Núnez í úrvals færi þegar hann var sendur einn í gegn. Ward kom langt út á móti og Úrúgvæinn skaut boltanum framhjá honum við vítateigslínu. Boltinn skoppaði í fjærstöngina og þar var áðurefndur Faes mættur til að lúðra boltanum í burtu en tókst ekki betur til en svo að boltinn endaði í eigin marki aftur. Það er erfitt að vorkenna ekki Faes kallgreyinu en svona er þetta víst stundum í boltanum.
Það vantaði ekki færin báðu megin í seinni hálfleik en í stuttu máli tókst hvorugu liðinu að skora. Harvey Barnes var sem betur fer ekki á skotskónum og Alisson varði í eitt skipti vel frá honum í teignum. Salah og Núnez gerðu sig líklega en tókst hvorugum að skora. Þegar flautað var til leiksloka fór mikill léttir um Anfield enda mikilvæg þrjú stig í húsi eftir skrýtinn leik.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez, 86. mín.), Matip, van Dijk, Robertson (Tsimikas, 62. mín.), Elliott (Bajcetic, 86. mín.), Henderson, Thiago, Salah, Núnez, Oxlade-Chamberlain (Keita, 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Konaté, Carvalho, Clark, Doak.
Mörk Liverpool: Wout Faes, sjálfsmörk, (38. og 45. mín.).
Leicester City: Ward, Castagne, Amartey, Faes, Thomas, Ndidi (Tielemans, 59. mín.), Soumaré, Pérez (Iheanacho, 71. mín.), Dewsbury-Hall, Barnes, Daka (Vardy, 15. mín.). Ónotaðir varamenn: Söyüncü, Albrighton, Vestergaard, Mendy, Iversen, Brunt.
Mark Leicester: Dewsbury-Hall (4. mín.).
Gult spjald: Soumaré.
Áhorfendur á Anfield: 53.343.
Maður leiksins: Thiago var potturinn og pannan í leik liðsins. Byggði upp sóknir og braut þær niður hinumegin. Virkilega góður leikur hjá Spánverjanum.
Jürgen Klopp: ,,Úrslitin eru auðvitað ánægjuleg en við sáum öll að liðið spilaði ekki sinn besta leik. Byrjunin var slök og við fengum á okkur mark eftir markspyrnu. Ég man ekki eftir mörgum mörkum sem hafa komið eftir markspyrnu ef ég á að vera hreinskilinn. Við vorum hreinlega ekki til staðar ákkúrat þarna, vorum þrisvar sinnum of seinir að bregðast við og allt í einu er Dewsbury-Hall aleinn fyrir framan Alisson sem gat ekki bjargað okkur að þessu sinni. Í ofanálag spiluðum við svo uppí hendurnar á Leicester, töpuðum boltanum á röngum tímapunkti því við vorum of opnir og lengi vel náðum við ekki fótfestu í leiknum. En svo náðum við vopnum okkar og létum þá gera mistök, skoruðum mark sem var dæmt af og svo komu sjálfsmörkin tvö. Í seinni hálfleik vorum við betri og fengum frábær færi sem hefðu átt að klára leikinn. Leicester voru hinsvegar mjög góðir í leiknum og eiga hrós skilið. En að við nýttum ekki færin okkar er saga leiksins, þegar staðan er aðeins 2-1 gegn góðu liði þá verður maður að berjast í gegnum það. Við náðum því og ég er glaður, en augljóslega þurfum við að gera betur."
Fróðleikur:
- Í fyrsta sinn á tímabilinu hafa nú fjórir deildarleikir unnist í röð.
- Liverpool eru í 6. sæti deildarinnar eftir sigurinn með 28 stig eftir 16 leiki.
- Leicester sitja í 13. sæti með 17 stig eftir 17 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan