| Sf. Gutt

Fyrirliðinn frá vegna heilahristings


Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gat ekki leikið á móti Brentford á öðrum í nýári. Ástæðan var heilahristingur sem hann fékk eftir höfuðhögg á móti Leicester City kvöldið fyrir gamlársdag. Mikið af meiðslum Liverpool á leiktíðinni hafa verið heldur slysaleg. Sama má segja um heilahristinginn sem Jordan fékk en hann fékk höfuðhöggið í blálok leiksins við Leicester. Hann fór því ekki af velli vegna höfuðhöggsins. 

Farið var að verklagsreglum með að Jordan skildi ekki spila á móti Brentford. Þær reglur fela í sér að leikmaður er settur í nokkurs konar leikbann af læknaliði síns félags þó svo að hann treysti sér kannski sjálfur til að spila. Jordan verður örugglega leikfær á móti Wolverhampton Wanderes í FA bikarnum á laugardaginn. Það verður gott að fá fyrirliðann aftur til leiks.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan