| Sf. Gutt
Liverpool og Wolverhampton Wanderes skildu jöfn 2:2 í FA bikarnum á Anfield í kvöld. Liðin þurfa því að mætast aftur seinna í þessum mánuði til að gera út um viðureign sína.
Eftir slæmt tap fyrir Brentford í byrjun ársins var komið að fyrsta verkefni í að verja FA bikarinn. Liverpool stillti upp sínu besta mögulega liði. Hollendingurinn Cody Gakpo fékk sæti í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik. Virgil van Dijk gat auðvitað ekki spilað vegna meiðsla. Þeir Joël Matip og Ibrahima Konaté voru miðverðir.
Liverpool byrjaði vel og hafði undirtökin framan af. Á 5. mínútu gaf Trent Alexander-Arnold frá hægri á Mohamed Salah sem reyndi að koma sér í skotstöðu við vítateiginn. Hann kom ekki skoti að marki en gaf þess í stað til vinstri á Cody. Hollendingurinn kom boltanum á markið en skotið var beint á markmann Wolves. En eins og svo oft á leiktíðinni lenti Liverpool undir. Eftir hroðaleg mistök Alisson Becker skoraði Goncalo Guedes auðveldlega á 26. mínútu. Alisson gaf boltann einfaldlega beint á leikmanninn! Óskiljanlegt!
Liverpool var í vandræðum eftir þetta en á lokamínútu hálfleiksins náði liðið að jafna. Liverpool vann boltann á vallarhelmingi sínum. Trent lék fram fyrir miðju og sendi svo langa sendingu fram að vítateig Wolves. Boltinn fór beint á Darwin Núnez sem stýrði boltanum viðstöðulaust í markið á snilldarlegan hátt. Glæsilegt mark og vel þegið að Darwin skyldi loksins skora en honum hafa verið mislagðar fætur í síðustu leikjum. Staðan jöfn í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleik vel og komst yfir á 52. mínútu. Cody, sem náði sér ekki á strik, sendi í átt að marki Wolves. Varnarmaður reyndi að skalla frá en það tókst ekki betur til en svo að hann skallaði aftur fyrir sig á Mohamed Salah. Egyptinn var vakandi eins og gammur, tók boltann vel niður og skoraði svo af öryggi út í hægra hornið. Leikmenn Wolves mótmæltu en Mohamed var ekki rangstæður því varnarmaður Wolves skallaði til hans.
Nú hefðu líklega flestir haldið að Liverpool myndi ekki láta happ úr hendi sleppa og landa sigri en Wolves náði að jafna á 66. mínútu. Eftir fyrirgjöf fór boltinn í Ibrahima Konaté og svo í Hwang Hee-Chan og af honum í markið af stuttu færi. Ótrúlega slysalegt mark og heppnin sannarlega með gestunum. Undir lokin skoraði svo Wolves eftir horn en Toti var dæmdur rangstæður. Atvikið var skoðað í óratíma og loks var rangstaða staðfest. Leiknum lauk því 2:2.
Liverpool er enn með í FA bikarkeppninni en aftur og enn er liðið ekki að spila nógu vel! Það þarf að fara að breytast!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez 85. mín.), Matip, Konaté, Robertson, Henderson (Keita 68. mín.), Fabinho (Elliott 75. mín.), Thiago, Salah (Doak 85. mín.), Núnez og Gakpo (Oxlade-Chamberlain 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Tsimikas, Carvalho og Phillips.
Mörk Liverpool: Darwin Núñez (45. mín.) og Mohamed Salah (52. mín).
Wolverhampton Wanderes: Sarkic, Lembikisa (Nélson Semedo 68. mín.), Collins, Gomes, Otto, Traoré, Neves (Hwang Hee-chan 63. mín.), Hodge, Aït-Nouri (Bueno 73. mín.), Jiménez (Santos Carneiro Da Cunha 63. mín.) og Gonçalo Guedes (Nunes 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Sá, Mosquera, Kilman og Ronan.
Mörk Wolverhampton Wanderes: Goncalo Guedes (26. mín.) og Hwang Hee-Chan (66. mín.).
Gult spjald: Castro Otto.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.636.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann stóð fyrir sínu og átti frábæra stoðsendingu þegar hann lagði upp markið fyrir Darwin Núñez.
- Cody Gakpo spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Trent Alexander-Arnold lék sinn 250. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp 63 í þessum 250 leikjum.
- Darwin Núnez skoraði í tíunda sinn á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 17. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 173 sem hann skorar fyrir Liverpool.
- Mohamed er nú orðinn sjöundi markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
TIL BAKA
Jafnt í bikarnum
Liverpool og Wolverhampton Wanderes skildu jöfn 2:2 í FA bikarnum á Anfield í kvöld. Liðin þurfa því að mætast aftur seinna í þessum mánuði til að gera út um viðureign sína.
Eftir slæmt tap fyrir Brentford í byrjun ársins var komið að fyrsta verkefni í að verja FA bikarinn. Liverpool stillti upp sínu besta mögulega liði. Hollendingurinn Cody Gakpo fékk sæti í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik. Virgil van Dijk gat auðvitað ekki spilað vegna meiðsla. Þeir Joël Matip og Ibrahima Konaté voru miðverðir.
Liverpool byrjaði vel og hafði undirtökin framan af. Á 5. mínútu gaf Trent Alexander-Arnold frá hægri á Mohamed Salah sem reyndi að koma sér í skotstöðu við vítateiginn. Hann kom ekki skoti að marki en gaf þess í stað til vinstri á Cody. Hollendingurinn kom boltanum á markið en skotið var beint á markmann Wolves. En eins og svo oft á leiktíðinni lenti Liverpool undir. Eftir hroðaleg mistök Alisson Becker skoraði Goncalo Guedes auðveldlega á 26. mínútu. Alisson gaf boltann einfaldlega beint á leikmanninn! Óskiljanlegt!
Liverpool var í vandræðum eftir þetta en á lokamínútu hálfleiksins náði liðið að jafna. Liverpool vann boltann á vallarhelmingi sínum. Trent lék fram fyrir miðju og sendi svo langa sendingu fram að vítateig Wolves. Boltinn fór beint á Darwin Núnez sem stýrði boltanum viðstöðulaust í markið á snilldarlegan hátt. Glæsilegt mark og vel þegið að Darwin skyldi loksins skora en honum hafa verið mislagðar fætur í síðustu leikjum. Staðan jöfn í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleik vel og komst yfir á 52. mínútu. Cody, sem náði sér ekki á strik, sendi í átt að marki Wolves. Varnarmaður reyndi að skalla frá en það tókst ekki betur til en svo að hann skallaði aftur fyrir sig á Mohamed Salah. Egyptinn var vakandi eins og gammur, tók boltann vel niður og skoraði svo af öryggi út í hægra hornið. Leikmenn Wolves mótmæltu en Mohamed var ekki rangstæður því varnarmaður Wolves skallaði til hans.
Nú hefðu líklega flestir haldið að Liverpool myndi ekki láta happ úr hendi sleppa og landa sigri en Wolves náði að jafna á 66. mínútu. Eftir fyrirgjöf fór boltinn í Ibrahima Konaté og svo í Hwang Hee-Chan og af honum í markið af stuttu færi. Ótrúlega slysalegt mark og heppnin sannarlega með gestunum. Undir lokin skoraði svo Wolves eftir horn en Toti var dæmdur rangstæður. Atvikið var skoðað í óratíma og loks var rangstaða staðfest. Leiknum lauk því 2:2.
Liverpool er enn með í FA bikarkeppninni en aftur og enn er liðið ekki að spila nógu vel! Það þarf að fara að breytast!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez 85. mín.), Matip, Konaté, Robertson, Henderson (Keita 68. mín.), Fabinho (Elliott 75. mín.), Thiago, Salah (Doak 85. mín.), Núnez og Gakpo (Oxlade-Chamberlain 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Tsimikas, Carvalho og Phillips.
Mörk Liverpool: Darwin Núñez (45. mín.) og Mohamed Salah (52. mín).
Wolverhampton Wanderes: Sarkic, Lembikisa (Nélson Semedo 68. mín.), Collins, Gomes, Otto, Traoré, Neves (Hwang Hee-chan 63. mín.), Hodge, Aït-Nouri (Bueno 73. mín.), Jiménez (Santos Carneiro Da Cunha 63. mín.) og Gonçalo Guedes (Nunes 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Sá, Mosquera, Kilman og Ronan.
Mörk Wolverhampton Wanderes: Goncalo Guedes (26. mín.) og Hwang Hee-Chan (66. mín.).
Gult spjald: Castro Otto.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.636.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Hann stóð fyrir sínu og átti frábæra stoðsendingu þegar hann lagði upp markið fyrir Darwin Núñez.
Fróðleikur
- Cody Gakpo spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Trent Alexander-Arnold lék sinn 250. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp 63 í þessum 250 leikjum.
- Darwin Núnez skoraði í tíunda sinn á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 17. mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 173 sem hann skorar fyrir Liverpool.
- Mohamed er nú orðinn sjöundi markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan