| Sf. Gutt
Samningur Roberto Firmino við Liverpool rennur út á komandi sumri. En skyldi hann verða áfram eða lýkur ferli hans hjá Liverpool þegar samningurinn rennur út?
Eftir því sem best er vitað er Roberto alveg tilbúinn að vera áfram hjá Liverpool. Eins er talið að Jürgen Klopp vilji halda Brasilíumanninum áfram hjá félaginu. Einhverjar viðræður hafa farið fram um nýjan samning eftir því sem talið er.
Sadio Mané er auðvitað farinn en Luis Díaz, Darwin Núnez og Cody Gakpo hafa verið keyptir til félagsins í framlínuna. Svo eru þeir Mohamed Salah og Diogo Jota þar fyrir. Roberto finnst því kannski að hann eigi minni möguleika á stöðu í byrjunarliðinu en fyrir ári síðan.
En Roberto er búinn að spila mjög vel á leiktíðinni. Það er hann spilaði mjög vel áður en hann meiddist fyrir HM en síðan hefur hann ekki spilað einn einasta leik. Roberto var búinn að skora níu mörk áður en hann meiddist. Ekki vafi að fjarvera hans hefur haft sitt að segja um að Liverpool hefur ekki náð sér á strik.
Roberto er auðvitað einn reyndasti leikmaður Liverpool. Hann kom til félagsins sumarið 2015. Hann er búinn að leika 348 leiki, skora 107 mörk og leggja upp 71. Roberto verður 32. ára í haust svo varla verður gerður langur samningur við hann. Það er þó ljóst að hann gegnir enn mikilvægu hlutverki í liði Liverpool. Sumir segja að Liverpool spili alltaf vel þegar Roberto spilar vel. Það er mikið til í því!
TIL BAKA
Hvað verður um Roberto Firmino?

Samningur Roberto Firmino við Liverpool rennur út á komandi sumri. En skyldi hann verða áfram eða lýkur ferli hans hjá Liverpool þegar samningurinn rennur út?
Eftir því sem best er vitað er Roberto alveg tilbúinn að vera áfram hjá Liverpool. Eins er talið að Jürgen Klopp vilji halda Brasilíumanninum áfram hjá félaginu. Einhverjar viðræður hafa farið fram um nýjan samning eftir því sem talið er.
Sadio Mané er auðvitað farinn en Luis Díaz, Darwin Núnez og Cody Gakpo hafa verið keyptir til félagsins í framlínuna. Svo eru þeir Mohamed Salah og Diogo Jota þar fyrir. Roberto finnst því kannski að hann eigi minni möguleika á stöðu í byrjunarliðinu en fyrir ári síðan.

En Roberto er búinn að spila mjög vel á leiktíðinni. Það er hann spilaði mjög vel áður en hann meiddist fyrir HM en síðan hefur hann ekki spilað einn einasta leik. Roberto var búinn að skora níu mörk áður en hann meiddist. Ekki vafi að fjarvera hans hefur haft sitt að segja um að Liverpool hefur ekki náð sér á strik.

Roberto er auðvitað einn reyndasti leikmaður Liverpool. Hann kom til félagsins sumarið 2015. Hann er búinn að leika 348 leiki, skora 107 mörk og leggja upp 71. Roberto verður 32. ára í haust svo varla verður gerður langur samningur við hann. Það er þó ljóst að hann gegnir enn mikilvægu hlutverki í liði Liverpool. Sumir segja að Liverpool spili alltaf vel þegar Roberto spilar vel. Það er mikið til í því!
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan