| Sf. Gutt
Bikarmeistarar Liverpool eru komnir áfram í FA bikarnum eftir magnaðan 0:1 útisigur á Wolves. Liverpool komst á flot eftir strandið á suðurstöndinni um helgina og fær tækifæri til að bæta úr í næstu umferð í bikarnum en mótherjinn þá verður Brighton.
Átta breytingar voru gerðar á liði Liverpool eftir afhroðið í Brighton. Sumar breytingar voru kannski fyrirséðar en aðrar komu á óvart. Fjórir ungliðar, Caoimhin Kelleher, Fabio Carvalho, Stefan Bajcetic og Harvey Elliott, fengu sæti í byrjunarliðinu. Harvey er búinn að spila mikið á leiktíðinni en hinir fengu þarna traust frá þjálfaraliði Liverpool!
Wolves byrjaði af krafti en eftir nokkrar sekúndur fór rafmagnið af vellinum í nokkur andartök. En smá saman náðu leikmenn Liverpool að fóta sig. Liverpool komst svo yfir á 13. mínútu. Harvey Elliott fékk boltann á miðjum eigin vallarhelmingi sínum og rauk fram völlinn hægra megin. Um 30 metra frá marki lét Harvey skotið ríða af. Boltinn þandi netmöskvana að baki marki markvarðar Wolves. Stórglæsilegt mark og mikill fögnuður var yfir því hjá Rauða hernum innan vallar sem utan!
Um þremur mínútum seinna náði Liverpool góðu spili vinstra megin. Sóknin endaði með því að Kostas Tsimikas fékk boltann í vítateignum en skot hans fór yfir. Adama Traoré komst í góða stöðu hægra megin í teignum undir lok hálfleiksins en hann skaut yfir. Annars hafði Liverpool öll völd á vellinum fram að leikhléi og það var allt annað að sjá liðið en á móti Brighton.
Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Liverpool hafði góð tök á leiknum og það var ekki fyrr en undir lokin sem heimamenn fóru að ógna að einhverju marki. Varnarmenn Liverpool fórnuðu sér fyrir málstaðinn þannig að Caoimhin hafði lítið að gera í markinu. Á 90. mínútu sendi Harvey á varamanninn Curtis Jones sem komst inn í vítateiginn en skot hans fór rétt framhjá. Mikil spenna var á lokasekúndunum þegar Wolves fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Boltinn hitti ekki markið og leikmenn Liverpool fögnuðu mögnuðum sigri!
Liverpool lék mun betur en í síðustu leikjum. Allir leikmenn liðsins lögðu sig fram og þeir sem komu inn í liðið ekki síst. Nú þarf að taka þennan sigur með í nesti fyrir næstu leiki og koma liðinu á skrið.
Wolverhampton Wanderes: Sá, Lembikisa (Nélson Semedo 45. mín.), Collins, Gomes, Castro Otto (Podence 64. mín.), Hodge (Nunes 45. mín.), Neves, Traoré, João Moutinho (Santos Carneiro Da Cunha 65. mín.), Aït-Nouri og Jiménez (Diego Costa 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Sarkic, Hwang Hee-chan, Kilman og Bueno.
Gult spjald: Adama Traoré.
Liverpool: Kelleher, Milner (Phillips 66. mín.), Konaté, Gomez, Tsimikas, Keïta, Bajcetic (Fabinho 75. mín.), Thiago (Doak 75. mín.), Elliott, Gakpo (Salah 66. mín.) og Carvalho (Jones 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Alisson, Oxlade-Chamberlain, Robertson og Matip.
Mark Liverpool: Harvey Elliott (13. mín.).
Gul spjöld: Thiago Alcântara, Nathaniel Phillips og Joe Gomez.
Áhorfendur á Molineux: 30.948.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Fyrir utan að skora stórglæsilegt sigurmark þá var pilturinn frábær. Hann barðist eins og ljón frá upphafi til allra síðustu mínútu.
Jürgen Klopp: ,,Manni finnst eins og liðin séu ár og öld frá því við upplifðum síðast tilfinninguna sem fylgir því að vinna og spila vel. Við þurftum að berjast eins og ljón undir lokin en við stjórnuðum leiknum löngum stundum. Þetta er frábært og einmitt þau viðbrögð sem við vildum fá."
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á því Herrans ári 2023.
- Harvey Elliott skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni.
- Liverpool hélt markinu hreinu í fyrsta sinn í átta leikjum.
- Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool og Wolves mætast í FA bikarnum frá 2017. Wolves komst áfam 2017 og 2019 en nú var komið að Liverpool.
TIL BAKA
Bikarmeistararnir áfram!
Bikarmeistarar Liverpool eru komnir áfram í FA bikarnum eftir magnaðan 0:1 útisigur á Wolves. Liverpool komst á flot eftir strandið á suðurstöndinni um helgina og fær tækifæri til að bæta úr í næstu umferð í bikarnum en mótherjinn þá verður Brighton.
Átta breytingar voru gerðar á liði Liverpool eftir afhroðið í Brighton. Sumar breytingar voru kannski fyrirséðar en aðrar komu á óvart. Fjórir ungliðar, Caoimhin Kelleher, Fabio Carvalho, Stefan Bajcetic og Harvey Elliott, fengu sæti í byrjunarliðinu. Harvey er búinn að spila mikið á leiktíðinni en hinir fengu þarna traust frá þjálfaraliði Liverpool!
Wolves byrjaði af krafti en eftir nokkrar sekúndur fór rafmagnið af vellinum í nokkur andartök. En smá saman náðu leikmenn Liverpool að fóta sig. Liverpool komst svo yfir á 13. mínútu. Harvey Elliott fékk boltann á miðjum eigin vallarhelmingi sínum og rauk fram völlinn hægra megin. Um 30 metra frá marki lét Harvey skotið ríða af. Boltinn þandi netmöskvana að baki marki markvarðar Wolves. Stórglæsilegt mark og mikill fögnuður var yfir því hjá Rauða hernum innan vallar sem utan!
Um þremur mínútum seinna náði Liverpool góðu spili vinstra megin. Sóknin endaði með því að Kostas Tsimikas fékk boltann í vítateignum en skot hans fór yfir. Adama Traoré komst í góða stöðu hægra megin í teignum undir lok hálfleiksins en hann skaut yfir. Annars hafði Liverpool öll völd á vellinum fram að leikhléi og það var allt annað að sjá liðið en á móti Brighton.
Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Liverpool hafði góð tök á leiknum og það var ekki fyrr en undir lokin sem heimamenn fóru að ógna að einhverju marki. Varnarmenn Liverpool fórnuðu sér fyrir málstaðinn þannig að Caoimhin hafði lítið að gera í markinu. Á 90. mínútu sendi Harvey á varamanninn Curtis Jones sem komst inn í vítateiginn en skot hans fór rétt framhjá. Mikil spenna var á lokasekúndunum þegar Wolves fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Boltinn hitti ekki markið og leikmenn Liverpool fögnuðu mögnuðum sigri!
Liverpool lék mun betur en í síðustu leikjum. Allir leikmenn liðsins lögðu sig fram og þeir sem komu inn í liðið ekki síst. Nú þarf að taka þennan sigur með í nesti fyrir næstu leiki og koma liðinu á skrið.
Wolverhampton Wanderes: Sá, Lembikisa (Nélson Semedo 45. mín.), Collins, Gomes, Castro Otto (Podence 64. mín.), Hodge (Nunes 45. mín.), Neves, Traoré, João Moutinho (Santos Carneiro Da Cunha 65. mín.), Aït-Nouri og Jiménez (Diego Costa 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Sarkic, Hwang Hee-chan, Kilman og Bueno.
Gult spjald: Adama Traoré.
Liverpool: Kelleher, Milner (Phillips 66. mín.), Konaté, Gomez, Tsimikas, Keïta, Bajcetic (Fabinho 75. mín.), Thiago (Doak 75. mín.), Elliott, Gakpo (Salah 66. mín.) og Carvalho (Jones 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Alisson, Oxlade-Chamberlain, Robertson og Matip.
Mark Liverpool: Harvey Elliott (13. mín.).
Gul spjöld: Thiago Alcântara, Nathaniel Phillips og Joe Gomez.
Áhorfendur á Molineux: 30.948.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Fyrir utan að skora stórglæsilegt sigurmark þá var pilturinn frábær. Hann barðist eins og ljón frá upphafi til allra síðustu mínútu.
Jürgen Klopp: ,,Manni finnst eins og liðin séu ár og öld frá því við upplifðum síðast tilfinninguna sem fylgir því að vinna og spila vel. Við þurftum að berjast eins og ljón undir lokin en við stjórnuðum leiknum löngum stundum. Þetta er frábært og einmitt þau viðbrögð sem við vildum fá."
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á því Herrans ári 2023.
- Harvey Elliott skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni.
- Liverpool hélt markinu hreinu í fyrsta sinn í átta leikjum.
- Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool og Wolves mætast í FA bikarnum frá 2017. Wolves komst áfam 2017 og 2019 en nú var komið að Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan