| Sf. Gutt
Það er ekki eitt heldur allt. Nú er annar miðvörður Liverpool úr leik næstu vikurnar. Ibrahima Konaté fann fyrir eymslum aftan í læri eftir leik Liverpool og Brighton um helgina. Talið er að hann verði frá æfingum og keppni í tvær til þrjár vikur.
Þetta er í annað eða þriðja sinn sem Frakkinn lendir á meiðslalistanum það sem af er leiktíðar. Hann meiddist slysalega í síðasta æfingaleiknum fyrir leiktíðina gegn Strassborg og var frá leik frameftir hausti. Ibrahima er bara búinn að spila tíu leiki á allri leiktíðinni.
Fyrir var Virgil van Dijk, af miðvörðum Liverpool, á meiðslalistanum. Hann meiddist í byrjun ársins og á eitthvað í land með að geta farið að æfa og keppa að nýju.
TIL BAKA
Ibrahima Konaté meiddur

Það er ekki eitt heldur allt. Nú er annar miðvörður Liverpool úr leik næstu vikurnar. Ibrahima Konaté fann fyrir eymslum aftan í læri eftir leik Liverpool og Brighton um helgina. Talið er að hann verði frá æfingum og keppni í tvær til þrjár vikur.
Þetta er í annað eða þriðja sinn sem Frakkinn lendir á meiðslalistanum það sem af er leiktíðar. Hann meiddist slysalega í síðasta æfingaleiknum fyrir leiktíðina gegn Strassborg og var frá leik frameftir hausti. Ibrahima er bara búinn að spila tíu leiki á allri leiktíðinni.

Fyrir var Virgil van Dijk, af miðvörðum Liverpool, á meiðslalistanum. Hann meiddist í byrjun ársins og á eitthvað í land með að geta farið að æfa og keppa að nýju.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan