| Sf. Gutt
Hrakfarir Liverpool á þessu nýja Herrans ári halda áfram. Nú steinlá Liverpool 3:0 fyrir Wolverhampton Wanderes. Liverpool hefur ekki unnið deildarleik það sem af er árinu.
Eftir því sem hægt er var sterkasta liði stillt upp. Ibrahima Konaté meiddist um síðstu helgi og tók Joël Matip stöðu hans við hlið Joe Gomez. Darwin Núnez kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn eftir að hann meiddist.
Liverpool spilaði síðast sunnudaginn um síðustu helgi og því hefði mátt ætla að liðið kæmi sterkt til leiks en sú varð alls ekki raunin. Þvert á móti! Alisson Becker varði langskot frá Matheus Cunha eftir tvær mínútur og á 5. mínútu komust Úlfarnir yfir. Joël Matip ruglaðist algjörlega í rýminu í vörninni og það átti reyndar um fleiri félaga hans. Hwang Hee-Chan reyndi að koma boltanum fyrir frá hægri. Joël renndi sér fyrir boltann og stýrði honum í eigið mark. Hræðileg byrjun svo ekki sé meira sagt en ekkert nýtt í því!
Á 12. mínútu versnaði staðan enn frekar. Eftir aukaspyrnu frá hægri stefndi boltinn beint á Alisson en Joe skallaði boltann frá honum en ekki bara það heldur aftur fyrir sig. Boltinn barst svo til Craig Dawson sem þrumaði honum í markið. Lygilegt að horfa upp á varnarmenn Liverpool gersamlega úti á túni!
Liverpool náði næstum að laga stöðuna tveimur mínútm seinna þegar Darwin fékk sendingu fram. Hann skaut að marki og boltinn virtist ætla að fara yfir markmann Wolves en hann náði að slá boltann yfir. Vel gert hjá honum. Wolves var miklu sterkara liðið fram að hálfleik og leiddi verðskuldað.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti. Það var eins og leikmenn liðsins væru loksins vaknaðir af værum svefni og menn fóru að beita sér. Tími til kominn! Snemma í hálfleiknum átti Naby Keita skot úr teignum sem fór í hendi varnarmanns og hefði átt að dæma víti en ekkert var dæmt!
Sókn Liverpool var linnulaus og á 67. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold fram á Darwin sem komst einn á móti markmanni Wolves. Darwin negldi að marki en skot hans var varið. Fjórum mínutum seinna náði Wolves sinni fyrstu sókn í hálfleiknum. Adama Traore fékk boltann út til hægri í hraðri skyndisókn. Hann gaf þvert til vinstri á Ruben Neves sem renndi sér inn í vítateiginn og skoraði örugglega. Sigur Wolves var þar með innsiglaður þó nóg væri eftir af leiknum!
Hrakfarir Liverpool virðast engan endi ætla að taka. Leikmenn liðsins eru gersamlega rúnir öllu sjálfstrausti og leikur liðsins er í molum. Varnarleikurinn skipulagslaus, miðjuspilið fóþekkjanlegt og sókarleikurinn eftir því! Tapið í deildinni fyrir Brighton var talið það versta í áraraðir en Brighton er með mun betra lið en Wolves. Þetta tap er því það versta!
Mörk Wolves: Joël Matip (30. mín.), Craig Dawson (12. mín.) og Ruben Neves (71. mín.).
Gult spjald: Craig Dawson.
Gult spjald: Joe Gomez.
Áhorfendur á Molineux: 31.664.
Maður leiksins: Stefan Bajcetic. Þessi ungi strákur er búinn að spila ótrúlega vel síðustu vikurnar og hann stóð fyrir sínu í leiknum. Annað verður vart sagt um aðra leikmenn Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Mjög gremjulegt og vonbrigðin eru gríðarleg. Upphafskafli leiksins var skelfilegur. Hann var alveg í andstöðu við það sem við höfðum ætlað okkur að gera. Að vera tveimur mörkum undir eftir tólf mínútur hjálpar ekki til eins og staðan er hjá okkur. Svona er bara ekki í boði!"
- Þetta var þriðja viðureign Liverpool og Wolves hingað til á árinu. Liðin skildu jöfn 2:2 í FA bikarnum. Liverpool vann svo aukaleikinn 0:1 á Molineux.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik það sem af er þessu ári.
- Liðið hefur tapað öllum útileikjum sínum á árinu og markatalan í þeim er 1:9.
- Fyrir leikinn hafði Liverpool unnið síðustu 11 deildarleiki gegn Wolves.
TIL BAKA
Hrakfarir Liverpool halda áfram!
Eftir því sem hægt er var sterkasta liði stillt upp. Ibrahima Konaté meiddist um síðstu helgi og tók Joël Matip stöðu hans við hlið Joe Gomez. Darwin Núnez kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn eftir að hann meiddist.
Liverpool spilaði síðast sunnudaginn um síðustu helgi og því hefði mátt ætla að liðið kæmi sterkt til leiks en sú varð alls ekki raunin. Þvert á móti! Alisson Becker varði langskot frá Matheus Cunha eftir tvær mínútur og á 5. mínútu komust Úlfarnir yfir. Joël Matip ruglaðist algjörlega í rýminu í vörninni og það átti reyndar um fleiri félaga hans. Hwang Hee-Chan reyndi að koma boltanum fyrir frá hægri. Joël renndi sér fyrir boltann og stýrði honum í eigið mark. Hræðileg byrjun svo ekki sé meira sagt en ekkert nýtt í því!
Á 12. mínútu versnaði staðan enn frekar. Eftir aukaspyrnu frá hægri stefndi boltinn beint á Alisson en Joe skallaði boltann frá honum en ekki bara það heldur aftur fyrir sig. Boltinn barst svo til Craig Dawson sem þrumaði honum í markið. Lygilegt að horfa upp á varnarmenn Liverpool gersamlega úti á túni!
Liverpool náði næstum að laga stöðuna tveimur mínútm seinna þegar Darwin fékk sendingu fram. Hann skaut að marki og boltinn virtist ætla að fara yfir markmann Wolves en hann náði að slá boltann yfir. Vel gert hjá honum. Wolves var miklu sterkara liðið fram að hálfleik og leiddi verðskuldað.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti. Það var eins og leikmenn liðsins væru loksins vaknaðir af værum svefni og menn fóru að beita sér. Tími til kominn! Snemma í hálfleiknum átti Naby Keita skot úr teignum sem fór í hendi varnarmanns og hefði átt að dæma víti en ekkert var dæmt!
Sókn Liverpool var linnulaus og á 67. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold fram á Darwin sem komst einn á móti markmanni Wolves. Darwin negldi að marki en skot hans var varið. Fjórum mínutum seinna náði Wolves sinni fyrstu sókn í hálfleiknum. Adama Traore fékk boltann út til hægri í hraðri skyndisókn. Hann gaf þvert til vinstri á Ruben Neves sem renndi sér inn í vítateiginn og skoraði örugglega. Sigur Wolves var þar með innsiglaður þó nóg væri eftir af leiknum!
Hrakfarir Liverpool virðast engan endi ætla að taka. Leikmenn liðsins eru gersamlega rúnir öllu sjálfstrausti og leikur liðsins er í molum. Varnarleikurinn skipulagslaus, miðjuspilið fóþekkjanlegt og sókarleikurinn eftir því! Tapið í deildinni fyrir Brighton var talið það versta í áraraðir en Brighton er með mun betra lið en Wolves. Þetta tap er því það versta!
Mörk Wolves: Joël Matip (30. mín.), Craig Dawson (12. mín.) og Ruben Neves (71. mín.).
Gult spjald: Craig Dawson.
Gult spjald: Joe Gomez.
Áhorfendur á Molineux: 31.664.
Maður leiksins: Stefan Bajcetic. Þessi ungi strákur er búinn að spila ótrúlega vel síðustu vikurnar og hann stóð fyrir sínu í leiknum. Annað verður vart sagt um aðra leikmenn Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Mjög gremjulegt og vonbrigðin eru gríðarleg. Upphafskafli leiksins var skelfilegur. Hann var alveg í andstöðu við það sem við höfðum ætlað okkur að gera. Að vera tveimur mörkum undir eftir tólf mínútur hjálpar ekki til eins og staðan er hjá okkur. Svona er bara ekki í boði!"
Fróðleikur
- Þetta var þriðja viðureign Liverpool og Wolves hingað til á árinu. Liðin skildu jöfn 2:2 í FA bikarnum. Liverpool vann svo aukaleikinn 0:1 á Molineux.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik það sem af er þessu ári.
- Liðið hefur tapað öllum útileikjum sínum á árinu og markatalan í þeim er 1:9.
- Fyrir leikinn hafði Liverpool unnið síðustu 11 deildarleiki gegn Wolves.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan