| Sf. Gutt
Loksins kom að fyrsta deildarsigri Liverpool á því Herrans ári 2023! Ekki spillti fyrir að sigurinn var á Everton! Liverpool vann sannfærandi sigur á Everton 2:0 á Anfield Road.
Mikil pressa hafði byggst upp á Liverpool og Jürgen Klopp síðustu vikurnar. Má segja að öll spjót hafi staðið á Þjóðverjanum eftir 3:0 tapið fyrir Wolves á dögunum. Hann gerði nokkrar breytingar á liðinu frá þeim leik. Thiago Alcantara var auðvitað frá vegna meiðsla. Jordan Henderson og Fabinho Tavarez komu inn á miðjuna. Það segir sína sögu um góða framgöngu Stefan Bajcetic síðustu vikurnar að unglingurinn hélt sæti sínu. Reyndar var það ekki spurning. Joël Matip og Joe Gomez, sem voru hroðalegir á móti Wolves, héldu stöðum sínum í hjarta varnarinnar. Góðu fréttirnar voru þær að Virgil van Dijk, Diogo Jota og Roberto Firmino voru á bekknum en mislanga fjarveru vegna meiðsla.
Stuðningsmenn Liverpool höfðu hvatt hvern annan til að styðja vel við bakið á liðinu sínu og svokallaður fánadagur var skipulagður. Andrúmsloftið var sérstaklega rafmagnað þegar flautað var til leiks! Stuðningsmenn Liverpool sungu You´ll Never Walk Alone af miklum krafti og bauluðu svo hressilega þegar Everton vann hlutkestið og létu leikmenn Liverpool sækja að The Kop enda vallarins í fyrri hálfleik.
Leikmenn Everton hefðu átt að vera í vígahug eftir magnaðan sigur á toppliði Arsenal í síðasta leik sem var sá fyrsti udnir stjórn Sean Dyce. En sá sigur skilaði sér ekki í góðum leik á Anfield. Liverpool tók fljótlega völdin án þess þó að leika sérstaklega vel. Liverpool fékk fyrsta færið á 17. mínútu. Eftir sendingu fyrir markið klippti Darwin Núnez boltann fyrir markið á Cody Kakpo sem Hollendingurinn skallaði framhjá úr upplögðu færi.
Á 30. mínútu klöppuðu áhorfendur til að heiðra minningu drengsins James Bulger. Það eru nú 30 ár liðin frá því þessum tveggja ára dreng var rænt og hann myrtur í Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool sungu You´ll Never Walk Alone. Tilfinningaþrungin stund.
Liverpool komst svo yfir á 36. mínútu. Sóknin sem gaf markið hófst reyndar með hornspyrnu Everton. Alex Iwobi sendi fyrir markið frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem James Tarkowski skallaði þvert fyrir markið. Boltinn fór í stöngina og hrökk út í teiginn. Liverpool bjargaði, Darwin Núnez náði boltanum og sendi fram á Mohamed Salah. Hann skilaði boltanum aftur til Darwin rétt utan vítateigsins. Úrúgvæjinn tók á rás vinstra megin og lék fram allan völl fram að vítateig Everton. Hann sendi boltann þá laglega fyrir markið. Mohamed var fyrstur að boltanum. Jordan Pickford markmaður Everton var úti á túni, markið autt og Mohamed sendi boltann í autt markið. Allt gekk af göflunum hjá stuðningsmönnum Liverpool! Magnað hraðaupphlaup. Einhver mældi 18 sekúndur frá því boltann fór í stöngina hjá Liverpool þar til hann fór yfir marklínuna hinu megin á vellinum! Staðan í hálfleik eftir gangi leiksins.
Liverpool bætti í strax eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik. Liverpool vann boltann úti við hliðarlínu vinstra megin á sínum vallarhelmingi. Boltinn gekk hratt manna á milli yfir til hægri. Mohamed sendi á Trent Alexander-Arnold og hann gaf fyrir markið. Cody Gakpo var mættur við vinstra markteigshornið og renndi boltanum í markið. Aftur fögnuðu stuðningsmenn Liverpool! Loksins kom fyrsta mark Hollendingsins. Honum var greinilega létt og hann signdi sig í bak og fyrir.
Um 12 mínútum seinna lagði Mohamed upp færi fyrir Darwin. Hann skaut að marki úr þröngu færi í vítateignum hægra megin en Jordan varði. Fjórar mínútur liðu og Cody tók góða rispu. Hann gaf svo á Darwin en gott bogaskot hans frá vinstri fór rétt framhjá fjærstönginni.
Segja má að fyrsta góða færi Everton hafi komið á 80. mínútu. Varamaðurinn Tom Davies fékk þá skallafæri eftir að Alisson Becker missti af fyrirgjöf frá hægri. Sem betur fer skallaði Tom yfir. Sigur Liverpool var ekki í nokkurri hættu eftir þetta og var svo sem ekki allan leikinn!
Liverpool spilaði sinn besta leik á árinu. Það er kannski ekki mikið sagt með því eftir hrakfarir síðustu vikna. En það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Menn börðust og voru einbeittir. Stuðninsmenn Liverpool skiluðu sínu. Allt lagðist á eitt og afraksturinn var sá að Liverpool borg er rauð! Ekkert er betra!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Gome, Robertson, Henderson (Milner 80. mín.), Fabinho, Bajcetic (Keïta 90. mín.), Salah (Elliott 90. mín.), Gakpo (Firmino 80. mín.) og Núnez (Jota 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, van Dijk, Tsimikas og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (36. mín.) og Cody Gakpo (49. mín.).
Gult spjald: Andrew Robertson.
Everton: Pickford, Coleman, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Iwobi, Doucouré, Gueye, Onana (Davies 78. mín.), McNeil (Maupay 78. mín.) og Simms (Gray 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Begovic, Holgate, Keane, Mina, Godfrey og Vinagre.
Gul spjöld: Abdoulaye Doucouré og Jordan Pickford.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.027.
Maður leiksins: Stefan Bajcetic. Unglingurinn var einfaldlega frábær. Hann barðist eins og ljón. Spilaði boltanum vel og sýndi ótrúlega þroskaðan leik. Svo sem ekki í fyrsta skipti sem hann gerir það í síðustu leikjum.
Jürgen Klopp: ,,Við vorum sjálfum okkur líkir og manni fannst þetta vera liðið eins og það á að sér að vera. Þessi úrslit voru óhemju léttir fyrir okkur. Því betur sem maður spilar því líklegra er að maður skori. Það var geysilega mikilvægt hversu vel liðið spilaði því við þurftum að láta til okkar taka. Fólkið okkar verðskuldaði þessa niðurstöðu."
- Mohamed Salah skoraði 18 mark sitt á leiktíðinni.
- Cody Gakpo skoraði í fyrsta sinn fyrir Liverpool.
- Andrew Robertson lék sinn 250. leik með Liverpool. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp 60!
- Alisson Becker hefur haldið hreinu í sex af átta leikjum sínum á móti Everton.
- Leikmenn Liverpool og Everton báru sorgarbönd vegna fórnarlamba jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Eins var minning James Bulger heiðruð með sorgarböndunum.
TIL BAKA
Liverpool borg er rauð!
Loksins kom að fyrsta deildarsigri Liverpool á því Herrans ári 2023! Ekki spillti fyrir að sigurinn var á Everton! Liverpool vann sannfærandi sigur á Everton 2:0 á Anfield Road.
Mikil pressa hafði byggst upp á Liverpool og Jürgen Klopp síðustu vikurnar. Má segja að öll spjót hafi staðið á Þjóðverjanum eftir 3:0 tapið fyrir Wolves á dögunum. Hann gerði nokkrar breytingar á liðinu frá þeim leik. Thiago Alcantara var auðvitað frá vegna meiðsla. Jordan Henderson og Fabinho Tavarez komu inn á miðjuna. Það segir sína sögu um góða framgöngu Stefan Bajcetic síðustu vikurnar að unglingurinn hélt sæti sínu. Reyndar var það ekki spurning. Joël Matip og Joe Gomez, sem voru hroðalegir á móti Wolves, héldu stöðum sínum í hjarta varnarinnar. Góðu fréttirnar voru þær að Virgil van Dijk, Diogo Jota og Roberto Firmino voru á bekknum en mislanga fjarveru vegna meiðsla.
Stuðningsmenn Liverpool höfðu hvatt hvern annan til að styðja vel við bakið á liðinu sínu og svokallaður fánadagur var skipulagður. Andrúmsloftið var sérstaklega rafmagnað þegar flautað var til leiks! Stuðningsmenn Liverpool sungu You´ll Never Walk Alone af miklum krafti og bauluðu svo hressilega þegar Everton vann hlutkestið og létu leikmenn Liverpool sækja að The Kop enda vallarins í fyrri hálfleik.
Leikmenn Everton hefðu átt að vera í vígahug eftir magnaðan sigur á toppliði Arsenal í síðasta leik sem var sá fyrsti udnir stjórn Sean Dyce. En sá sigur skilaði sér ekki í góðum leik á Anfield. Liverpool tók fljótlega völdin án þess þó að leika sérstaklega vel. Liverpool fékk fyrsta færið á 17. mínútu. Eftir sendingu fyrir markið klippti Darwin Núnez boltann fyrir markið á Cody Kakpo sem Hollendingurinn skallaði framhjá úr upplögðu færi.
Á 30. mínútu klöppuðu áhorfendur til að heiðra minningu drengsins James Bulger. Það eru nú 30 ár liðin frá því þessum tveggja ára dreng var rænt og hann myrtur í Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool sungu You´ll Never Walk Alone. Tilfinningaþrungin stund.
Liverpool komst svo yfir á 36. mínútu. Sóknin sem gaf markið hófst reyndar með hornspyrnu Everton. Alex Iwobi sendi fyrir markið frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem James Tarkowski skallaði þvert fyrir markið. Boltinn fór í stöngina og hrökk út í teiginn. Liverpool bjargaði, Darwin Núnez náði boltanum og sendi fram á Mohamed Salah. Hann skilaði boltanum aftur til Darwin rétt utan vítateigsins. Úrúgvæjinn tók á rás vinstra megin og lék fram allan völl fram að vítateig Everton. Hann sendi boltann þá laglega fyrir markið. Mohamed var fyrstur að boltanum. Jordan Pickford markmaður Everton var úti á túni, markið autt og Mohamed sendi boltann í autt markið. Allt gekk af göflunum hjá stuðningsmönnum Liverpool! Magnað hraðaupphlaup. Einhver mældi 18 sekúndur frá því boltann fór í stöngina hjá Liverpool þar til hann fór yfir marklínuna hinu megin á vellinum! Staðan í hálfleik eftir gangi leiksins.
Liverpool bætti í strax eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik. Liverpool vann boltann úti við hliðarlínu vinstra megin á sínum vallarhelmingi. Boltinn gekk hratt manna á milli yfir til hægri. Mohamed sendi á Trent Alexander-Arnold og hann gaf fyrir markið. Cody Gakpo var mættur við vinstra markteigshornið og renndi boltanum í markið. Aftur fögnuðu stuðningsmenn Liverpool! Loksins kom fyrsta mark Hollendingsins. Honum var greinilega létt og hann signdi sig í bak og fyrir.
Um 12 mínútum seinna lagði Mohamed upp færi fyrir Darwin. Hann skaut að marki úr þröngu færi í vítateignum hægra megin en Jordan varði. Fjórar mínútur liðu og Cody tók góða rispu. Hann gaf svo á Darwin en gott bogaskot hans frá vinstri fór rétt framhjá fjærstönginni.
Segja má að fyrsta góða færi Everton hafi komið á 80. mínútu. Varamaðurinn Tom Davies fékk þá skallafæri eftir að Alisson Becker missti af fyrirgjöf frá hægri. Sem betur fer skallaði Tom yfir. Sigur Liverpool var ekki í nokkurri hættu eftir þetta og var svo sem ekki allan leikinn!
Liverpool spilaði sinn besta leik á árinu. Það er kannski ekki mikið sagt með því eftir hrakfarir síðustu vikna. En það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Menn börðust og voru einbeittir. Stuðninsmenn Liverpool skiluðu sínu. Allt lagðist á eitt og afraksturinn var sá að Liverpool borg er rauð! Ekkert er betra!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Gome, Robertson, Henderson (Milner 80. mín.), Fabinho, Bajcetic (Keïta 90. mín.), Salah (Elliott 90. mín.), Gakpo (Firmino 80. mín.) og Núnez (Jota 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, van Dijk, Tsimikas og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (36. mín.) og Cody Gakpo (49. mín.).
Gult spjald: Andrew Robertson.
Everton: Pickford, Coleman, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Iwobi, Doucouré, Gueye, Onana (Davies 78. mín.), McNeil (Maupay 78. mín.) og Simms (Gray 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Begovic, Holgate, Keane, Mina, Godfrey og Vinagre.
Gul spjöld: Abdoulaye Doucouré og Jordan Pickford.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.027.
Maður leiksins: Stefan Bajcetic. Unglingurinn var einfaldlega frábær. Hann barðist eins og ljón. Spilaði boltanum vel og sýndi ótrúlega þroskaðan leik. Svo sem ekki í fyrsta skipti sem hann gerir það í síðustu leikjum.
Jürgen Klopp: ,,Við vorum sjálfum okkur líkir og manni fannst þetta vera liðið eins og það á að sér að vera. Þessi úrslit voru óhemju léttir fyrir okkur. Því betur sem maður spilar því líklegra er að maður skori. Það var geysilega mikilvægt hversu vel liðið spilaði því við þurftum að láta til okkar taka. Fólkið okkar verðskuldaði þessa niðurstöðu."
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 18 mark sitt á leiktíðinni.
- Cody Gakpo skoraði í fyrsta sinn fyrir Liverpool.
- Andrew Robertson lék sinn 250. leik með Liverpool. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp 60!
- Alisson Becker hefur haldið hreinu í sex af átta leikjum sínum á móti Everton.
- Leikmenn Liverpool og Everton báru sorgarbönd vegna fórnarlamba jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Eins var minning James Bulger heiðruð með sorgarböndunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan