| Sf. Gutt
Cody Gakpo er greinilega trúaður. Hann signdi sig eftir að hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í sigrinum á Everton. Hann setti færslu á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem hann sagði að Guð hefði ekki lofað auðveldu ferðalagi.
,,Guð sagði aldrei að þetta ferðalag yrði auðvelt en hann sagði að maður myndi uppskera við ferðalok. Þetta var mikilvægur sigur. Ég færi ykkur öllum þakkir."
Byrjun ferðalags Cody hjá Liverpool hefur ekki verið auðveld. Hann átti erfitt uppdráttaar í fyrstu leikjum sínum og sumir voru farnir að efast um að það hefði verið eitthvað vit í að kaupa hann. En á móti Everton skoraði hann loksins fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í sínum sjöunda leik fyrir félagið.
,,Það var mögnuð tilfinning að skora fyrsta mark mitt og eins út af því hversu mikilvægt það var. Ég er virkilega hamingjusamur. Þetta var magnað. Það er auðvitað alltaf gaman fyrir sóknarmenn að skora en það er alveg frábært að skora í grannaslag."
Cody spilaði sinn besta leik hingað til á móti Everton. Með því að skora komst hann í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta Merseybakka leik. Það er ekki mjög margir sem hafa afrekað það!
TIL BAKA
Guð lofaði ekki auðveldu ferðalagi!
Cody Gakpo er greinilega trúaður. Hann signdi sig eftir að hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í sigrinum á Everton. Hann setti færslu á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem hann sagði að Guð hefði ekki lofað auðveldu ferðalagi.
,,Guð sagði aldrei að þetta ferðalag yrði auðvelt en hann sagði að maður myndi uppskera við ferðalok. Þetta var mikilvægur sigur. Ég færi ykkur öllum þakkir."
Byrjun ferðalags Cody hjá Liverpool hefur ekki verið auðveld. Hann átti erfitt uppdráttaar í fyrstu leikjum sínum og sumir voru farnir að efast um að það hefði verið eitthvað vit í að kaupa hann. En á móti Everton skoraði hann loksins fyrsta mark sitt fyrir Liverpool í sínum sjöunda leik fyrir félagið.
,,Það var mögnuð tilfinning að skora fyrsta mark mitt og eins út af því hversu mikilvægt það var. Ég er virkilega hamingjusamur. Þetta var magnað. Það er auðvitað alltaf gaman fyrir sóknarmenn að skora en það er alveg frábært að skora í grannaslag."
Cody spilaði sinn besta leik hingað til á móti Everton. Með því að skora komst hann í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta Merseybakka leik. Það er ekki mjög margir sem hafa afrekað það!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan