| Sf. Gutt
Calvin Ramsay er líklega kominn í sumarfrí. Hann fór í aðgerð og verður frá næstu mánuði. Óheppnin hefur elt Skotann frá því hann kom til Liverpool frá Aberdeen síðasta sumar. Við komuna til Liverpool leiddi læknisskoðun í ljós að hann var meiddur í baki. Hann var lengi að ná sér af þeim meiðslum.
Calvin lék aðeins tvo leiki með Liverpool áður en hann meiddist aftur. Aðgerðin núna á að laga þau meiðsli. Á Instagram síðu sinni skrifaði Skotinn. ,,Aðgerðin gekk vel. Næst á dagskrá er að hvíla sig, ná sér og koma sterkari til leiks að nýju."
Á síðasta keppnistímabili var Calvin Ramsay kosinn Ungi leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum í Skotlandi. Á tveimur síðustu keppnistímabilum lék hann 39 leiki fyrir Aberdeen og skoraði eitt mark. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í nóvember í fyrra og þykir einn efnilegasti leikmaður Skota. Sem fyrr segir er Calvin búinn að spila tvo leiki með Liverpool. Framganga hans í þeim lofaði góðu.
TIL BAKA
Calvin kominn í sumarfrí
Calvin Ramsay er líklega kominn í sumarfrí. Hann fór í aðgerð og verður frá næstu mánuði. Óheppnin hefur elt Skotann frá því hann kom til Liverpool frá Aberdeen síðasta sumar. Við komuna til Liverpool leiddi læknisskoðun í ljós að hann var meiddur í baki. Hann var lengi að ná sér af þeim meiðslum.
Calvin lék aðeins tvo leiki með Liverpool áður en hann meiddist aftur. Aðgerðin núna á að laga þau meiðsli. Á Instagram síðu sinni skrifaði Skotinn. ,,Aðgerðin gekk vel. Næst á dagskrá er að hvíla sig, ná sér og koma sterkari til leiks að nýju."
Á síðasta keppnistímabili var Calvin Ramsay kosinn Ungi leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum í Skotlandi. Á tveimur síðustu keppnistímabilum lék hann 39 leiki fyrir Aberdeen og skoraði eitt mark. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í nóvember í fyrra og þykir einn efnilegasti leikmaður Skota. Sem fyrr segir er Calvin búinn að spila tvo leiki með Liverpool. Framganga hans í þeim lofaði góðu.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan