| Sf. Gutt
Þó allt hafi farið í vitleysu í síðari hálfleik leiks Liverpool og Real Madrid, og 2:5 tap orðið niðurstaðan, leit nýtt og merkilegt félagsmet dagsins ljós. Mohamed Salah skoraði í leiknum og er nú markahæstur í Evrópukeppnum í sögu Liverpool.
Egypski kóngurinn er nú búinn að skora 42 Evrópumörk einu fleira en Steven Gerrard sem hefur verið efstur á listanum síðustu árin. Hér að neðan er listi yfir þá tíu leikmenn Liverpool sem hafa skorað flest Evrópumörk í sögu félagsins. Fyrri talan er markatalan en sú seinni fjöldi leikja.
Ef tölur Mohamed og Steven eru bornar saman sést að Mohamed hefur skorað sín mörk í svo til helmingi færri leikjum en Steven. Vissulega var Steven miðjumaður og Mohamed er framherji. En þrátt fyrir það er markahlutfall Mohamed ótrúlegt!
Vonandi á Mohamed eftir að bæta við Evrópumörkum fyrir Liverpool á næsta keppnistímabili. En til þess þarf Liverpool að ná Evrópusæti!
TIL BAKA
Mohamed orðinn markahæstur í Evrópukeppnum!
Þó allt hafi farið í vitleysu í síðari hálfleik leiks Liverpool og Real Madrid, og 2:5 tap orðið niðurstaðan, leit nýtt og merkilegt félagsmet dagsins ljós. Mohamed Salah skoraði í leiknum og er nú markahæstur í Evrópukeppnum í sögu Liverpool.
Egypski kóngurinn er nú búinn að skora 42 Evrópumörk einu fleira en Steven Gerrard sem hefur verið efstur á listanum síðustu árin. Hér að neðan er listi yfir þá tíu leikmenn Liverpool sem hafa skorað flest Evrópumörk í sögu félagsins. Fyrri talan er markatalan en sú seinni fjöldi leikja.
1. Mohamed Salah 42 67
2. Steven Gerrard 41 130
3. Sadio Mané 26 58
4. Roberto Firmino 24 73
5. Michael Owen 22 50
6. Ian Rush 20 38
7. Roger Hunt 17 31
8. Terry McDermott 15 34
9. Dirk Kuyt 15 54
10. Robbie Fowler 14 44
Vonandi á Mohamed eftir að bæta við Evrópumörkum fyrir Liverpool á næsta keppnistímabili. En til þess þarf Liverpool að ná Evrópusæti!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan