| Sf. Gutt
Það liggur nú fyrir að Roberto Firmino yfirgefur Liverpool í sumar. Þar með lýkur glæsilegum ferli eins vinsælasta leikmanns Liverpool á seinni árum.
Umboðsmaður Roberto Firmino greindi frá því að Roberto hefði ákveðið eftir mikla umhugsun að réttast væri að breyta til og fara til annars félags. Hann hyggst færa sig um set og spila með liði í öðru landi. Hann mun ekki geta hugsað sér að spila með öðru liði á Englandi.
Vel var inn í myndinni að Roberto myndi gera nýjan samning við Liverpool en núgildandi samningur hans rennur út í sumar. En í raun varð ofan á að Roberto ákvað að breyta til. Ekki er um neina óánægju að ræða eða að Roberto geti ekki hugsað sér að vera áfram hjá Liverpool. Enda kom fram að Brasilíumaðurinn hefði tekið þessa ákvörðun eftir mikla umhugsun.
Roberto Firmino kom til Liverpool frá Hoffenheim sumarið 2015. Hann er nú búinn að spila 353 leiki með Liverpool, skora 107 mörk og leggja upp 71.
Roberto er án efa einn vinsælasti leikmaður Liverpool á seinni árum. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Liverpool og hans verður örugglega sárt saknað.
TIL BAKA
Roberto Firmino yfirgefur Liverpool í sumar

Það liggur nú fyrir að Roberto Firmino yfirgefur Liverpool í sumar. Þar með lýkur glæsilegum ferli eins vinsælasta leikmanns Liverpool á seinni árum.

Umboðsmaður Roberto Firmino greindi frá því að Roberto hefði ákveðið eftir mikla umhugsun að réttast væri að breyta til og fara til annars félags. Hann hyggst færa sig um set og spila með liði í öðru landi. Hann mun ekki geta hugsað sér að spila með öðru liði á Englandi.
Vel var inn í myndinni að Roberto myndi gera nýjan samning við Liverpool en núgildandi samningur hans rennur út í sumar. En í raun varð ofan á að Roberto ákvað að breyta til. Ekki er um neina óánægju að ræða eða að Roberto geti ekki hugsað sér að vera áfram hjá Liverpool. Enda kom fram að Brasilíumaðurinn hefði tekið þessa ákvörðun eftir mikla umhugsun.

Roberto Firmino kom til Liverpool frá Hoffenheim sumarið 2015. Hann er nú búinn að spila 353 leiki með Liverpool, skora 107 mörk og leggja upp 71.

Roberto er án efa einn vinsælasti leikmaður Liverpool á seinni árum. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Liverpool og hans verður örugglega sárt saknað.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan