| Sf. Gutt
Luis Díaz er á batavegi. Hann hefur ekki spilað frá því í haust vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Arsenal í London.
Allt útlit var á að Luis væri að ná sér eftir HM en þá kom bakslag í batann. Út var gefið að hann myndi ekki koma til leiks fyrr en á útmánuðum og virðist það vera að ganga eftir.
Luis er byrjaður að æfa. Það er þó ekki fullkomlega ljóst hvenær hann getur farið að spila á nýjan leik. Hugsanlega seinna í þessum mánuði.
Kólumbíumannsins hefur verið sárt saknað. Hann byrjaði þetta keppnistímabil af miklum krafti og var búinn að skora fjögur mörk og eiga tvær stoðsendingar áður en hann meiddist. Luis nær sér vonandi að fullu og kemur sterkur til leiks!
TIL BAKA
Luis á batavegi

Luis Díaz er á batavegi. Hann hefur ekki spilað frá því í haust vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Arsenal í London.
Allt útlit var á að Luis væri að ná sér eftir HM en þá kom bakslag í batann. Út var gefið að hann myndi ekki koma til leiks fyrr en á útmánuðum og virðist það vera að ganga eftir.
Luis er byrjaður að æfa. Það er þó ekki fullkomlega ljóst hvenær hann getur farið að spila á nýjan leik. Hugsanlega seinna í þessum mánuði.
Kólumbíumannsins hefur verið sárt saknað. Hann byrjaði þetta keppnistímabil af miklum krafti og var búinn að skora fjögur mörk og eiga tvær stoðsendingar áður en hann meiddist. Luis nær sér vonandi að fullu og kemur sterkur til leiks!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan