| HI
TIL BAKA
Allt hrundi í seinni hálfleik
Liverpool tapaði illa fyrir Manchester City á Etihad-vellinum í dag. Úrslitin voru 4-1 eftir að staðan var 1-1 í hálfleik. Skelfileg byrjun á seinni hálfleiknum fór með leikinn.
City sótti meira til að byrja með en Liverpool var þó alltaf líklegri í skyndisóknum. Alisson þurfti tvisvar að koma í veg fyrir mörk snemma leik með góðum vörslum en á 17. mínútu komst Liverpool yfir með góðri skyndisókn. Löng sending frá Trent á Jota blekkti rangstöðuvörn City og hann komst inn í teiginn þar sem Manuel Akanji hljóp hann uppi. Jota náði hins vegar að leggja boltann út í teiginn þar sem Mo Salah kom aðvífandi og afgreiddi boltann vel í fjærhornið. 1-0 fyrir Liverpool.
Sóknarþungi City jókst eftir markið. Gundogan og Ryhad Mahrez hittu ekki markið úr góðum færum. Salah komst svo í góða sendingarstöðu eftir hratt upphlaup en Jack Grealish komst inn í sendingu hans ætlaða Jota sem var á auðum sjó. Það reyndist afdrifaríkt að nýta ekki þetta væri því skömmu síðar, á 27. mínútu, jafnaði Coty leikinn. Samspil Mahrez og Gundogan dró van Dijk út úr stöðu og boltinn barst á vinstri kantinn á Grealish. Hann sendi á Julian Alvárez, sem lék í fremstu víglínu hjá City vegna meiðsla Erlings Haaland, og skoraði auðveldlega af stuttu færi.
Skömmu eftir þetta mark voru leikmenn Liverpool ósáttir þegar Rodri togaði í Cody Gakpo þegar hann var að leggja af stað í skyndisókn. Rodri hafði fengið gult spjald skömmu áður en slapp við það seinna gula, við afar litla hrifningu leikmanna Liverpool. Jordan Henderson fyrirliðið lét dómarann sérstaklega heyra það en aðeins var dæmd aukaspyrna og Rodri slapp með skrekkinn.
Seinni hálfleikurinn byrjaði skelfilega því City-menn komust yfir eftir 53 sekúndur þegar Kevin de Bruyne skoraði. Mahrez var dauðafrír á hægri kantinum og sendi fyrir þar sem de Bruyne skoraði auðveldlega. Og á 53. mínútu skoraði Ilkay Gundogan þegar hann hirti lausan bolta í teignum eftir að skot frá Alvárez hafði farið í varnarmann.
Eftir þetta átti Liverpoolliðið sér ekki viðreisnar von. Klopp gerði fjórfalda skiptingu á 70. mínútu - full seint að margra mati - þegar Darwin Nunez og Roberto Firmino komu inn í sóknina en í staðinn var það City sem bætti við fjórða markinu. Það gerði Jack Grealish, sem átti stórleik fyrir City í dag, eftir þríhyrningaspil við de Bruyne.
Afar slæmur dagur hjá Liverpool, einkum í seinni hálfleik, og ljóst að meistaradeildarsætið næst ekki með svona spilamennsku.
Mörk City: Julian Alvárez (27. mín), Kedvin de Bruyne (45. mín), Ilkay Gundogan (53. mín.), Jack Grealish (74. mín)
Gult spjald: Rodri
Mark Liverpool: Mohamed Salah (17. mín.).
Gult spjald: Salah.
Áhorfendur á Etihad: 52.877
Maður leiksins: Alisson. Bjargaði því sem bjargað varð.
Jürgen Klopp: „Ef við horfum á leikinn þá voru það kannski fjórir leikmenn sem spiluðu ágætlega - Hendo, Fabinho, Gakpo og Alisson. Ef við ætlum að ná stigum hér verða ellefu, jafnvel 14-15 leikmenn, að eiga toppleik. Það gerðist ekki í dag. Við skildum eftir alltof mikið pláss og vorum í raun heppnir að þeir skoruðu ekki eitt mark í viðbót.“
City sótti meira til að byrja með en Liverpool var þó alltaf líklegri í skyndisóknum. Alisson þurfti tvisvar að koma í veg fyrir mörk snemma leik með góðum vörslum en á 17. mínútu komst Liverpool yfir með góðri skyndisókn. Löng sending frá Trent á Jota blekkti rangstöðuvörn City og hann komst inn í teiginn þar sem Manuel Akanji hljóp hann uppi. Jota náði hins vegar að leggja boltann út í teiginn þar sem Mo Salah kom aðvífandi og afgreiddi boltann vel í fjærhornið. 1-0 fyrir Liverpool.
Sóknarþungi City jókst eftir markið. Gundogan og Ryhad Mahrez hittu ekki markið úr góðum færum. Salah komst svo í góða sendingarstöðu eftir hratt upphlaup en Jack Grealish komst inn í sendingu hans ætlaða Jota sem var á auðum sjó. Það reyndist afdrifaríkt að nýta ekki þetta væri því skömmu síðar, á 27. mínútu, jafnaði Coty leikinn. Samspil Mahrez og Gundogan dró van Dijk út úr stöðu og boltinn barst á vinstri kantinn á Grealish. Hann sendi á Julian Alvárez, sem lék í fremstu víglínu hjá City vegna meiðsla Erlings Haaland, og skoraði auðveldlega af stuttu færi.
Skömmu eftir þetta mark voru leikmenn Liverpool ósáttir þegar Rodri togaði í Cody Gakpo þegar hann var að leggja af stað í skyndisókn. Rodri hafði fengið gult spjald skömmu áður en slapp við það seinna gula, við afar litla hrifningu leikmanna Liverpool. Jordan Henderson fyrirliðið lét dómarann sérstaklega heyra það en aðeins var dæmd aukaspyrna og Rodri slapp með skrekkinn.
Seinni hálfleikurinn byrjaði skelfilega því City-menn komust yfir eftir 53 sekúndur þegar Kevin de Bruyne skoraði. Mahrez var dauðafrír á hægri kantinum og sendi fyrir þar sem de Bruyne skoraði auðveldlega. Og á 53. mínútu skoraði Ilkay Gundogan þegar hann hirti lausan bolta í teignum eftir að skot frá Alvárez hafði farið í varnarmann.
Eftir þetta átti Liverpoolliðið sér ekki viðreisnar von. Klopp gerði fjórfalda skiptingu á 70. mínútu - full seint að margra mati - þegar Darwin Nunez og Roberto Firmino komu inn í sóknina en í staðinn var það City sem bætti við fjórða markinu. Það gerði Jack Grealish, sem átti stórleik fyrir City í dag, eftir þríhyrningaspil við de Bruyne.
Afar slæmur dagur hjá Liverpool, einkum í seinni hálfleik, og ljóst að meistaradeildarsætið næst ekki með svona spilamennsku.
Mörk City: Julian Alvárez (27. mín), Kedvin de Bruyne (45. mín), Ilkay Gundogan (53. mín.), Jack Grealish (74. mín)
Gult spjald: Rodri
Mark Liverpool: Mohamed Salah (17. mín.).
Gult spjald: Salah.
Áhorfendur á Etihad: 52.877
Maður leiksins: Alisson. Bjargaði því sem bjargað varð.
Jürgen Klopp: „Ef við horfum á leikinn þá voru það kannski fjórir leikmenn sem spiluðu ágætlega - Hendo, Fabinho, Gakpo og Alisson. Ef við ætlum að ná stigum hér verða ellefu, jafnvel 14-15 leikmenn, að eiga toppleik. Það gerðist ekki í dag. Við skildum eftir alltof mikið pláss og vorum í raun heppnir að þeir skoruðu ekki eitt mark í viðbót.“
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan