| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Megavikan er lítið að gefa
Liverpool mætti Chelsea í 2. leik megavikunnar 1.-9.apríl (sem er reyndar rúmlega vika, en hvað um það) og gerði 0-0 jafntefli. Það þýðir að aðeins 1 stig af 9 mögulegum í vikunni er komið í hús.
Þótt maður sé þrælsúr eftir þennan leik var hann ekki alslæmur, svo allrar sanngirni sé nú gætt. Einhverntíma, í einhverjum allt öðrum veruleika en nú blasir við okkur hefði tap á Etihad og jafntefli á Brúnni ekki verið fullkomlega óásættanlegt, en staðan fyrir þessa svakalegu páskaviku var einfaldlega þannig að við þurftum nauðsynlega að fá meira út úr þessum leikjum til að eiga smá sjéns á því að spila í Meistaradeild á næsta tímabili.
Og við máttum líka alveg vonast eftir betri úrslitum, vitandi það að á þessu undarlega andlausa tímabili hefur okkar mönnum gengið betur að gíra sig upp gegn stóru liðunum en hinum. En svona er þetta. Sem betur fer misstíga flest lið í deildinni sig þessa dagana þannig að kannski er ennþá örlítil von á 4. sætinu. Það er alls ekkert ómögulegt að vinna Arsenal á sunnudaginn, þótt þeir séu ógnarsterkir. Anfield hefur allavega gefið talsvert betur en útivellirnir á þessari leiktíð, svo mikið er víst.
Þótt maður sé þrælsúr eftir þennan leik var hann ekki alslæmur, svo allrar sanngirni sé nú gætt. Einhverntíma, í einhverjum allt öðrum veruleika en nú blasir við okkur hefði tap á Etihad og jafntefli á Brúnni ekki verið fullkomlega óásættanlegt, en staðan fyrir þessa svakalegu páskaviku var einfaldlega þannig að við þurftum nauðsynlega að fá meira út úr þessum leikjum til að eiga smá sjéns á því að spila í Meistaradeild á næsta tímabili.
Og við máttum líka alveg vonast eftir betri úrslitum, vitandi það að á þessu undarlega andlausa tímabili hefur okkar mönnum gengið betur að gíra sig upp gegn stóru liðunum en hinum. En svona er þetta. Sem betur fer misstíga flest lið í deildinni sig þessa dagana þannig að kannski er ennþá örlítil von á 4. sætinu. Það er alls ekkert ómögulegt að vinna Arsenal á sunnudaginn, þótt þeir séu ógnarsterkir. Anfield hefur allavega gefið talsvert betur en útivellirnir á þessari leiktíð, svo mikið er víst.
Jürgen Klopp gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá City leiknum. Van Dijk var ekki með vegna meiðsla og bæði Trent og Robertson byrjuðu á bekknum, sem þýddi að Konaté var eini varnarmaðurinn sem hélt sæti sínu í byrjunarliðinu. Elliot var hvergi sjáanlegur og Gapko og Salah sátu á bekknum.
Leikurinn byrjaði í sjálfu sér ágætlega og bæði lið sýndu meiri sóknartilburði en maður átti von á í fyrri hálfleik. Okkar besta færi kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Fabinho átti gott skot á markið utan úr teig, en Fofana tókst einhvernveginn að reka andlitið í boltann og stýra honum framhjá. Chelsea átti líka sín færi en bæði Alisson og VAR komu okkur til bjargar.
Í seinni hálfleik var eiginlega allur vindur úr mönnum, a.m.k. okkar mönnum. Kovacic brenndi af dauðafæri á 47. mínútu mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Kai Havertz annað mark Chelsea í leiknum, en eftir VAR skoðun var það líka dæmt af. Haverts komst einn inn fyrir og reyndi að vippa yfir Alisson, Brassinn varði en boltinn hrökk af Havertz og í netið. Við fyrstu sýn virtist markið löglegt í mínu sjónvarpi, en í endursýningu sást greinilega að boltinn fór í höndina á Havertz.
Klopp setti Salah og Robertson inn á þegar korter var liðið á seinni hálfleikinn, en það breytti litlu. Reyndar var bara tímaspursmál hvenær Tsimikas myndi kosta okkur mark, þannig að hugsanlega breytti það töluverðu að fá Robertson inn. Ansi hreint döpur frammistaða hjá Grikkjanum í dag.
Á 79. mínútu komu Milner og Gapko inn fyrir Jones og Nunez, en leikurinn var áfram jafn daufur.
Eftir fimm mínútna uppbótartíma flautaði Anthony Taylor til leiksloka. Niðurstaðan 0-0 jafntefli, sem er svosem ekkert nýtt þegar þessi lið eiga í hlut. Fjórði 0-0 leikurinn í röð, ef venjulegir leiktími + framlenging úrslitaleikjanna í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð er talinn með. 420 markalausar mínútur - og vel það. Geri aðrir betur.
Liverpool er nú 7 stigum frá 4. sætinu þegar aðeins 10 leikir eru eftir. Enn er vissulega von, en veik er hún. Við getum tekið eitt og annað jákvætt úr þessum leik, aðallega þó að VAR úrskurðirnir skyldu falla okkur í vil. Að mínu mati voru báðir dómarnir hárréttir - og tiltölulega augljósir í endursýningu, en við höfum lent í ýmsu þegar kemur að teiknileikni og annarri breskri snilld þannig að við getum alveg glaðst yfir þessu.
Jürgen Klopp var auðmjúkur og yfirvegaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Hann viðurkenndi að leikurinn í kvöld færi ekki í sögubækurnar, en hann væri þó ánægður með margt í frammistöðu sinna manna:
„Við fengum eitt stig, það er allavega eitthvað. Við hefðum getað gert suma hluti betur, en við gerðum líka margt annað betur en í síðasta leik. Það er að minnsta kosti framför. Við verðum einfaldlega að taka eitt skref í einu."
Liverpool: Alisson, Gomes, Konaté, Matip, Tsimikas (Robertson á 65. mín.), Henderson, Jones (Milner á 79. mín.), Fabinho, Firmino (Salah á 65. mín.), Nunes (Gapko á 79. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Philips, Alexander-Arnold, Carvalho og Arthur.
Maður leiksins: Alisson var besti maður Liverpool í kvöld, það er engin spurning. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel, t.d. frá Havertz í „seinna marki" Chelsea. En hann gerði líka sitt til að koma blóðinu á hreyfingu í stuðningsmönnum þegar hann var rétt búinn að gefa Havertz ódýrt mark í fyrri hálfleik. Litríkur karakter og frábær markvörður sem verður vonandi hjá okkur mörg, mörg ár í viðbót.
YNWA!
Leikurinn byrjaði í sjálfu sér ágætlega og bæði lið sýndu meiri sóknartilburði en maður átti von á í fyrri hálfleik. Okkar besta færi kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Fabinho átti gott skot á markið utan úr teig, en Fofana tókst einhvernveginn að reka andlitið í boltann og stýra honum framhjá. Chelsea átti líka sín færi en bæði Alisson og VAR komu okkur til bjargar.
Í seinni hálfleik var eiginlega allur vindur úr mönnum, a.m.k. okkar mönnum. Kovacic brenndi af dauðafæri á 47. mínútu mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Kai Havertz annað mark Chelsea í leiknum, en eftir VAR skoðun var það líka dæmt af. Haverts komst einn inn fyrir og reyndi að vippa yfir Alisson, Brassinn varði en boltinn hrökk af Havertz og í netið. Við fyrstu sýn virtist markið löglegt í mínu sjónvarpi, en í endursýningu sást greinilega að boltinn fór í höndina á Havertz.
Klopp setti Salah og Robertson inn á þegar korter var liðið á seinni hálfleikinn, en það breytti litlu. Reyndar var bara tímaspursmál hvenær Tsimikas myndi kosta okkur mark, þannig að hugsanlega breytti það töluverðu að fá Robertson inn. Ansi hreint döpur frammistaða hjá Grikkjanum í dag.
Á 79. mínútu komu Milner og Gapko inn fyrir Jones og Nunez, en leikurinn var áfram jafn daufur.
Eftir fimm mínútna uppbótartíma flautaði Anthony Taylor til leiksloka. Niðurstaðan 0-0 jafntefli, sem er svosem ekkert nýtt þegar þessi lið eiga í hlut. Fjórði 0-0 leikurinn í röð, ef venjulegir leiktími + framlenging úrslitaleikjanna í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð er talinn með. 420 markalausar mínútur - og vel það. Geri aðrir betur.
Liverpool er nú 7 stigum frá 4. sætinu þegar aðeins 10 leikir eru eftir. Enn er vissulega von, en veik er hún. Við getum tekið eitt og annað jákvætt úr þessum leik, aðallega þó að VAR úrskurðirnir skyldu falla okkur í vil. Að mínu mati voru báðir dómarnir hárréttir - og tiltölulega augljósir í endursýningu, en við höfum lent í ýmsu þegar kemur að teiknileikni og annarri breskri snilld þannig að við getum alveg glaðst yfir þessu.
Jürgen Klopp var auðmjúkur og yfirvegaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Hann viðurkenndi að leikurinn í kvöld færi ekki í sögubækurnar, en hann væri þó ánægður með margt í frammistöðu sinna manna:
„Við fengum eitt stig, það er allavega eitthvað. Við hefðum getað gert suma hluti betur, en við gerðum líka margt annað betur en í síðasta leik. Það er að minnsta kosti framför. Við verðum einfaldlega að taka eitt skref í einu."
Liverpool: Alisson, Gomes, Konaté, Matip, Tsimikas (Robertson á 65. mín.), Henderson, Jones (Milner á 79. mín.), Fabinho, Firmino (Salah á 65. mín.), Nunes (Gapko á 79. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Philips, Alexander-Arnold, Carvalho og Arthur.
Maður leiksins: Alisson var besti maður Liverpool í kvöld, það er engin spurning. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel, t.d. frá Havertz í „seinna marki" Chelsea. En hann gerði líka sitt til að koma blóðinu á hreyfingu í stuðningsmönnum þegar hann var rétt búinn að gefa Havertz ódýrt mark í fyrri hálfleik. Litríkur karakter og frábær markvörður sem verður vonandi hjá okkur mörg, mörg ár í viðbót.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan