| Sf. Gutt
Þegar Diogo Jota skoraði fyrra mark sitt á móti Leeds United var það í fyrsta sinn í eitt ár og eina viku sem hann náði að skora mark fyrir Liverpool. Sannarlega tími til kominn að Portúgalinn kæmist á markalista á nýjan leik!
Það leið sem sagt eitt ár og 372 dagar á milli þess að Diogo skoraði á móti Watford í apríl í fyrra og þess að hann skoraði á móti Leeds United í gærkvöldi. Diogo bætti svo öðru marki við og átti að auki eina stoðsendingu.
Þó svo að rúmt ár hafi liðið milli marka er ekki öll sagan sögð. Innan þessa tíma var sumarfrí og svo bættust við nokkrir mánuðir við sem Diogo var frá vegna meiðsla. En samt sem áður voru komnir rúmlega 30 leikir frá því hann skoraði síðast. En nú er ekki ólíklegt að hann skori eitthvað af mörkum það sem eftir er af leiktíðinni!
Svo allrar sanngirni sé gætt skoraði Diogo eitt mark fyrir Portúgal á meðan á markaþurrð hans fyrir Liverpool stóð. Hann skoraði eitt af fjórum mörkum Portúgals í öruggum sigri á Tékkum í haust. Það var tíunda landsliðsmark hans.
TIL BAKA
Ár og vika!
Þegar Diogo Jota skoraði fyrra mark sitt á móti Leeds United var það í fyrsta sinn í eitt ár og eina viku sem hann náði að skora mark fyrir Liverpool. Sannarlega tími til kominn að Portúgalinn kæmist á markalista á nýjan leik!
Það leið sem sagt eitt ár og 372 dagar á milli þess að Diogo skoraði á móti Watford í apríl í fyrra og þess að hann skoraði á móti Leeds United í gærkvöldi. Diogo bætti svo öðru marki við og átti að auki eina stoðsendingu.
Þó svo að rúmt ár hafi liðið milli marka er ekki öll sagan sögð. Innan þessa tíma var sumarfrí og svo bættust við nokkrir mánuðir við sem Diogo var frá vegna meiðsla. En samt sem áður voru komnir rúmlega 30 leikir frá því hann skoraði síðast. En nú er ekki ólíklegt að hann skori eitthvað af mörkum það sem eftir er af leiktíðinni!
Svo allrar sanngirni sé gætt skoraði Diogo eitt mark fyrir Portúgal á meðan á markaþurrð hans fyrir Liverpool stóð. Hann skoraði eitt af fjórum mörkum Portúgals í öruggum sigri á Tékkum í haust. Það var tíunda landsliðsmark hans.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan