| Sf. Gutt
Það var mjög tilfinningaríkur dagur hjá Roberto Firmino á laugardaginn. Brasilíumaðurinn þakkaði Guði og sagðist vera hamingjusamur. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leik Liverpool og Aston Villa.
,,Til að byrja með fannst mér mjög erfitt að aðlagast loftslaginu, knattspyrnunni og bara öllu mögulegu. Það gildir svo sem um alla leikmenn."
,,Ég þakka Guði fyrir allt sem við höfum afrekað saman. Við afrekuðum allt hérna og unnum allt sem hægt var að vinna saman. Án liðsfélaga minna, fjölskyldu minnar og framkvæmdastjórans hefði maður aldrei getað þetta. Ég er mjög stoltur af þessari sögu sem við sköpuðum saman með afrekum okkar."
,,Jú, því miður náðum við ekki að vinna sigur. Þetta voru ekki úrslitin sem við stefndum á. En þetta var síðasti heimaleikurinn minn fyrir framan stuðningsmennina. Fjölskyldan mín var þarna, bara allir og vinir mínir. Það var auðvitað mikið af tilfinningum í gangi hjá mér og þetta var mjög gleðilegt. En þetta var allt gleðilegt. Ég skoraði síðasta markið mitt á heimavelli í þessari treyju og fyrir þetta stóra félag. Ég er mjög hamingjusamur!"
Roberto Firmino getur sannarlega verið stoltur af ferli sínum hjá Liverpool. Sjö titlar, 361 leikur, 110 mörk og 72 stoðsendingar. Hann getur reyndar bætt við þessar tölur næsta sunnudag!
Það var ekki að undra að tár væru á mörgum hvörmum á Anfield eftir leik Liverpool og Aston Villa. Bæði innan vallar sem utan. Roberto felldi sjálfur tár. Fáir leikmenn Liverpool í seinni tíð hafa verið kvaddir af svona mikilli hlýju eins og Roberto á sunnudaginn!
TIL BAKA
Ég þakka Guði!
Það var mjög tilfinningaríkur dagur hjá Roberto Firmino á laugardaginn. Brasilíumaðurinn þakkaði Guði og sagðist vera hamingjusamur. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leik Liverpool og Aston Villa.
,,Til að byrja með fannst mér mjög erfitt að aðlagast loftslaginu, knattspyrnunni og bara öllu mögulegu. Það gildir svo sem um alla leikmenn."
,,Ég þakka Guði fyrir allt sem við höfum afrekað saman. Við afrekuðum allt hérna og unnum allt sem hægt var að vinna saman. Án liðsfélaga minna, fjölskyldu minnar og framkvæmdastjórans hefði maður aldrei getað þetta. Ég er mjög stoltur af þessari sögu sem við sköpuðum saman með afrekum okkar."
,,Jú, því miður náðum við ekki að vinna sigur. Þetta voru ekki úrslitin sem við stefndum á. En þetta var síðasti heimaleikurinn minn fyrir framan stuðningsmennina. Fjölskyldan mín var þarna, bara allir og vinir mínir. Það var auðvitað mikið af tilfinningum í gangi hjá mér og þetta var mjög gleðilegt. En þetta var allt gleðilegt. Ég skoraði síðasta markið mitt á heimavelli í þessari treyju og fyrir þetta stóra félag. Ég er mjög hamingjusamur!"
Roberto Firmino getur sannarlega verið stoltur af ferli sínum hjá Liverpool. Sjö titlar, 361 leikur, 110 mörk og 72 stoðsendingar. Hann getur reyndar bætt við þessar tölur næsta sunnudag!
Það var ekki að undra að tár væru á mörgum hvörmum á Anfield eftir leik Liverpool og Aston Villa. Bæði innan vallar sem utan. Roberto felldi sjálfur tár. Fáir leikmenn Liverpool í seinni tíð hafa verið kvaddir af svona mikilli hlýju eins og Roberto á sunnudaginn!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan