| Sf. Gutt
Sadio Mané varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu. Bayern Munchen varð þá Þýskalandsmeistari 11. árið í röð eftir dramatíska lokaumferð.
Bayern Munchen vann 1:2 sigur í Köln með marki mínútu fyrir leikslok. Á sama tíma gerði Borussia Dortmund 2:2 jafntefli á heimavelli við Mainz. Dortmund hafði þýska titilinn í höndum sínum fyrir síðustu umferðina. Með sigri á Mainz hefði titillinn orðið þeirra. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, spilaði með Dortmund í þessum mikilvæga leik.
Þetta er annar titill Sadio hjá Bayern en liðið vann Stórbikar Þýskalands í fyrrasumar. Sadio vann sex titla hjá Liverpool þannig að síðustu ár hafa verið fengsæl hjá Senegalanum.
Sadio hefur nú orðið landsmeistari í þremur löndum. Hann varð austurrískur meistari með Red Bull Salzburg á leiktíðinni 2013/14. Liðið vann reyndar bikarkeppnina í Austurríki líka þá leiktíð.
Þó svo að Sadio hafi bætt tveimur titlum við safn sitt er óhætt að segja að dvölin hjá Bayern Munchen hafi ekki verið jafn góð og hann hafi vonast til. Hann spilaði 38 leiki í öllum keppnum og skorað 12 mörk. Á hinn bóginn hefur hann ekki alltaf verið í byrjunarliðinu og ekki leikið jafn vel og hjá Liverpool. Meiðsli hafa líka truflað Senegalann og hann missti af HM vegna meiðsla. Sumir telja að Sadio muni yfirgefa Bayern Munchen í sumar.
TIL BAKA
Sadio Mané þýskur meistari
Sadio Mané varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu. Bayern Munchen varð þá Þýskalandsmeistari 11. árið í röð eftir dramatíska lokaumferð.
Bayern Munchen vann 1:2 sigur í Köln með marki mínútu fyrir leikslok. Á sama tíma gerði Borussia Dortmund 2:2 jafntefli á heimavelli við Mainz. Dortmund hafði þýska titilinn í höndum sínum fyrir síðustu umferðina. Með sigri á Mainz hefði titillinn orðið þeirra. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, spilaði með Dortmund í þessum mikilvæga leik.
Þetta er annar titill Sadio hjá Bayern en liðið vann Stórbikar Þýskalands í fyrrasumar. Sadio vann sex titla hjá Liverpool þannig að síðustu ár hafa verið fengsæl hjá Senegalanum.
Sadio hefur nú orðið landsmeistari í þremur löndum. Hann varð austurrískur meistari með Red Bull Salzburg á leiktíðinni 2013/14. Liðið vann reyndar bikarkeppnina í Austurríki líka þá leiktíð.
Þó svo að Sadio hafi bætt tveimur titlum við safn sitt er óhætt að segja að dvölin hjá Bayern Munchen hafi ekki verið jafn góð og hann hafi vonast til. Hann spilaði 38 leiki í öllum keppnum og skorað 12 mörk. Á hinn bóginn hefur hann ekki alltaf verið í byrjunarliðinu og ekki leikið jafn vel og hjá Liverpool. Meiðsli hafa líka truflað Senegalann og hann missti af HM vegna meiðsla. Sumir telja að Sadio muni yfirgefa Bayern Munchen í sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan