| Sf. Gutt
Darwin Núnez fær frí frá landsleikjum Úrúgvæ sem fara fram á næstunni. Þetta kemur sér mjög vel því hann er að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir undir lok leiktíðarinnar. Darwin meiddist á tá og gat af þeim sökum ekki spilað þrjá síðustu leiki Liverpool á keppnistímabilinu. En núna fær hann lengra sumarfrí sem er mjög gott.
Darwin kom til Liverpool í fyrrasumar. Hann spilaði 45 leiki með Liverpool og skoraði 15 mörk. Að auki lagði hann upp fjögur. Hann vann Skjöldinn í sínum fyrsta leik með Liverpool.
Sumum fannst Darwin Núnez ekki standa undir væntingum á fyrsta keppnistímabili sínu. Það er svo sem nokkuð gott að skora 15 mörk. Það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar á næstu leiktíð.
TIL BAKA
Darwin Núnez fær lengra sumarfrí

Darwin Núnez fær frí frá landsleikjum Úrúgvæ sem fara fram á næstunni. Þetta kemur sér mjög vel því hann er að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir undir lok leiktíðarinnar. Darwin meiddist á tá og gat af þeim sökum ekki spilað þrjá síðustu leiki Liverpool á keppnistímabilinu. En núna fær hann lengra sumarfrí sem er mjög gott.

Darwin kom til Liverpool í fyrrasumar. Hann spilaði 45 leiki með Liverpool og skoraði 15 mörk. Að auki lagði hann upp fjögur. Hann vann Skjöldinn í sínum fyrsta leik með Liverpool.
Sumum fannst Darwin Núnez ekki standa undir væntingum á fyrsta keppnistímabili sínu. Það er svo sem nokkuð gott að skora 15 mörk. Það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar á næstu leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan