| Sf. Gutt
Liverpool hefur lánað bakvörðinn unga Calvin Ramsey. Hann leikur með sterku liði í næst efstu deild á komandi keppnistímabili. Liðið sem um er að ræða er Preston North End.
Liverpool keypti Calvin frá Aberdeen í fyrrasumar. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki það sem af er fyrir aðallið Liverpool. Hann var mikið meiddur á leiktíðinni sem nú rennur sitt skeið. Fyrst í baki og í febrúar fór hann í aðgerð á hné.

Calvin Ramsey, sem verður tvítugur í sumar, þykir mjög efnilegur og var kjörinn Ungi leikmaður ársins í Skotlandi af blaðamönnum þar í landi eftir leiktíðina 2021/22. Hann er búinn að spila einn landsleik fyrir aðallandslið Skotlands.
Liverpool og Preston hafa síðustu ár unnið nokkuð saman með unga leikmenn. Sepp van der Berg var til dæmis þar í láni leiktíðina 2021/22 og vegnaði vel. Liverpool keypti svo Ben Davies frá Preston 2021.
TIL BAKA
Calvin Ramsay lánaður


Liverpool keypti Calvin frá Aberdeen í fyrrasumar. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki það sem af er fyrir aðallið Liverpool. Hann var mikið meiddur á leiktíðinni sem nú rennur sitt skeið. Fyrst í baki og í febrúar fór hann í aðgerð á hné.

Calvin Ramsey, sem verður tvítugur í sumar, þykir mjög efnilegur og var kjörinn Ungi leikmaður ársins í Skotlandi af blaðamönnum þar í landi eftir leiktíðina 2021/22. Hann er búinn að spila einn landsleik fyrir aðallandslið Skotlands.

Liverpool og Preston hafa síðustu ár unnið nokkuð saman með unga leikmenn. Sepp van der Berg var til dæmis þar í láni leiktíðina 2021/22 og vegnaði vel. Liverpool keypti svo Ben Davies frá Preston 2021.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli
Fréttageymslan