| Sf. Gutt
Tilkynnt var í dag að James Milner hafi gengið til liðs við Brighton and Hove Albion. Hann er þar með formlega búinn að binda endi á feril sinn hjá Liverpool. Hann kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Manchester City sumarið 2015. Varla er hægt að nefna öflugri liðsmann Rauða hersins á þeim tíma sem hann hefur verið fulltrúi Liverpool.
James hefur nú gert samning við Brighton. Mávarnir hafa ekki átt betra keppnistímabil í efstu deild og leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. James Milner vildi halda áfram að spila og var ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Það er því þess að vænta að James muni ekki láta sitt eftir liggja með Brighton sem verður sjötta liðið sem James spilar með. Hér að neðan er listi yfir liðin.

James Milner lék 332 leiki með Liverpool og skoraði 26 mörk. Að auki átti hann 45 stoðsendingar. James vann Englandsmeistaratitilinn, FA. bikarinn, Deildarbikarinn, Samfélagsskjöldinn, Evrópubikarinn, Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða með Liverpool. Sem sagt allt sem hægt er að vinna. Reyndar ekki Evrópudeildina en hann lék úrslitaleik í henni með Liverpool sem tapaðist.
James Milner verður sárt saknað hjá Liverpool. En á móti kemur að Brighton fær öflugan liðsmann. Knattspyrnuferill James Milner heldur áfram!
TIL BAKA
James Milner gengur til liðs við Brighton

Tilkynnt var í dag að James Milner hafi gengið til liðs við Brighton and Hove Albion. Hann er þar með formlega búinn að binda endi á feril sinn hjá Liverpool. Hann kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Manchester City sumarið 2015. Varla er hægt að nefna öflugri liðsmann Rauða hersins á þeim tíma sem hann hefur verið fulltrúi Liverpool.

James hefur nú gert samning við Brighton. Mávarnir hafa ekki átt betra keppnistímabil í efstu deild og leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. James Milner vildi halda áfram að spila og var ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Það er því þess að vænta að James muni ekki láta sitt eftir liggja með Brighton sem verður sjötta liðið sem James spilar með. Hér að neðan er listi yfir liðin.
2002 til 2004 Leeds United
2003 Swindon Town - Lán.
2004 til 2008 Newcastle United
2005 til 2006 Aston Villa - Lán.
2008 til 2010 Aston Villa
2008 til 2010 Aston Villa

2010 til 2015 Manchester City


2015 til 2023 Liverpool
2023 til ???? Brighton & Hove Albion
James Milner lék 332 leiki með Liverpool og skoraði 26 mörk. Að auki átti hann 45 stoðsendingar. James vann Englandsmeistaratitilinn, FA. bikarinn, Deildarbikarinn, Samfélagsskjöldinn, Evrópubikarinn, Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða með Liverpool. Sem sagt allt sem hægt er að vinna. Reyndar ekki Evrópudeildina en hann lék úrslitaleik í henni með Liverpool sem tapaðist.

Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan