| Sf. Gutt
Miðjumaðurinn efnilegi, Leighton Clarkson, hefur yfirgefið Liverpool. Hann var á láni hjá Aberdeen á síðasta keppnistímabili og stóð sig mjög vel. Svo vel að Aberdeen fékk hann til sín fyrir fullt og fast.
Leighton er fæddur í Blackburn 2001. Hann hóf að æfa með Liverpool þegar hann var sex ára. Leighton var í láni hjá Blackburn Rovers á leiktíðinni 2021/22. Sem fyrr segir var hann lánsmaður hjá Aberdeen á síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk og lagði upp átta. Hann var kjörinn besti ungi leikmaður félagsins í lok sparktíðarinnar.
Leighton Clarkson lék þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Hann var Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann hefur leikið fyrir undir 20 ára landslið Englands.
Við óskum Leighton góðs gengis og þökkum honum fyrir sitt framlag til Liverpool.
TIL BAKA
Leighton Clarkson yfirgefur Liverpool
Miðjumaðurinn efnilegi, Leighton Clarkson, hefur yfirgefið Liverpool. Hann var á láni hjá Aberdeen á síðasta keppnistímabili og stóð sig mjög vel. Svo vel að Aberdeen fékk hann til sín fyrir fullt og fast.
Leighton er fæddur í Blackburn 2001. Hann hóf að æfa með Liverpool þegar hann var sex ára. Leighton var í láni hjá Blackburn Rovers á leiktíðinni 2021/22. Sem fyrr segir var hann lánsmaður hjá Aberdeen á síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk og lagði upp átta. Hann var kjörinn besti ungi leikmaður félagsins í lok sparktíðarinnar.
Leighton Clarkson lék þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Hann var Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann hefur leikið fyrir undir 20 ára landslið Englands.
Við óskum Leighton góðs gengis og þökkum honum fyrir sitt framlag til Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan