| Sf. Gutt
Liverpool sótti stig í höfuðstaðinn í fyrstu umferð deildarinnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Chelsea. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa.
Liverpool byrjaði betur og á 12. mínútu fékk Mohamed Salah boltann utan teigs frá Cody Gakpo. Egyptinn náði góðu skoti en boltinn small í þverslá rétt við vinkilinn. Átta mínútum seinna hóf Alisson Becker sókn. Boltinn gekk manna á milli fram völlinn. Mohamed Salah fékk boltann vinstra megin og gaf inn á vítateiginn. Við vítapunktinn renndi Luis Díaz sér á boltann og stýrði honum í markið. Gott spil fram völlinn og Luis rak smiðshöggið á sóknina.
Heimamenn færðu sig upp á skaftið þegar leið á hálfleikinn og náðu að jafna á 37. mínútu. Vörn Liverpool náði ekki að hreinsa almennilega eftir horn. Sóknin hélt áfram með því að sent var fyrir markið. Ben Chilwell skallaði í átt að markinu og við markteiginn stýrði Axel Disasi boltanum í markið.
Stuttu fyrir hálfleik átti Reece James stórgóða sendingu fyrir frá hægri á Nicolas Jackson en hann skaut hátt yfir í góðu færi fyrir framan markið. Staðan jöfn í hálfleik.
Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik lauk góðu spili Chelsea með því að Ben fékk boltann utan við vinstra vítateigshornið. Hann þrumaði að marki en Alisson stóð, beið eftir skotinu og varði. Hann hélt ekki boltanum en Trent Alexander-Arnold bjargaði í framhaldinu. Fáir eru betri í þessari stöðu er Alisson.
Undir blálokin náði varamaðurinn Darwin Núnez boltanum vinstra megin. Hann lék til hægri og skaut svo góðu bogaskoti að markið sem fór rétt framhjá. Ekki var allt búið því hinu megin á vellinum komst Mykhailo Mudryk, sem kom inn sem varamaður, inn í vítateig og framhjá Alisson en þá var færið orðið þröngt og málinu var bjargað. Skiptur hlutur var niðurstaðan.
Liverpool var betri aðilinn framan af en Chelsea náði svo betri tökum á leiknum. Jafntefli verða að teljast sanngjörn úrslit. Reyndar átti Liverpool að fá víti þegar Nicolas handlék boltann greinilega uppi við mark sitt. Sjónvarpsdómgæslan hefði átt að leiðbeina dómaranum en hún brást eins og svo oft áður!
Chelsea: Sánchez, Disasi, T Silva, Colwill, James (Gusto 76. mín.), Fernández, Gallagher, Chilwell (Ugochukwu 90. mín.), Sterling (Mudryk 81. mín.), Chukwuemeka (Maatsen 81. mín.) og Jackson. Ónotaðir varamenn: Cucurella, Madueke, Nascimento dos Santos, Burstow og Bergström.
Mark Chelsea: Axel Disasi (37. mín.).
Gul spjöld: Carney Chukwuemeka, Enzo Fernández og Nicolas Jackson.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Szoboszlai, Mac Allister, Gakpo (Jones 66. mín.), Salah (Elliott 77. mín.), Jota (Núnez 66. mín.) og Díaz (Doak 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Matip og McConnell.
Mark Liverpool: Luiz Díaz (18. mín.).
Gul spjöld: Diogo Jota, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn opnaði markareikning Liverpool á keppnistímabilinu og var sprækur í sókninni.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 40.096.
Jürgen Klopp: ,,Ef þú spyrð mig þá var ég mjög sáttur við leikinn. Ég sá líka nóg sem segir mér að við höfum tekið skref í rétta átt. Við áttum okkar færi. Þetta var mjög erfiður leikur og á köfum villtur. Við hefðum átt að stjórna honum betur en náðum ekki að gera það."
- Virgil van Dijk bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn eftir að hann var skipaður fyrirliði Liverpool.
- Luis Díaz opnaði markareikning Liverpool á leiktíðinni.
- Þeir Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
- Í fyrsta sinn á ferli sínum með Liverpool náði Mohamed Salah ekki að skora í fyrstu umferð deildarinnar.
- James McConnell var í fyrsta sinn í aðalliðshópi Liverpool.
- Fimm síðustu deildarleikjum Liverpool og Chelsea hefur lokið með jafntefli.
- Að auki hafa liðin skilið jöfn í tveimur bikarúrslitaleikjum.
- Þetta gerir sjö jafntefli í röð sem er met í ensku knattspyrnunni.
TIL BAKA
Jafnt í fyrsta leik
Liverpool sótti stig í höfuðstaðinn í fyrstu umferð deildarinnar þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Chelsea. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa.
Liverpool byrjaði betur og á 12. mínútu fékk Mohamed Salah boltann utan teigs frá Cody Gakpo. Egyptinn náði góðu skoti en boltinn small í þverslá rétt við vinkilinn. Átta mínútum seinna hóf Alisson Becker sókn. Boltinn gekk manna á milli fram völlinn. Mohamed Salah fékk boltann vinstra megin og gaf inn á vítateiginn. Við vítapunktinn renndi Luis Díaz sér á boltann og stýrði honum í markið. Gott spil fram völlinn og Luis rak smiðshöggið á sóknina.
Heimamenn færðu sig upp á skaftið þegar leið á hálfleikinn og náðu að jafna á 37. mínútu. Vörn Liverpool náði ekki að hreinsa almennilega eftir horn. Sóknin hélt áfram með því að sent var fyrir markið. Ben Chilwell skallaði í átt að markinu og við markteiginn stýrði Axel Disasi boltanum í markið.
Stuttu fyrir hálfleik átti Reece James stórgóða sendingu fyrir frá hægri á Nicolas Jackson en hann skaut hátt yfir í góðu færi fyrir framan markið. Staðan jöfn í hálfleik.
Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik lauk góðu spili Chelsea með því að Ben fékk boltann utan við vinstra vítateigshornið. Hann þrumaði að marki en Alisson stóð, beið eftir skotinu og varði. Hann hélt ekki boltanum en Trent Alexander-Arnold bjargaði í framhaldinu. Fáir eru betri í þessari stöðu er Alisson.
Undir blálokin náði varamaðurinn Darwin Núnez boltanum vinstra megin. Hann lék til hægri og skaut svo góðu bogaskoti að markið sem fór rétt framhjá. Ekki var allt búið því hinu megin á vellinum komst Mykhailo Mudryk, sem kom inn sem varamaður, inn í vítateig og framhjá Alisson en þá var færið orðið þröngt og málinu var bjargað. Skiptur hlutur var niðurstaðan.
Liverpool var betri aðilinn framan af en Chelsea náði svo betri tökum á leiknum. Jafntefli verða að teljast sanngjörn úrslit. Reyndar átti Liverpool að fá víti þegar Nicolas handlék boltann greinilega uppi við mark sitt. Sjónvarpsdómgæslan hefði átt að leiðbeina dómaranum en hún brást eins og svo oft áður!
Chelsea: Sánchez, Disasi, T Silva, Colwill, James (Gusto 76. mín.), Fernández, Gallagher, Chilwell (Ugochukwu 90. mín.), Sterling (Mudryk 81. mín.), Chukwuemeka (Maatsen 81. mín.) og Jackson. Ónotaðir varamenn: Cucurella, Madueke, Nascimento dos Santos, Burstow og Bergström.
Mark Chelsea: Axel Disasi (37. mín.).
Gul spjöld: Carney Chukwuemeka, Enzo Fernández og Nicolas Jackson.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Szoboszlai, Mac Allister, Gakpo (Jones 66. mín.), Salah (Elliott 77. mín.), Jota (Núnez 66. mín.) og Díaz (Doak 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Matip og McConnell.
Mark Liverpool: Luiz Díaz (18. mín.).
Gul spjöld: Diogo Jota, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn opnaði markareikning Liverpool á keppnistímabilinu og var sprækur í sókninni.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 40.096.
Jürgen Klopp: ,,Ef þú spyrð mig þá var ég mjög sáttur við leikinn. Ég sá líka nóg sem segir mér að við höfum tekið skref í rétta átt. Við áttum okkar færi. Þetta var mjög erfiður leikur og á köfum villtur. Við hefðum átt að stjórna honum betur en náðum ekki að gera það."
Fróðleikur
- Virgil van Dijk bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn eftir að hann var skipaður fyrirliði Liverpool.
- Luis Díaz opnaði markareikning Liverpool á leiktíðinni.
- Þeir Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
- Í fyrsta sinn á ferli sínum með Liverpool náði Mohamed Salah ekki að skora í fyrstu umferð deildarinnar.
- James McConnell var í fyrsta sinn í aðalliðshópi Liverpool.
- Fimm síðustu deildarleikjum Liverpool og Chelsea hefur lokið með jafntefli.
- Að auki hafa liðin skilið jöfn í tveimur bikarúrslitaleikjum.
- Þetta gerir sjö jafntefli í röð sem er met í ensku knattspyrnunni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan