| Sf. Gutt
Alex Oxlade-Chamberlain er kominn í lið. Sú varð niðurstaðan að hann fór úr landi og það lengst suðaustur í Evrópu. Áfangastaður er Tyrkland.
Alex er sem sagt búinn að gera samning við tyrkneska liðið Besiktas. Samningurinn gildir til þriggja ára. Samningur Alex við Liverpool rann út í sumar og því fer hann á frjálsri sölu.
Alex Oxlade-Chamberlain kom til Liverpool frá Arsenal sumarið 2017. Hann lék alls 146 leiki með Liverpool og skoraði 18 mörk. Hann átti 13 stoðsendingar.
Alex var frábær á fyrsta keppnistímabili sínu með Liverpool en slæm hnémeiðsli í Evrópuleik á móti Roma um vorið 2018 fóru illa með hann. Í raun má segja að hann hafi aldrei verið samur en þó var hann mjög góður á keppnistímabilinu 2019/20. Þá spilaði hann 43 leiki og skoraði átta mörk. En eftir það missti hann af mörgum leikjum vegna meiðsla og á síðustu leiktíð spilaði hann aðeins 13 leiki.
Alex varð Englandsmeistari 2020 og vann FA bikarinn og Deildarbikarinn 2022. Hann varð Evrópumeistari 2019 og vann Stóbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Alex Oxlade-Chamberlain framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis í Tyrklandi.
TIL BAKA
Alex Oxlade-Chamberlain kominn í lið
Alex Oxlade-Chamberlain er kominn í lið. Sú varð niðurstaðan að hann fór úr landi og það lengst suðaustur í Evrópu. Áfangastaður er Tyrkland.
Alex er sem sagt búinn að gera samning við tyrkneska liðið Besiktas. Samningurinn gildir til þriggja ára. Samningur Alex við Liverpool rann út í sumar og því fer hann á frjálsri sölu.
Alex Oxlade-Chamberlain kom til Liverpool frá Arsenal sumarið 2017. Hann lék alls 146 leiki með Liverpool og skoraði 18 mörk. Hann átti 13 stoðsendingar.
Alex var frábær á fyrsta keppnistímabili sínu með Liverpool en slæm hnémeiðsli í Evrópuleik á móti Roma um vorið 2018 fóru illa með hann. Í raun má segja að hann hafi aldrei verið samur en þó var hann mjög góður á keppnistímabilinu 2019/20. Þá spilaði hann 43 leiki og skoraði átta mörk. En eftir það missti hann af mörgum leikjum vegna meiðsla og á síðustu leiktíð spilaði hann aðeins 13 leiki.
Alex varð Englandsmeistari 2020 og vann FA bikarinn og Deildarbikarinn 2022. Hann varð Evrópumeistari 2019 og vann Stóbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Alex Oxlade-Chamberlain framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis í Tyrklandi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan