| Sf. Gutt
Jürgen Klopp hefur sett mörg met á valdaferli sínum. Hann setti nýtt félagsmet í Austurríki í gærkvöldi. Hann stýrði þá Liverpool til sigurs í 50. sinn í Evrópuleik. Sigrunum 50 náði hann í 82 leikjum. Gamla metið var 49 leikir og það átti Rafael Benítez.
Sigrarnir eru 50, jafnteflin eru 14 og töpin 18. Liverpool hefur skorað 172 mörk og fengið á sig 89. Sannarlega glæsilegur árangur og Evrópuvegferðirnar hafa verið hver annarri skemmtilegri.
Í þessum 82 Evrópuleikjum sem Jürgen hefur stýrt Liverpool hefur liðið leikið fjóra úrslitaleiki. Í Evrópudeildinni 2017, Meistaradeildinni 2018, 2019 og 2022 svo og Stórbikar Evrópu 2019. Uppskeran er sigur í Meistaradeildinni 2019 og sigur í Stórbikar Evrópu sama ár. Heimsmeistaratitill félagsliða skilaði sér svo í framhaldinu.
Evrópuvegferð hófst í gær. Hún byrjaði vel og vonandi endar hún með sigri í keppninni í Dublin á komandi vori!
TIL BAKA
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet!

Jürgen Klopp hefur sett mörg met á valdaferli sínum. Hann setti nýtt félagsmet í Austurríki í gærkvöldi. Hann stýrði þá Liverpool til sigurs í 50. sinn í Evrópuleik. Sigrunum 50 náði hann í 82 leikjum. Gamla metið var 49 leikir og það átti Rafael Benítez.

Sigrarnir eru 50, jafnteflin eru 14 og töpin 18. Liverpool hefur skorað 172 mörk og fengið á sig 89. Sannarlega glæsilegur árangur og Evrópuvegferðirnar hafa verið hver annarri skemmtilegri.

Í þessum 82 Evrópuleikjum sem Jürgen hefur stýrt Liverpool hefur liðið leikið fjóra úrslitaleiki. Í Evrópudeildinni 2017, Meistaradeildinni 2018, 2019 og 2022 svo og Stórbikar Evrópu 2019. Uppskeran er sigur í Meistaradeildinni 2019 og sigur í Stórbikar Evrópu sama ár. Heimsmeistaratitill félagsliða skilaði sér svo í framhaldinu.
Evrópuvegferð hófst í gær. Hún byrjaði vel og vonandi endar hún með sigri í keppninni í Dublin á komandi vori!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan